Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Björn Thoroddsen, einn þekktasti og ástsælasti gítarleikari landsins, er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2022. Hann hefur á sinn einlæga og fallega hátt stimplað sig inn í hug og hjörtu gítaráhugafólks um allan heim og auðgað menningarlíf æskubæjarins Hafnarfjarðar með viðburðum sínum.
Björn Thoroddsen, einn þekktasti og ástsælasti gítarleikari landsins, er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2022. Hann hefur á sinn einlæga og fallega hátt stimplað sig inn í hug og hjörtu gítaráhugafólks um allan heim og auðgað menningarlíf æskubæjarins Hafnarfjarðar með viðburðum sínum. Björn, eða Bjössi Thor eins og hann er yfirleitt kallaður, hefur síðastliðna áratugi verið einn helsti jazztónlistarmaður landsins og hlotið ýmsar viðurkenningar sem slíkur. Hefð hefur skapast fyrir því að halda síðasta vetrardag hátíðlegan í Hafnarfirði með vali á bæjarlistamanni ársins.
Björn var 11 ára þegar hann fór að læra á gítar, lærði klassískan gítarleik í Tónlistarskóla Sigursveins D. Kristinssonar og fór eftir það til náms við Guitar Institute of Technology í Hollywood og útskrifaðist þaðan árið 1982. Björn fór fljótt að semja og útsetja og vinnur jöfnum höndum að hljóðritunum og tónleikahaldi hérlendis sem erlendis og hefur leikið víða með hæfileikaríkustu gítarleikurum heims. Hann hefur gefið út yfir þrjátíu hljómplötur undir eigin nafni auk fjölda samstarfsverkefna og hefur tónlist hans verið gefin út víða erlendis. Hann hefur m.a. samið og útsett tónlist fyrir tríóið Guitar Islancio sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir nýstárlegar útsetningar á þjóðlögum. Björn er ekki bara einn þekktasti gítarleikari landsins heldur er hann dáður um allan heim og hefur spilað tónlist sína víða og m.a. komið fram í Bandaríkjunum, Kanada, Rússlandi, Spáni, Þýskalandi, Englandi og víða á Norðurlöndum. Björn hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín á ferlinum. Árið 2003 var hann útnefndur „Jazztónlistarmaður ársins“, fyrstur íslenskra gítarleikara; Jazztónskáld ársins 2005, fékk viðurkenningu frá International Association for Jazz Education og hlaut gullmerki Félags íslenskra hljómlistarmanna fyrir framlag sitt til jazztónlistar árið 2011. Um þessar mundir eru 40 ár frá því að fyrsta sólóplatan hans „Svif“ kom út.
„Vorið og listin eiga ýmislegt sameiginlegt; meðal annars bjartsýni, grósku og kraft. Björn Thoroddsen er vor okkar Hafnfirðinga að þessu sinni; fullur af bjartsýni, grósku og krafti og hefur verið í marga áratugi. Björn hefur skilað sér aftur heim á æskuslóðirnar í hjarta Hafnarfjarðar og mun halda áfram að glæða menningarandann hér í Hafnarfirði lífi, tónum og töfrum. Björn er vítamínsprauta og unga fólkinu okkar mikil fyrirmynd bæði í orði og tónum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar um val á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar 2022. Björn er uppalinn í Hafnarfirði og hefur komið sér vel fyrir í suðurbænum þangað sem hann bauð bæjarbúum heim á tónleika í garðinum á Björtum dögum sumarið 2021 og mun endurtaka leikinn í sumar.
Hafnfirðingar hafa fengið að njóta tónlistar Björns á heimavelli en tónlistarhátíðin Guitarama sem Björn hefur skipulagt um 15 ára skeið hefur verið haldin í Hafnarfirði undanfarin ár. Guitarama er alþjóðleg tónlistarhátíð þar sem gítarinn er í aðalhlutverki. Björn er gestgjafi hátíðarinnar og fær til sín á svið fjölbreytta flóru tónlistarfólks. Hátíðin er fræðandi, uppbyggjandi og fyrir alla aldurshópa með virka tengingu við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og ungmennahúsið Hamarinn. Guitarama hefur farið víða og borið nöfn borga sem hátíðin hefur verið haldin í m.a Winnipeg, Bergen, Reykjavik, Chicago, Denver og Edmonton en nú er hátíðin komin heim í Hafnarfjörð þar sem hjarta Björns slær.
Við val á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar kallar menningar- og ferðamálanefnd eftir tilnefningum bæjarbúa og árlega berst mikill fjöldi þeirra enda hefur Hafnarförður stimplað sig inn sem vagga menningar og lista og er þekktur fyrir iðandi menningarlíf sem er drifið áfram af kraftmiklu listafólki þar sem einstaklingurinn sjálfur, framlag hans, sköpun og þátttaka spilar stærsta hlutverkið. Bæjarlistamaður fær 1,5 milljónir í viðurkenningarskyni til að vinna áfram að list sinni
Við óskum Bjössa Thor innilega til hamingju með titilinn með hjartans þökkum fyrir einlægt og fallegt framlag í þágu menningarlífsins í Hafnarfirði og heimssins alls!
Ljósmyndir: Hulda Margrét
Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, býður ykkur hjartanlega velkomin á aðventunni. Safnið er vel staðsett við Strandgötu 34, í göngufæri…
Kakí og Kailash eru rótgrónar verslanir í Strandgötunni sem gaman er að heimsækja í aðdraganda jóla sem og aðra draga.…
Hafnarfjarðarbær og Hress heilsurækt hafa undirritað og handsalað samning um heilsueflingu fyrir 65 ára og eldri íbúa Hafnarfjarðar. Heilsueflingin miðast…
Kjörfundur í Hafnarfirði vegna alþingiskosninganna laugardaginn 30. nóvember 2024 hefst kl. 9 og lýkur kl. 22. Kjörstaðir í Hafnarfirði eru…
Brikk á Norðurbakkanum er flaggskip þessa bakaríis enda það stærsta í keðjunni. Jólin lita bakaríð og deilir Oddur Smári Rafnsson…
Hafnarfjarðarbær hefur að undanförnu gengið til samninga við lóðarhafa um uppbyggingu tæplega 600 íbúða í grennd við suðurhöfnina í Hafnarfirði,…
Framkvæmdum við nýjan leikskóla, Áshamar í Hamranesi, miðar vel áfram og stefnir allt í að áfangaskil í desember og verklok…
Grýluhellir stendur alla aðventuna fyrir framan Pakkhús byggðasafnsins á Vesturgötunni. Börnin og fullorðnir geta kíkt inn, notið.
Geitungungarnir verða með opið hús mánudaginn 2. desember. Þeir hefja undirbúning jólamarkaðar þar strax eftir sumarið. Þar er hægt að…
Þrjú verkefni hlutu í dag styrk úr sjóði Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur og voru styrkirnir afhentir með laufléttri athöfn…