Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Á Alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember ár hvert er kastljósinu beint að baráttu fatlaðs fólks og mikilvægu framlagi þess í samfélaginu. Hafnarfjarðarbær leggur baráttunni lið og fagnar deginum og fjölbreytileikanum. Geitungarnir fögnuðu deginum með opnu húsi í Húsinu í gær og buðu vörur til sölu sem unnar eru á staðnum. Eins er Hafnarborg böðuð í fjólubláu ljósi þessa dagana.
Á Alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember ár hvert er kastljósinu beint að baráttu fatlaðs fólks og mikilvægu framlagi þess í samfélaginu. Hafnarfjarðarbær leggur baráttunni lið og fagnar deginum og fjölbreytileikanum. Geitungarnir fögnuðu meðal annars deginum með opnu húsi í Húsinu í gær og buðu vörur til sölu sem unnar eru á starfsstöð Geitunganna. Eins fagnar sveitarfélagið deginum og vikunni með því að lýsa upp og varpa fjólubláu ljósi á Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð en fjólublár er litur réttindabaráttu fatlaðs fólks. Fatlað fólk er um 15 prósent mannkyns samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eða yfir einn milljarður á heimsvísu. Hér á landi eru þetta um 57.000 manns.
Geitungarnir reka verslunina Geitungabúið, í húsnæði sínu að Suðurgötu 14, Búð Hússins, og selja þar vörur sem þeir hafa framleitt undir handleiðslu frábærs og skapandi kennara og hafa við framleiðsluna m.a. efnislega endurnýtingu að leiðarljósi. Búðin er að öllu jöfnu opin frá 8-17 alla virka daga, þar sem allskyns handgerðar vörur eru til sölu á frábæru verði, allt frá jólatrjástöndum til fallegra kerta. Geitungarnir eru virknitilboð þar sem leitast er við að hafa fjölbreytta valkosti og boðið upp á starfsþjálfun/ starfsprófun á almennum vinnumarkaði. Einnig er unnið að skapandi verkefnum í húsnæði Geitunganna í Húsinu á Suðurgötu og unnið markvisst að valdeflingu hvers og eins með fræðslu, vinnu og/eða virkni. Fólk með fötlun á rétt á þeirri þjónustu og stuðningi sem það þarf til að lifa sjálfstæðu og virku lífi. Í Hafnarfirði er þjónandi leiðsögn höfð að leiðarljósi og hlýja og hvatning sýnd í öllum aðstæðum.
Hafnarborg tekur vel á móti öllum áhugasömum hvort sem er í hlutverki sýnenda eða gesta. Með sýnilegum og fjólubláum hætti leggur Hafnarfjarðarbær þessari mikilvægu baráttu lið með því að fagna deginum og fjölbreytileikanum og lýsa upp Hafnarborg sem hefur í skipulögðu sýningarstarfi sínu lagt áherslu á virka þátttöku allra og sköpun tækifæra fyrir alla hópa samfélagsins. Undanfarin ár hefur Hafnarborg meðal annars tekið þátt í hátíðinni List án landmæra. Nú síðast með einkasýningu Sindra Ploder, Ef ég væri skrímsli, í Sverrissal á haustmánuðum. Sindri var fyrr í ár útnefndur listamanneskja hátíðarinnar að þessu sinni.
Alþjóðadagur fatlaðs fólks er haldinn 3. desember ár hvert og hefur verið haldinn frá árinu 1992 með það að markmiði að efla skilning á málefnum fatlaðs fólks og ýta undir stuðning við reisn, réttindi og velferð þess. Jafnframt að auka vitund um þann ávinning sem hlýst af þátttöku fatlaðs fólks á öllum sviðum samfélagsins. Markmiðið er upplýst samfélag – ekki aðeins þessa daga heldur alla daga, samfélag þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda.
Nánar um þjónustu Hafnarfjarðarbæjar við fólk með fötlun
Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar hefur fært Hafnarfjarðarbæ fjóra bekki við stíginn upp frá Kaldárselsvegi í Kaldársel. Bæjarstjóri tók við gjöfinni á dögunum.…
Alþjóðatengsl voru efld þegar kínversk sendinefnd frá Changsha varði dagsparti í Hafnarfirði. Hún kynntist bæjarfélaginu og þremur fyrirtækjum bæjarins á…
Byggingarverktakafyrirtækið Verkland hefur hlotið sína fyrstu Svansvottun fyrir fjölbýlishús við Áshamar 42–48. Svansvottun tryggir að húsnæði sé heilnæmt.
Kvartmíluklúbburinn fagnaði 50 ára afmæli í gær. Hafnarfjarðarbær ritaði undir samstarfssamning á afmælishátíðinni og flytur Mótorhúsið til klúbbsins.
Iða Ósk Gunnarsdóttir vinnur að sinni fyrstu ljóðabók á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði í ár. Útlit bókarinnar tekur innblástur…
Íris Egilsdóttir vinnur að því að hanna og útfæra prjónað verk á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði í ár. Verkið,…
Listahópur Vinnuskóla Hafnarfjarðar hefur breytt litlum grænum ruslatunnum í lítil ruslaskrímsli sem gleypa ruslið sem í þær fer. Sautján ungmenni…
Hafnarfjarðarbær óskar eftir átta átján ára og eldri til að slást í sláttuhóp Hafnarfjarðarbæjar. Samið hefur verið við verktaka um…
Tólf hafnfirsk íþróttafélög fengu samtals 13,2 milljónir króna úr sameiginlegum styrktarsjóði Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar í síðustu viku. Úthlutað er…
Fimm ára börn bætast í hóp þeirra barna sem fá frístundastyrk. Frá og með 15. ágúst fá fimm ára börn…