Ert þú ungmenni sem vilt vinna að eigin sköpun sumarið 2024?

Fréttir

Í sumar býðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-25 ára (fæddir 1999-2006) að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Einstaklingar og hópar fá tækifæri til að vinna að og sinna skapandi verkefnum og kynna þau fyrir bæjarbúum og gestum yfir sumartímann. Skapandi sumarstörfum er ætlað sem stökkpallur fyrir ungt hafnfirskt listafólk til að þróa sig áfram og þjálfa sig í að koma listsköpun sinni á framfæri.

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2024

Í sumar býðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-25 ára (fæddir 1999-2006) að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Einstaklingar og hópar fá tækifæri til að vinna að og sinna skapandi verkefnum og kynna þau fyrir bæjarbúum og gestum yfir sumartímann. Skapandi sumarstörf, sem rekin eru sem hluti af Vinnuskóla Hafnarfjarðar í samstarfi við ungmennahúsið Hamarinn, er ætlað sem stökkpallur fyrir ungt hafnfirskt listafólk til að þróa sig áfram og þjálfa sig í að koma listsköpun sinni á framfæri. Skapandi sumarstörf hafa slegið í gegn síðustu sumar og aðsóknin verði mikil.

Tekið er tillit til raunhæfni, fjölbreytni og frumleika verkefna

Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18-25 ára. Við val á verkefnum verður meðal annars tekið tillit til raunhæfni og frumleika verkefnisins, fjárhagsáætlunar, fjölbreytni verkefna, kynjahlutfalli umsækjenda og gæði umsókna. Heildartímafjöldi eru 208 tímar og gert ráð fyrir að verkefnið sé unnið í 8 vikur á tímabilinu júní – júlí. Gerður verður samningur um fyrirkomulag verkefnis við þá sem fyrir valinu verða. Hægt er að fá aðstoð við skrif umsóknar hjá Margréti Gauju, verkefnastýru Hamarsins, alla virka daga frá 9-16 í gegnum netfangið: mgm@hafnarfjordur.is og símanúmer 664-5551. Klara Ósk Elíasdóttir verkefnastýra Skapandi sumarstarfa er með netfangið: klaraosk@hafnarfjordur.is

Nánari upplýsingar og umsóknarform

Ábendingagátt