Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fjórflokkun heimilissorps í Hafnarfirði hefur gengið vonum framar og íbúar staðið sig mjög vel í að tileinka sér nýtt kerfi og flokka matarleifar frá öðrum úrgangi. Söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi er stærsta og mikilvægasta breytingin með fjórflokkun sorps. Í júlí var safnað tæplega 62 tonnum af matarleifum í Hafnarfirði og jókst magnið um tæplega 47% í september þegar um 90.5 tonn söfnuðust.
Fjórflokkun heimilissorps í Hafnarfirði hefur gengið vonum framar og íbúar staðið sig mjög vel í að tileinka sér nýtt kerfi og flokka matarleifar frá öðrum úrgangi. Söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi er stærsta og mikilvægasta breytingin með fjórflokkun sorps. Í júlí, sem var fyrsti skráningarmánuðurinn í nýju sorpflokkunarkerfi, var safnað tæplega 62 tonnum af matarleifum og jókst magnið um tæplega 47% í september þegar um 90.5 tonn söfnuðust. Árangurinn hefur gengið framar vonum og ber að þakka íbúum Hafnarfjarðar að hafa tekið strax vel í nýja sorpflokkun. Aðskilnaður matarleifa frá almennu sorpi þýðir lækkað kolefnisspor og með því er hægt að minnka magn úrgangs til urðunar. Ánægjulegt er að sjá að hlutfall blandaðs úrgangs dregst samhliða saman eða um tæplega 36 tonn frá júlí út september. Þeim mun minna sem urðað er þeim mun meira er hægt að endurvinna eða endurnýta og viðhalda hringrásarhagkerfinu. Plasti var áður safnað með blönduðum úrgangi en er nú safnað sér og mikilvægt að koma því í viðeigandi endurvinnsluferli. Að meðaltali hafa 25 tonn af plasti safnast hvern mánuð þriðja ársfjórðungs. Pappírssöfnun er á pari við söfnun áður en fjórflokkun heimilissorps hófst í júlí en um 57 tonn safnast að meðaltali mánaðarlega. Sveitarfélagið fær úrvinnslugjöld frá Úrvinnslusjóði fyrir söfnun plasts og pappírs og því mikið kappsmál að tryggja og auka alla flokkun.
Í sumar var um 6500 sorpílátum dreift og þau afhent til eignar til um 10.500 hafnfirskra heimila ásamt plastkörfum og bréfpokabúntum. Samhliða voru eldri sorpílát endurmerkt til að stuðla að lögbundinni fjórflokkun heimilissorps, en söfnun matarleifa, blandaðs úrgangs, plastumbúða og plast og pappa ber að fara fram við hvert heimili lögum samkvæmt. Mikil sóun verðmæta verður þegar úrgangur er ekki flokkaður því þá er endurnýting eða endurvinnsla ekki möguleg. Endurvinnsla felur í sér að úrgangshráefni er notað í sama eða svipuðum tilgangi og upphaflega, til dæmis er áldós endurunnin í nýja áldós eða pappír í skrifblokkir. Endurnýting er þegar úrgangshráefni kemur í stað annars hráefnis, til dæmis matarleifum umbreytt í moltu og metan eða blandaður úrgangur brenndur til orkuframleiðslu. Markmiðið er að urða sem minnst og koma heimilissorpi aftur út í hringrásarhagkerfið.
Úrvinnslugjald er framlengd framleiðendaábyrgð sem lagt er á ákveðnar vörur, til dæmis allar umbúðir úr plasti og pappír, við framleiðslu eða innflutning þeirra. Gjaldið á að standa undir kostnaði við söfnun og aðra meðhöndlun þessara vara eftir að þær verða að úrgangi og hvetur því til flokkunar og skila á þeim úrgangi. Sveitarfélög fá úthlutað úr Úrvinnslusjóði eftir hlutfalli safnaðs sorps sem ber úrvinnslugjald, þ.e. plastumbúðir og pappír og pappi og fer gjaldið í áframhaldandi rekstur sorphirðu í sveitarfélaginu fyrir ibúa þess. Íbúar kaupa vörur og safna í sorpílát eða koma á grenndar- eða endurvinnslustöðvar eftir neyslu eða notkun. Fasteignaeigendur greiða sorphirðu- og sorpeyðingargjald fyrir losun heimilissorps og rekstur grenndarstöðva sem Terra umhverfisþjónusta, sorpþjónustuaðili Hafnarfjarðarbæjar, þjónustar og kemur úrgangi á móttöku- og flokkunarstöðvar Sorpu. Sorpa er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og er rekin án hagnaðarsjónarmiða með umhverfi, samfélag og hagkvæmni að leiðarljósi og hefur mikilvægu hlutverki að gegna í hringrásarhagkerfinu. Fjármagn sem skilar sér í gegnum endurvinnslu og endurnýtingu fer beint inn í rekstur Sorpu fyrir starfsemina og nýja tækni.
Innleiðing vegna breytinga á innheimtu sveitarfélaga fyrir úrgangsmeðhöndlun er hafin hjá Hafnarfjarðarbæ. Með breytingum á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs skal innheimta fyrir meðhöndlun úrgangs vera sem næst raunkostnaði niður á hvern aðila, þar sem hver og einn borgar fyrir það sem hann hendir miðað við fjölda íláta á staðfangi, Borgað þegar hent er. Breyta þarf gjaldskrá og innheimtukerfi þar sem gerð er krafa um að fast gjald takmarkist við 50% til ársins 2025 og 25% eftir það. Verkefnið er unnið með styrk frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirkomulagið verður kynnt nánar á miðlum Hafnarfjarðarbæjar á næstu mánuðum.
Nánari upplýsingar um fjórflokkunina almennt
Sértækar upplýsingar um framkvæmd og fyrirkomulag í Hafnarfirði
Kaupa nýtt ílát
Sala er hafin á öllum gerðum 240L sorpíláta | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.