Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Ríflegur afgangur af rekstri Hafnarfjarðarbæjar og álagningarhlutföll fasteignagjalda lækka. Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar, sem samþykkt var í bæjarstjórn í gær, gerir ráð fyrir 1.725 milljóna króna afgangi á A- og B-hluta sveitarfélagsins á næsta ári.
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar, sem samþykkt var í bæjarstjórn í gær, gerir ráð fyrir 1.725 milljóna króna afgangi á A- og B-hluta sveitarfélagsins á næsta ári. Rekstur A-hluta verður jákvæður um 861 milljón króna á árinu 2024 samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 5,4% af heildartekjum eða 2.619 milljónir króna.
Fjárhagsleg staða Hafnarfjarðarbæjar er góð og er áætlað að skuldaviðmið sveitarfélagsins haldi áfram að lækka og verði komið niður í um 86% í árslok 2024, sem er vel undir 150% skuldaviðmiði samkvæmt reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Útsvarsprósenta verður óbreytt og álagningarprósenta fasteignaskatts á íbúða- og atvinnuhúsnæði lækkuð úr 0,223% í 0,217% til þess að koma til móts við hækkun fasteignamats. Þá verður álagningarprósenta fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði lækkuð úr 1,400% í 1,387%. ,,Áfram er lögð áhersla á að rekstur Hafnarfjarðarbæjar sé agaður og virðing borin fyrir fjármunum skattgreiðenda. Góður rekstur undanfarin ár hjálpar til nú þegar efnahagsaðstæður í þjóðfélaginu eru krefjandi,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. ,,Við gerum ráð fyrir ríflegum afgangi af rekstrinum og viljum sjá skuldahlutföll bæjarins halda áfram að lækka. Í því skyni er mikilvægt að halda lántökum í lágmarki. Á sama tíma er lögð áhersla á að efla enn frekar þjónustu við bæjarbúa og mikilli innviðauppbyggingu haldið áfram.“
Hafnarfjörður er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með áætluð heildarútgjöld sem nema um 43,0 milljörðum króna og áætlaðan launakostnað upp á 24,7 milljarða króna. Útkomuspá þessa árs gerir ráð fyrir 680 milljón króna afgangi árið 2023.
Fjárheimild til framkvæmda fyrir árið 2024 er um 8,5 milljarðar króna. Í nýrri fjárhagsáætlun er lögð áhersla á forgangsröðun í þágu grunnþjónustu, svo sem umhverfismála, samgangna, íþróttaaðstöðu, húsnæðis og fráveitumála.
Þá er áfram unnið að undirbúningi ýmissa stórra verkefna á vegum bæjarins, svo sem þróun miðbæjar og Flensborgarhafnar, fyrirhuguðum flutningi Tækniskólans á hafnarsvæðið, þróun Krýsuvíkursvæðisins og mögulega auknum hafnarumsvifum í Straumsvík í tengslum við Coda Terminal verkefnið. Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar var lögð fram til seinni umræðu og samþykkt á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar mánudaginn 4. desember 2023. Fjárhagsáætlunin nær til næsta árs auk þriggja ára áætlunar fyrir árin 2025-2027.
Greinargerð með fjárhagsáætlun 2024
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar 2024 og 2025-2027
Gera má ráð fyrir að áfram verði tafir á sorphirðu þessa vikuna. Fundað var með forsvarsmönnum Terra nú síðast í…
Við íbúar Hafnarfjarðar fáum tækifæri til að hafa áhrif á uppfærða umhverfis- og auðlindastefnu. Hægt er að koma með hugmyndir…
Skipaður hefur verið starfshópur sem finna á nýjum golvelli stað í landi Hafnarfjarðar. Samráð verður haft við hagsmunaaðila.
„Þótt námskeiðið sé fyrir ung börn er þetta svo mikið gert fyrir foreldra,“ segir María Gunnarsdóttir, sem heldur tónlistarnámskeið fyrir…
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…