Category: Fréttir

Uglur og uppskeruhátíð í Hvaleyrarskóla

Desembermánuður var vel nýttur í grunnskólum bæjarins bæði í að undirbúa og fagna komu jólanna og til undirbúnings fyrir framtíðina líkt og alla aðra daga ársins. Lestarátak var t.d. hjá nemendum yngstu deildar Hvaleyrarskóla þar sem þemað var uglur. Sérstaklega skemmtilegt og fallega myndrænt verkefni sem vakti mikla ánægju.  Afraksturinn – hér má sjá eina […]

Málörvunar- og jóladagatal Álfabergs

Starfsfólk og nemendur á Baggalá á leikskólanum Álfabergi opnuðu þann 1. desember sl. fyrsta pakkann á málörvunar- og jóladagatali deildarinnar. Í desember er áhersla lögð á leikföng og liti í orðaforða barnanna og var ákveðið að nota tækifærið og tengja jóladagatalið og hið gullfallega tré þess beint við það. Hugmyndasmiðurinn og fagurkerinn á bak við […]

COVID-19 hraðpróf í boði í Hafnarfirði

Frá og með morgundeginum, föstudeginum 17. desember, verður hægt að fara í hraðpróf vegna COVID-19 í Hafnarfirði. Í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ hefur TestCovid.is, sem er hluti af Öryggismiðstöðinni, sett upp hraðprófunarstöð að Reykjavíkurvegi 76. Hraðprófunarstöðin verður í stærra lagi og kemur til með að anna allt að 1000 prófum á dag. Opið verður alla daga […]

Gítarsveit tónlistarskólans tók þátt í jólatónleikum Sinfó

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands fóru fram í Eldborgarsal Hörpu um nýliðna helgi. Gítarsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar voru meðal þátttakenda í ár en boð um þátttöku í þessum glæsilegum tónleikum þykir mikill heiður enda kröfur um gæði og góða hæfileika miklar. Gítarsveitin hefur staðið í ströngu við æfingar síðustu daga, vikur og mánuði en hópurinn æfði í fyrsta […]

Stefnumót við jólabækurnar

Lestur er lífsins leikur  Öllum bekkjum Hvaleyrarskóla er boðið að mæta á bókasafn skólans til að fá kynningu á nýjustu bókunum. Hafa umsjónarkennarar verið duglegir að bóka tíma og nemendur notið þess að fá kynningu á bókunum og í kjölfarið skoðað þær og skráð á óskalista séu þetta bækur sem þeim langar í í jólagjöf. […]

Hjartasvellið opnar um helgina!

Komdu og dragðu djúpt andann á skautum í hjarta Hafnarfjarðar! Frá og með laugardeginum 11. desember og fram í janúar mun Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Bæjarbíó hafa opið 200 fermetra skautasvell á bílastæðinu beint fyrir aftan Bæjarbíó. Svellið, sem fengið hefur nafnið Hjartasvellið, er frábær viðbót við jólabæinn Hafnarfjörð og mun svellið tengja enn betur […]

Áhugaverð saga í gömlum húsum – jólin í byggðasafninu

Jólin í Byggðasafni Hafnarfjarðar Þeir sem ætla að leggja leið sína í Hellisgerði fyrir jólin og skoða dásamlegar skreytingar ættu að koma við í Byggðasafni Hafnarfjarðar. Þar er ekki síður skreytt og innandyra áhugaverðar sýningar fyrir allan aldur. Björn Pétursson bæjarminjavörður segir að fallegar jólaskreytingar séu komnar utan á húsið. Sérstök jólaútstilling er á Beggubúð, […]

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar samþykkt

  Uppbygging nýrra hverfa mun leiða til verulegra fjölgunar íbúa á næstu árum Markviss viðbrögð við heimsfaraldri veita svigrúm til þess að snúa vörn í sókn Áhersla lögð á að verja hagsmuni íbúa án þess að skuldsetja bæjarfélagið   Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar var lögð fram til seinni umræðu og samþykkt á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær […]

Jólahjarta Hafnarfjarðar í Bæjarbíó á aðventunni

Bæjarbíó og Mathiesen stofan skipa mikilvægan sess í hjörtum bæjarbúa og vina Hafnarfjarðar sem þangað sækja viðburði og upplyftingu á aðventunni. Ýmsir dagskrárliðir eru í boði sem fastagestir geta stólað á, ár eftir ár, en einnig er bryddað upp á nýjungum eins og rekstraraðilunum einum er lagið. Í ár töfrar Bæjarbíó fram tónlistarhátíðina Jólahjarta Hafnarfjarðar […]

COVID-19: Óbreyttar ráðstafanir næstu tvær vikur

COVID-19: Óbreyttar sóttvarnaráðstafanir næstu tvær vikur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreytta gildandi reglugerð um samkomutakmarkanir. Almennar fjöldatakmarkanir verða því áfram 50 manns en með möguleika á hraðprófsviðburðum, áfram gilda 1 metra nálægðarmörk, reglur um grímunotkun o.s.frv. Þessi ákvörðun er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem telur nauðsynlegt að viðhalda óbreyttum takmörkunum […]