Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Sydhavn, Dýralæknastofa Hafnarfjarðar og RB Rúm eiga það sameiginlegt að hafa fengið bæjarstjórann Valdimar Víðisson í heimsókn nú í aðdraganda sumars. Sydhavn og Dýralæknastofan eiga það einnig sameiginlegt að vera glæný fyrirtæki hér í Hafnarfirði. RB rúm, eitt elsta hafnfirska fyrirtækið, fékk hins vegar nýja eigendur á árinu.
Þrír ólíkir morgnar þegar þrjú ólík fyrirtæki tóku á móti Valdimar Víðissyni bæjarstjóra er hann heimsótti fyrstu fyrirtækin í embætti í Hafnarfirði. Markmiðið er að hitta sem flest og fjölbreyttust fyrirtæki í öllum geirum atvinnulífsins í Hafnarfirði.
Fyrst heimsótti hann RB rúm við Dalshraun 8 þar sem eigendaskipti urðu fyrr á árinu. Þetta rótgróna fjölskyldufyrirtæki var stofnað 1943. Nýir eigendur Áslaug Auður Guðmundsdóttir, Nökkvi Sveinsson og Óskar Bragi Sigþórsson ásamt fleirum tóku á móti bæjarstjóranum, sýndu framleiðsluna, ræddu framleiðslugetuna og hvernig fyrirtækið hefur framleitt sínar dýnur hér á landi í áratugi. Þar sé reynsla sem finnist ekki víða hér á landi.
„Fyrirtækið hefur komið mér skemmtilega á óvart,“ segir Nökkvi og sýndi bæjarstjóranum hvernig ólík dýnuframleiðslan fer fram hér í Hafnarfirði. Nökkvi sagði einnig frá því hvernig eigendahópurinn stefni að því að setja upp annað fyrirtæki, eina fullkomnustu bílaþvottastöð landsins. Saman ræki hópurinn því RB-rúm dags daglega og stendi einnig að því að opna annað fyrirtæki hér í Hafnarfirði. Hann hlakki til að þjóna Hafnfirðingum, bæði í bíla- og dýnubransanum.
Bjarni, Nökkvi, Valdimar, Óskar og Áslaug.
Syndhavn við Strandgötu 75 var næsta stopp bæjarstjórans. Hjónin Stella Þórðardóttir og Sigurður Ólafsson hafa þar ásamt börnum sínum komið upp þessum gullfallega veitingastað sem hefur slegið í gegn.
Stella segir þau hjónin hafa valið Hafnarfjörð enda hún Hafnfirðingur. „Þetta er minn bær,“ segir Stella og hún sjái mikil tækifæri í uppbyggingu á hafnarsvæðinu. „Við eigum þrjú fullorðin börn. Þau eru hér. Við hjálpumst öll að. Þetta fer vel af stað hjá okkur,“ segir Stella.
Já, Sydhavn er glæsilegur veitingastaður enda þau Stella og Sigurður með mikla reynslu og gott fólk með sér, meðal annars Hafnfirðinginn Knút Hreiðarsson, sem margir þekkja frá Deig og Le Kock á Tryggvagötu.
Knútur yfirkokkur, sonurinn Helgi og hjónin Siggi og Stella hér með Valdimar.
Þriðji og síðast stoppistaðurinn var svo glænýtt fyrirtæki þeirra Berglindar Guðbrandsdóttir, hundanuddara og hundaatferlisráðgjafa og dýralæknanna Silju Edvardsdóttir og Sólrúnar Dísar Kolbeinsdóttur – báðar menntaðar í Danmörku.
Dýralæknastofa Hafnarfjaðrar opnaði 15. maí. Bæjarstjórinn mætti tæplega viku síðar og starfsemin að komast á skrið. Ljóst er að þær stöllur hafa lagt mikið í húsnæðið og starfsemina.
„Við fáum síðustu tækin í júní,“ segir Silja frá og þær lýsa miklum framkvæmdum og hvernig fólk sæki þjónustuna allt frá Suðurnesjum og víðar, þær séu í raun nokkuð miðsvæðis í Stakkahrauni 1.
Sér læknastofa fyrir ketti og hunda. Sérhönnuð til að áreita dýrin ekki að óþörfu. Frábær viðbót við öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði. Já, draumur um eigin rekstur hefur ræst og þær bjartsýnar á framhaldið.
Valdimar, Silja, Sólrún og Berglind.
Valdimar Víðisson segir að það sé bæði hvetjandi og gefandi að hitta fólk sem drífi atvinnulífið hér í Hafnarfirði. Gaman að sjá fólk láta drauma sína rætast.
„Það skiptir okkur máli að hér sé blómlegt atvinnulíf og því mikilvægt að heyra sjónarmið fyrirtækjarekenda. Heyra hvernig við getum ýtt undir nýja starfsemi og aukið möguleika Hafnfirðinga þegar kemur að starfsvali, rekstri og umgjörð atvinnulífsins. Það skiptir mig miklu máli að kynnast atvinnulífinu hér í okkar frábæra bæjarfélagi,“ segir hann.
Fáðu bæjarstjórann í heimsókn
Rán Sigurjónsdóttir, nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, heldur einstaka listasýningu í The Shed í byrjun september, á vegum…
Nú má hlaða rafbílinn við allar sundlaugar bæjarins, fjölda grunnskóla og stofnanir. Hafnarfjarðarbær hefur samið við Ísorku til fimm ára…
„Við erum hér fyrst og fremst með heimagerðan hafnfirskan ís,“ segir Björn Páll Fálki Valsson við hringhúsið á Thorsplani þar…
Götuvitinn er öryggisnet fyrir unga fólkið okkar og starfar nú í fyrsta sinn að sumri til. Unga fólkið þekkir Götuvitann…
Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar hefur fært Hafnarfjarðarbæ fjóra bekki við stíginn upp frá Kaldárselsvegi í Kaldársel. Bæjarstjóri tók við gjöfinni á dögunum.…
Alþjóðatengsl voru efld þegar kínversk sendinefnd frá Changsha varði dagsparti í Hafnarfirði. Hún kynntist bæjarfélaginu og þremur fyrirtækjum bæjarins á…
Byggingarverktakafyrirtækið Verkland hefur hlotið sína fyrstu Svansvottun fyrir fjölbýlishús við Áshamar 42–48. Svansvottun tryggir að húsnæði sé heilnæmt.
Kvartmíluklúbburinn fagnaði 50 ára afmæli í gær. Hafnarfjarðarbær ritaði undir samstarfssamning á afmælishátíðinni og flytur Mótorhúsið til klúbbsins.
Iða Ósk Gunnarsdóttir vinnur að sinni fyrstu ljóðabók á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði í ár. Útlit bókarinnar tekur innblástur…
Íris Egilsdóttir vinnur að því að hanna og útfæra prjónað verk á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði í ár. Verkið,…