Fjölmargir heilsueflandi viðburðir í Hafnarfirði

Fréttir

Heilsubærinn Hafnarfjörður kom að mörgum verkefnum og viðburðum á árinu 2023 til að efla heilsu og vellíðan í sveitarfélaginu. Ársskýrsla Heilsubæjarins er komin út.

Heilsan í fyrirrúmi í Hafnarfirði!

Vel heppnaðir Hamingjudagar í haust voru meðal þeirra fjölda verkefna og viðburða sem Heilsubærinn Hafnarfjörður tók þátt í á árinu 2023. Hamingjudagarnir samanstóðu af heilli viku af vinsælum hamingjutengdum verkefnum sem samstarfsaðilar í bænum stóðu að. Sjötta ársskýrsla Heilsubæjarins er komin út. Þar er því fagnað að erfiðum Covid-árum sé lokið.

Ratleikur, Janusar hreyfing fyrir eldri borgara, flotjóga og kynfræðsla voru meðal verkefnanna. Tvær vinnustofur sem haldnar voru í Hafnarborg voru meðal annarra verkefna sem stóðu upp úr á árinu 2023. Fulltrúar grunnskólanna í Hafnarfirði hittust á þeirri fyrri um vorið og ljóst að grunnskólarnir eru á góðri siglingu. Allir grunnskólarnir eru orðnir heilsueflandi á einn eða annan hátt. Seinni vinnustofan var um haustið. Þá hittust fulltrúar leikskólanna og ræddu tækifæri þeirra. Um sjö leikskólar kynntu heilsueflandi verkefni og snerust þau flest um útveru og hreyfingu barnanna.

Stöðugt er verið að skoða og meta verkefni sem tengjast markmiðum heilsubæjarins og hvernig hægt er að þróa og efla heilsueflandi samfélag í Hafnarfirði.

Í samvinnu við landlækni

Heilsueflandi samfélögum í landinu fjölgar jafnt og þétt og eru vel yfir 90% íbúa landsins búsettir í heilsueflandi sveitarfélögum. Verkefnið er í samvinnu við Landlæknisembættið sem kynnti á árinu mælikvarða, lýðheilsuvísa, sem eru til þess fallnir að veita yfirsýn yfir lýðheilsu eftir umdæmum. Þessa vísa má finna á síðum Hafnarfjarðarbæjarbæjar: Lýðheilsuvísar 2023 niðurstöður fyrir Hafnarfjörð | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Heilsubærinn vinnur með heilsueflandi vinnustað en um 2500 starfa hjá bænum á sextíu starfsstöðvum. Nú eru 45 af þessum 60 stöðum Hafnarfjarðarbæjar heilsueflandi og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt. Innleiðingin stendur yfir fram á sumar. (tengill)

Nú teljast allir grunnskólarnir, tónlistarskólinn, sundlaugarnar og tónlistarskólinn heilsueflandi á einn eða annan hátt. Þá hafa  14 heimili, dagdvöl eða vinnustaðir fyrir fatlað fólk hafið eða lokið innleiðingarferli, svo dæmi séu tekin.

Meginmarkmið heilsubæjarins Hafnarfjarðar sem eru að auka vellíðan, hreyfingu, mataræði og útiveru í upplandinu og er unnið í anda þeirra. Þessi markmið eru enn drifkraftur verkefni stýrihópsins og endurspegla verkefnavalið.


Meginmarkmið Heilsustefnu Hafnarfjarðar:
  • Efla vellíðan íbúa
  • Efla opin svæði og göngu- og hjólastíga
  • Jafna aðgengi og hvetja íbúa til að neyta hollrar fæðu

Árið 2024 enn öflugra

Já, árið 2023 var mjög gott heilsueflingarár í Hafnarfirði. Verkin voru fjölmörg og mörg þeirra ný af nálinni. Gott ár að baki og frábær grunnur til að geta haldið áfram með það sem gekk vel.

Framkvæmdaáætlun þessa árs er metnaðarfull. Fjöldi verkefni og umfang hefur ekki verið meira. Við munum því rækta okkur og auka heilsueflingu í Hafnarfirði árið 2024.

Helstu verkefni á árinu 2023:
  • Ratleikur yfir sumartímann í upplandinu
  • Hamingjudagar að hausti
  • Janusar verkefni, heilsuefling fyrir eldri borgara Hafnarfjarðar
  • Tvö fræðslukvöld í Bæjarbíó, kynfræðsla og gildi öndunar
  • Hvatningar á fréttaveitum til íbúa um að hlúa að eigin heilsu
  • Flotjóga í Suðurbæjarlaug
  • Hollustu- og hreyfiátak í félagsmiðstöðvum
  • Samið við kynfræðing um innleiðingu kynja- og kynfræðslu
  • Saft-fræðsla fyrir 6. bekkinga
  • Fræðsla Vopnabúrsins fyrir 7. og 9. bekkinga
  • Fræðsla Sorgarmiðstöðvar á aðventu
  • Heilsu- og menningargöngur yfir sumartímann
  • Flot á Hvaleyrarvatni
  • Göngustígar, skipulag og framtíðarsýn
  • Endurskinsmerki f. yngstu árganga grunnskóla og eldri bæjarbúa
  • Útiborðtennisborð
  • Aðgengi frítt að göngu-Wappinu
  • Hollustu- og hreyfiátak í félagsmiðstöðvum
Ábendingagátt