Bæjarstjóri heimsækir fyrirtækin í bænum  

Fréttir

Vorið er tíminn. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar er þessa dagana á ferð og flugi um sveitarfélagið með það að markmiði að hitta sem flest og fjölbreyttust fyrirtæki í öllum geirum atvinnulífsins í Hafnarfirði. Fyrstu fyrirtækin sem voru heimsótt eru H-Berg, Te & Kaffi, Hress og Kæling ehf. 

Púlsinn tekinn og horft til framtíðar með fyrirtækjunum í bænum

Vorið er tíminn. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar er þessa dagana á ferð og flugi um sveitarfélagið með það að markmiði að hitta sem flest og fjölbreyttust fyrirtæki í öllum geirum atvinnulífsins í Hafnarfirði. Fyrstu fyrirtækin sem voru heimsótt eru H-Berg, Te & Kaffi, Hress og Kæling ehf. og til stendur að heimsækja fleiri fyrirtæki næstu daga, vikur og mánuði. 

Fjölbreytt atvinnulíf stuðlar að lifandi samfélagi og auknum atvinnutækifærum  

Góðar aðstæður eru fyrir fyrirtæki til vaxtar og framþróunar í Hafnarfirði og hafa mörg fyrirtæki byggt upp og flutt starfsemi sína í sveitarfélagið síðustu mánuði og ár. Nýjar atvinnuhúsalóðir á Hellnahrauni seljast hratt og sveitarfélagið i óða önn að skipuleggja hverfi og svæði undir fjölbreytta starfsemi. Nýjar hugmyndir, þróun og efling á fjölbreyttu atvinnulífi stuðlar að lifandi samfélagi og auknum atvinnutækifærum. Markmið með fyrirtækjaheimsóknum bæjarstjóra er að taka púlsinn á hafnfirsku atvinnulífi með snörpu spjalli og beinni upplifun á starfsemi fyrirtækjanna. 

Te & Kaffi er fjölskyldufyrirtæki stofnað 1984.

Te & Kaffi er fjölskyldufyrirtæki stofnað 1984. Framleiðsla á kaffi spilar veigamesta þáttinn í starfsemi fyrirtækisins.

Kæling ehf. var stofnað 2005. Fyrirtækið er leiðandi á sviði kælitækni.

Kæling ehf. var stofnað 2005. Fyrirtækið er leiðandi á sviði kælitækni.

Hress hefur verið starfrækt síðan 1987. Í Hress er boðið upp á fjölbreytta og metnaðarfulla heilsurækt.

Hress hefur verið starfrækt síðan 1987. Í Hress er boðið upp á fjölbreytta og metnaðarfulla heilsurækt.

 

Eitt markmiðanna í heildarstefnu Hafnarfjarðar til 2035 er blómlegt atvinnulíf

Í apríl 2022 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar heildarstefnu Hafnarfjarðar til ársins 2035 sem kortleggur framtíðarsýn, meginmarkmið og stefnumarkandi áherslur fyrir Hafnarfjörð þvert á alla málaflokka sveitarfélagsins. Heildarstefnan er byggð upp í kringum níu meginmarkmið tengd Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem hvert og eitt á að ýta undir og stuðla að langtímaumbótum og jákvæðum breytingum. Eitt þessara markmiða er blómlegt atvinnulíf.   

Fyrirtæki í Hafnarfirði geta sjálf pantað bæjarstjóra í heimsókn 

Reiknað er með 30 mínútum á hverjum stað. Hægt er að panta heimsókn í gegnum netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is og í síma: 585-5500.    

Ábendingagátt