Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Bandalag kvenna í Hafnarfirði fagnaði 50 ára afmæli í október 2022. Í lok apríl færði hópurinn Hafnarfjarðarbæ fallegan bleikan bekk með áletrun sem staðsettur hefur verið við Bókasafn Hafnarfjarðar, rétt við fyrsta hjartað sem sett var upp í bænum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri vígði bekkinn og bauð í léttar veitingar í Bæjarbíó að vígslu lokinni.
Bandalag kvenna í Hafnarfirði fagnaði 50 ára afmæli í október 2022 og hafa síðan þá fagnað tímamótunum og árunum fimmtíu með margvíslegum hætti síðustu vikur og mánuði. Í lok apríl 2023 færði hópurinn Hafnarfjarðarbæ fallegan bleikan bekk með áletrun sem staðsettur hefur verið við Bókasafn Hafnarfjarðar, rétt við fyrsta hjartað sem sett var upp í bænum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri vígði bekkinn og bauð í léttar veitingar í Bæjarbíó að vígslu lokinni.
Félög innan Bandalags kvenna í Hafnarfirði í dag eru Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju og Fríkirkju, Systrafélag Víðistaðasóknar, Vorboðinn-Sjálfstæðiskonur, Harpa-Framsóknarkonur og Hrund-konur Iðnaðarmanna. Bandalagskonur eru með hjartað á réttum stað og hefur samtakamáttur þeirra verið þeim til mikils heiðurs og sóma.
Bandalag kvenna í Hafnarfirði hélt stofnfund þann 11. október 1972 og lauk honum með framhaldsstofnfundi 7. nóvember sama ár. Á þessum tíma voru konur orðnar meðvitaðri en áður um stöðu sína inn á heimilinu, á vinnumarkaði og í félagsstörfum. Þau tíu félög sem sendu fulltrúa á stofnfundinn áttu öll sinn bakgrunn og sum hver starfandi í bænum um áratugaskeið. Konurnar sem störfuðu innan félaganna voru vanar félagsstörfum og þekktu vel til fjáröflunar og líknarmála. Hafnfirskar konur bundust þarna öflugum samtökum sem áttu framtíðina og verkefnin fyrir höndum, fólkinu og bæjarfélaginu til styrktar og ánægju. Markmið bandalagsins taka mið af öflugu kvennastarfi til hjálpar einstaklingnum og hljóða m.a. svo: Efla skal samvinnu félaga og sameina á þann hátt krafta kvenfélaganna til þess að vinna að velferð heimila, stuðla að hollustuháttum, hagsýni, félagslegum þroska, alhliða menningu, jafnrétti kynjanna og öllum góðum málefnum.
Áður en Sigurveig Guðmundsdóttir hvarf frá formennsku árið 1977 kynnti hún hálsmen með merki heilagrar Barböru fyrir bandalagskonum og sagði frá því að Gunnar Hjaltason, gullsmiður og listmálari í bænum, væri búinn að hanna og smíða hálsmen með merki sem bæri mynd af dýrlingnum. Þarna var komin elsta konumynd sem fundist hefur í landi Hafnarfjarðar. Mynd af heilagri Barböru fannst meðal annarra hluta við rannsókn í Kapelluhrauni gengt álverinu í Straumsvík 21. maí 1950 og studdi fundurinn hin gömlu munnmæli að rústin væri aldagamalt bænahús. Heilög Barbara er verndari elds og málmbræðslumanna.
Heilbrigðismál Hafnfirðinga og annarra landsmanna hafa notið góðs af samtakamætti og vilja Bandalags kvenna í Hafnarfirði fyrir bættu mannlífi. Þannig hefur bandalagið safnað fyrir: Taugagreini fyrir Grensásdeild Borgarspítalans, sjúkrarúmum fyrir hjúkrunarheimilið Sólvangi, röntgentæki fyrir St. Jósefsspítala og sýnatökutæki vegna brjóstakrabbameins fyrir Landspítalann. Bandalag kvenna í Hafnarfirði safnaði fyrir tækjum á St. Jósefsspítala allt fram að þeim tíma er sá fyrir lokun spítalans. Það vakti athygli víða þegar bandalag kvenna í Hafnarfirði stóð fyrir undirskriftarsöfnun gegn lokun St. Jósefsspítala og til stuðnings óbreyttum rekstri spítalans haustið 1991. Konur gengu í öll hús í bænum og söfnuðu undirskriftum 10.322 Hafnfirðinga á einni helgi. Það má geta þess að árið 1990 voru íbúar í Hafnarfirði 15.151. Velferð og stuðningur við hjúkrunarheimilið á Sólvangi er eitt af verkefnum kvenfélagskvenna og er árlegur vöfflubakstur í byrjun nóvember meðal annars til vitnis um þá umhyggju. Bandalagið hefur staðið eitt og sér í fjáröflun fyrir heilsustofnanir innan bæjarins en átt í samstarfi við Kvenfélagasamband Íslands með verkefni á landsvísu.
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er…
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2024, sem haldin var í dag, var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og…
Sunnudaginn 15. desember voru veittar viðurkenningar á Thorsplani fyrir best skreyttu húsin í Hafnarfirði.
Hafnarfjarðarbær vekur athygli á því að flugeldarusl á ekki heima í sorptunnum heimila. En við erum heppin, því sérstakir gámar…
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…