Styrkir bæjarráðs – fyrri úthlutun 2022 Posted janúar 26, 2022 by avista Bæjarráð veitir ár hvert félagasamtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröð sveitarfélagsins. Úthlutun styrkja fer fram tvisvar á ári og nú er komið að fyrri úthlutun ársins í ár. Umsóknarfrestur er til 18. mars 2022. Umsækjendur […]
Áhrif breyttra reglna um sóttkví á skólastarf Posted janúar 26, 2022 by avista Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingar á reglum um sóttkví og smitgát sem tóku gildi frá og með miðnætti. Breytingarnar hafa ekki áhrif á reglugerð nr. 6/2022 um takmörkun á skólastarfi sem gildir áfram, til og með miðvikudagsins 2. febrúar nk. Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins Nú gilda eftirfarandi reglur um sóttkví og smitgát í tengslum við […]
COVID-19: Slakað á reglum um sóttkví Posted janúar 25, 2022 by avista Einstaklingum sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis eða dvalarstaðar síns verður ekki lengur skylt að fara í sóttkví en þurfa þess í stað að viðhafa smitgát. Sóttkví verður áfram beitt gagnvart þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti innan heimilis eða dvalarstaðar en þríbólusettir sem útsettir eru á heimili geta verið í smitgát […]
Fasteignagjöld 2022 – álagningarseðlar aðgengilegir Posted janúar 24, 2022 by avista Álagningarseðlar fasteignagjalda 2022 eru nú aðgengilegir á Mínum síðum og á island.is. Á seðlunum koma fram fjárhæðir fasteignaskatts, lóðarleigu, vatns-, fráveitu- og sorphirðugjalds. Einnig kemur fram fasteignamat og upplýsingar um eigendur og greiðendur gjaldanna. Tíu gjalddagar yfir árið – eindagi 30 dögum eftir gjalddaga Gjalddagar fasteignagjalda í Hafnarfirði árið 2022 eru tíu. Fyrsti gjalddaginn er […]
Niðurfelling gjalda vegna sóttkvíar/einangrunar barna Posted janúar 21, 2022 by avista Niðurfelling gjalda vegna sóttkvíar/einangrunar barna í leikskólum og á frístundaheimilum Síðustu daga og vikur hefur Covid haft mikil áhrif á skólasamfélagið í Hafnarfirði líkt og í öðrum sveitarfélögum. Á tímum sem þessum eiga foreldrar og forsjáraðilar rétt á niðurfellingu gjalda vegna sóttkvíar og einangrunar barna sinna. Hafnarfjarðarbær og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar vill nota tækifærið og þakka […]
Hvatningarverðlaun MsH – tilnefningar óskast Posted janúar 21, 2022 by avista Sjötta árið í röð veitir Markaðsstofa Hafnarfjarðar hvatningarverðlaun til fyrirtækis sem hefur lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Jafnframt eru veittar viðurkenningar til fyrirtækja, félaga eða einstaklinga sem hafa með starfsemi sinni eflt atvinnulíf og bæjaranda í bænum. Verðlaunin og viðurkenningarnar eru þakklætisvottur markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að […]
Skráning í Lífshlaupið er hafin Posted janúar 21, 2022 by avista Lífshlaupið 2022 – landskeppni í hreyfingu – hefst þann 2. febrúar. Skráning hófst miðvikudaginn 19. janúar. Ætlar þú ekki örugglega að vera með í ár? Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort […]
Fræðandi, hvetjandi og styðjandi samfélag Posted janúar 20, 2022 by avista Ásdís Auðunsdóttir, Inga Fríða Tryggvadóttir og Unnur Elfa Guðmundsdóttir eiga það sameiginlegt að vera allar metnaðarfullir stjórnendur og faglegir leiðtogar hjá Hafnarfjarðarbæ. Áhugi, reynsla, sýn og persónuleiki marka stjórnunarstíl þeirra og áherslur, í starfi þar sem mannauðurinn er mikilvægasta auðlindin. Viðtal við Ásdísi, Ingu Fríðu og Unni Elfu birtist í Fréttablaðinu 20. janúar 2022 „Til […]
Samningur um knatthús á Ásvöllum og eftirgjöf lóðar Posted janúar 19, 2022 by avista Framundan er spennandi uppbygging í grónu hverfi við Íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum Hafnarfjarðarbær og Knattspyrnufélagið Haukar undirrituðu á dögunum framkvæmdasamning um byggingu knatthúss á Ásvöllum. Samhliða afhenti félagið óbyggða lóð til Hafnarfjarðarbæjar undir uppbyggingu á 100-110 íbúðum. Nánar tiltekið lóðina Ásvelli 3 sem varð til úr lóðinni Ásvellir 1 og er þegar skilgreind í samþykktu […]
Sýnataka í smitgát afnumin og útivera í einangrun heimiluð Posted janúar 19, 2022 by avista COVID-19: Krafa um sýnatöku í tengslum við smitgát afnumin og útivera í einangrun heimiluð Einstaklingum sem sæta smitgát í kjölfar smitrakningar verður ekki lengur skylt að fara í hraðpróf við upphaf og lok smitgátar frá og með morgundeginum en þurfa að fara gætilega í 7 daga og í PCR próf ef einkenni koma fram. Heilbrigðisráðherra […]