Annað metár í umferð á vefnum
Skýrsla um umferð á vef Hafnarfjarðar fyrir árið 2021 hefur verið birt. Umferðin óx á árinu og nýtt met var slegið.
Greining á umferð um vefinn er mikilvægt verkfæri í þjónustu bæjarins. Með þessum upplýsingum fáum við upplýsingar um það efni sem við þurfum að leggja mesta áherslu á og gefur okkur sömuleiðis upplýsingar um efni sem má missa sín á vefnum. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar öllum á lifandi mælaborði sem má nálgast á þessum vef .
Auk lifandi mælaborðs tökum við saman skýrslu um umferð á hverju ári og núna hefur skýrslan fyrir árið 2021 verið birt. Skýrslan er unnin af fyrirtækinu Vefgreiningu.
Í henni kemur margt fróðlegt fram en það sem má helst nefna er:
- Vefurinn var heimsóttur 512.000 sinnum á árinu
- Aukning í umferð var 5% á milli ára en árið 2020 var metár í umferð
- Júní 2021 var stærsti mánuður í sögu vefsins
- Gestir koma í auknum mæli frá Google og öðrum leitarvélum
- Fundargerðir eru lang mest sótta efnið og Kortavefur kemur þar á eftir í vinsældum
- Færri fóru inn á Mínar síður og ráðningarvef miðað við árið 2020
- Enski vefurinn fékk yfir 10.000 heimsóknir á árinu og hefur fest sig í sessi
- Fréttalestur minnkaði frá árinu 2020 en þá var algjört metár í lestri frétta
- Mest lesna fréttin var um Covid-19 hraðpróf
- 73% aukning var í skoðuðum viðburðum og 17. júní hátíðahöldin gnæfðu þar yfir
- Yfir 20% aukning var í notkun ábendingagáttar en almennum fyrirspurnum fækkaði um 12% á milli ára
- Yfir 50% umferðar kemur inn með snjallsímum
Þetta og margt fleira áhugavert má lesa úr skýrslunni um vefumferð fyrir árið 2021 .