Gjaldskrár lækka 1. maí í Hafnarfirði 

Fréttir

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum í síðustu viku að lækka gjaldskrár sveitarfélagsins frá og með 1. maí 2024. Hafnarfjarðarbær var eitt fyrst sveitarfélaga að gefa það út síðastliðið haust að gjaldskrárhækkanir um áramót yrðu endurskoðaðar gæfu kjarasamningar tilefni til. 

3% hækkun á gjaldskrá í stað 9,9%

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum í síðustu viku að lækka gjaldskrár sveitarfélagsins frá og með 1. maí 2024. Hafnarfjarðarbær var eitt fyrst sveitarfélaga að gefa það út síðastliðið haust að gjaldskrárhækkanir um áramót yrðu endurskoðaðar gæfu kjarasamningar tilefni til. Endurskoðun hefur átt sér stað og munu almennar gjaldskrár lækka frá og með mánaðamótum.  

„Í marsmánuði samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðar að almennar gjaldskrár bæjarins yrðu  endurskoðaðar og myndu ekki hækka meira en sem nemur 3% gæfu niðurstöður kjarasamninga tilefni til. Við stöndum við stóru orðin og lækkum okkar gjaldskrár frá og með 1. maí,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.  

Skýr skilaboð – sameiginlegt átak   

Ákvörðunin endurspeglar vilja bæjaryfirvalda í Hafnarfirði til að halda gjöldum í lágmarki og samhliða leggja sitt af mörkum til samfélagsins í viðleitninni við að ná niður vöxtum og verðbólgu. Gert er ráð fyrir að tekjur bæjarins lækki um tæpar 36 milljónir króna frá því sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 og verður gerður viðauki við fjárhagsáætlun vegna þessa.  

Það er okkur öllum til hagsbóta að þjóðarsátt náist með langtíma kjarasamningum því aðeins með sameiginlegu átaki náum við niður vöxtum og verðbólgu. Þessi ákvörðun er liður í okkar framlagi,“ segir Rósa.  

Ábendingagátt