Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Er stíflað eða vatnslaust? Hafðu samband hvenær sem er sólarhrings.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.
Fjöllistakonan Björk Jakobsdóttir hlaut í dag titilinn bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2019. Björk hefur í gegnum tíðina sinnt fjölbreyttum hlutverkum og starfað meðal annars sem leikkona, leikstjóri, framleiðandi, leikskáld og uppistandari.
Fjöllistakonan Björk Jakobsdóttir hlaut í dag titilinn bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2019. Björk hefur í gegnum tíðina sinnt fjölbreyttum hlutverkum og starfað meðal annars sem leikkona, leikstjóri, framleiðandi, leikskáld og uppistandari. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir, veitti viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í dag á síðasta degi vetrar. Athöfnin er liður í hátíðinni Björtum Dögum sem stendur yfir í Hafnarfirði til sunnudags.
Bæjarlistamaður ársins í ár hefur lagt mikið af mörkum til að efla menningarlífið í Hafnarfirði og unnið meðal annars með ungu fólki að verkefnum sem hafa vakið mikla athygli. „Hjartað slær í Hafnarfirði“ sagði Björk þegar hún tók hrærð og stolt við viðurkenningunni. Þakkaði hún Hafnfirðingum fyrir tilnefninguna og samferðafólki sína fyrir öll ævintýrin á tæplega 30 ára starfsævi og þá ekki síst þeim ungmennum sem í dag skipa, að hennar mati, unglingalandslið í sviðslistum. „Það eflir sjálfsmynd allra unglinga að eiga hóp af frábæru ungu listafólki sem leiðir leik og tónlistarsenu framtíðarinnar á Íslandi. Þessir krakkar eru líklegir til að taka forystu í félagsmálum og skapandi störfum. Þetta eru þeir krakkar sem vinna með skóla við að skemmta börnum og unglingum með því að skapa tónlist, myndbönd, skemmtiþætti og leikrit. Það er mikilvægt fyrir börn og unglinga að eiga sterkar og jákvæðar fyrirmyndir“ segir Björk stolt.
Björk hefur, allt frá útskrift úr leiklistarskóla Íslands árið 1993, starfað að leiklistarmálum á Íslandi með höfuðstöðvar í Hafnarfirði. Strax eftir útskrift stofnaði hún, ásamt fleirum, Hafnarfjarðarleikhúsið í gamla frystihúsinu á Norðurbakkanum. Þar var rekið öflugt leikhús sem sérhæfði sig í nýjum íslenskum verkum eins og Himnaríki eftir Árna Ibsen sem vakti mikla athygli á sínum tíma. Árin eftir 2005, eftir sýningar á metsölustykkinu Sellófon þar sem Björk fór yfir líf nútímakonunnar, vann hún mest erlendis við að leikstýra Sellófon í hinum ýmsu löndum Evrópu. Árið 2010 stofnaði Björk, ásamt fleirum, Gaflaraleikhúsið sem hefur nú aðsetur við Víkingastræti í Hafnarfirði. Þar hefur hún síðustu 10 árin stýrt fjölda nýrra íslenskra leikverka. Vinna hennar með ungmennum hefur vakið verðskuldaða athygli og gert það að verkum að unglingar landsins flykkjast nú í Gaflaraleikhúsið í þúsundatali. Björk hefur einnig verið vítamínsprautan í endurvakningu á blómlegu leiklistarlífi í Flensborgarskólanum samhliða því að bjóða unglingadeildum í grunnskólum Hafnarfjarðar upp á vandaða og öfluga kennslu í skapandi listum. Mamma Klikk eftir Gunnar Helgason í leikstjórn Bjarkar er væntanlegt til sýninga í haust í Gaflaraleikhúsinu en þegar hafa sýningar eins og Unglingurinn, Konubörn, Bakaraofninn, Stefán rís og Blakkát notið mikilla vinsælda.
„Það á vel við að leiða saman listina og vorið með því að tilkynna bæjarlistamann Hafnarfjarðar 2019 í dag á síðasta vetrardegi enda fylgir bjartsýni, gróska og kraftur bæði listinni og vorinu. Fyrir hönd Hafnfirðinga þakka ég Björk fyrir óeigingjarnt og frábært starf og vona að nafnbótin bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2019 sé hvatning til áframhaldandi góðra verka fyrir Hafnarfjörð og sérstaklega unga fólkið okkar. Það er hverju bæjarfélagi mikilvægt að eiga fólk eins og Björk, einstaklinga sem með óeigingjörnu starfi og af ástríðu leggja sitt af mörkum til að menningarlífið megi blómstra og vökva vaxtarsprotana og stuðla þar með að betra samfélagi og bjartari framtíð“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í ræðu sinni við afhendingu á viðurkenningunni. Við val á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar er kallað eftir tilnefningum bæjarbúa og árlega berst fjöldi tilnefninga sem sýnir glöggt þann kraft og þá grósku sem ríkir í hafnfirsku samfélagi.
Þeir sem hlotið hafa nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í gegnum árin eru:
Söfnin í Hafnarfirði og Ásvallalaug taka virkan þátt í Vetrarhátíð í Hafnarfirði með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá fyrir alla aldurshópa.…
Mikilvægt skref var stigið um síðustu helgi á Haukamótinu í Hafnarfirði. Þar mætti að sjálfsögðu Special Olympics hópur körfuboltadeildar Hauka…
Álagningarseðlar fasteignagjalda 2023 eru nú aðgengilegir á Mínum síðum og á island.is. Álagning fasteignagjalda er reiknuð út frá fasteignamati húss…
Hafnarfjarðarbær innleiddi nýlega mannauðs- og launakerfið Kjarna og tók Hildur í sínu nýju starfi meðal annars við því kefli að…
Hafnarfjarðarbær kynnti nýlega tímamótaskref í eflingu og þróun á leikskólastarfi sveitarfélagsins með ákvörðun um aukinn sveigjanleika og aukið samræmi milli…
Á mínu sviði starfa mun fleiri karlar en konur en mér finnst hér ríkja jafnræði þegar horft er til launa,…
Listráð Hafnarborgar hefur valið Landslag fyrir útvalda, í sýningarstjórn Evu Línar Vilhjálmsdóttur og Oddu Júlíu Snorradóttur, sem haustsýningu ársins 2023. Þessi sýning verður sú…
Sundlaugarnar í Hafnarfirði opna kl. 15 í dag eftir lokun í rétt tæpa tvo sólarhringa. Opið verður í takti við…
Þrátt fyrir að lítill snjór sé í fjöllunum eins og er er búið að opna í Bláfjöllum. Nýja stólalyftan, Drottningin,…
Allt kapp hefur verið lagt á að ná áætlun í sorphirðu innan sveitarfélagsins. Íbúar eru hvattir til að moka og…