Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær hefur gengið frá kaupum á nýju húsnæði fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar í verslunarmiðstöðinni Firði. Nútímavæða á 102 ára gamla bókasafn bæjarins og laga að breyttum kröfum og þörfum í samfélaginu.
Hafnarfjarðarbær hefur gengið frá kaupum á nýju húsnæði fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar í verslunarmiðstöðinni Firði. Nútímavæða á 102 ára gamla bókasafn bæjarins og laga að breyttum kröfum og þörfum í samfélaginu. Bókasafnið verður í anda nútímabókasafna; margmiðlunarsetur sem býður upp á fjölbreytta notkun, sköpun og samveru.
Húsnæðið er tæpir 1.700 fermetrar að stærð. Þar af eru um 550 fermetrar í nýbyggingu Fjarðar við Strandgötu 26-30 sem rís hratt þessa dagana. Breytingarnar og uppbyggingin við Fjörð eru mestu framkvæmdir sem átt hafa sér stað í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi.
„Við horfum til þess að bókasafnið okkar eflist verulega og verði mikið aðdráttarafl fyrir bæjarbúa á öllum aldri. Það verði samkomustaður fyrir okkur til að hittast, auðga og næra andann,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.
„Bókasöfn hafa víða um Evrópu verið að þróast í takt við nútímann með meiri áherslu á næðisrými, upplifun og samveru fjölskyldunnar. Einnig sjáum við fyrir okkur að aukin áhersla verði á fjölbreytta menningartengda viðburði. Við bíðum spennt eftir því að njóta bókasafnsins á nýjum stað í hjarta Hafnarfjarðar.“
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfesti samhljóða á fundi sínum 19. júní síðastliðinn kauptilboð bæjarins í húsnæðið og verður það undirritað við 220 Fjörð ehf. á nýjum stað safnsins, í Firðinum kl. 16:30 miðvikudaginn 28. ágúst.
Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri 220 Fjarðar, segir að nýja bókasafnið, sem verður nokkurs konar þekkingarsetur, muni án efa hafa mikla þýðingu fyrir nýjan og breyttan Fjörð.
„Við sjáum fyrir okkur að það muni hafa mikið aðdráttarafl. Nú er bókasafnið að fá um 125 þúsund gesti á ári. Við teljum ekki ósennilegt að gestafjöldinn þrefaldist. Þetta verður samfélagshús enda Fjörðurinn hinn miðbærinn á höfuðborgarsvæðinu.“
Byggingarverktakar eru GG verk og arkitektar ASK arkitektar. Eftirlit og byggingarstjórn verkefnisins er í höndum Strendings ehf. Kaupverð er um 1,1 milljarður króna.
Fjörðurinn breytist hratt þessa dagana. 220 Fjörður byggir þar 9.000 fermetra og því 21 þúsund fermetrar í heild sinni. Ásamt nýja húsnæði bókasafnsins rísa þar 18 hótelíbúðir, 31 lúxusíbúð, verslunarrými og 1200 fermetra bílastæðakjallari.
Sautjándi júní var frábær hér í Hafnarfirði. Fjölskyldur gátu skemmt sér fram á kvöld við fjölbreytta dagskrá. Þær létu ekki…
Vinna við nýja göngu- og hjólastíga vestan við Reykjavíkurveg frá Hraunbrún að sveitarfélagsmörkum við Garðabæ er að hefjast. Framkvæmdirnar standa…
Fjallkonan eina flutti ljóðið Fjörðurinn minn eftir Egil Þórðarson þegar hún steig á svið á Thorsplani fyrr í dag.
Margt var um manninn þegar hafnfirski Siglingaklúbburinn Þytur hélt upp á hálf-aldarafmæli félagsins í húsakynnum Þyts við höfnina í gær,…
12 ára og yngri mega vera úti til klukkan 22 á kvöldin. 13 til 16 ára mega vera úti til…
Víkingahátíð, listasýningar, spjall um list og lestur á pólsku. Helgin er troðfull af gullmolum.
Nýir ærslabelgir hafa bæst við hóp belgjanna hér í Hafnarfirði. Einn er í Ljónagryfjunni á Eyrarholti. Hinn á Hörðuvöllum. Já,…
Hamranesskóli verður tekinn í notkun í þremur áföngum og sá fyrsti eftir ár. Ístak varð hlutskarpast í útboði og gengið…
Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar opnar að Strandgötu 8-10 stundvíslega kl. 8 þann 18. júní. Opið hús verður milli kl. 13-17 á þjóðhátíðardaginn…
Verk samtímamannanna Eiríks Smith og Sveins Björnssonar verða í Hafnarborg í sumar. Sýningarnar eru settar upp þar sem listamennirnir fæddust…