Category: Fréttir

Hausthopp við Hraunvallaskóla

Hausthopp á nýjum belg á lóð Hraunvallaskóla Nýr ærslabelgur og sá fjórði í Hafnarfirði hefur nú risið á lóð Hraunvallaskóla og geta nemendur við skólann og kátir krakkar á Völlunum og vonandi víðar notið þess að hoppa á belgnum á meðan veður leyfir.    Það voru kátir krakkar sem nutu sín og sýndu flotta takta […]

Fyrsti deilibíll kominn til Hafnarfjarðar

Deilibíllinn er staðsettur í miðbæ Hafnarfjarðar Fyrsti Zipcar deilibíllinn er kominn til Hafnarfjarðar og er þegar orðinn aðgengilegur áhugasömum íbúum og starfsfólki fyrirtækja í Hafnarfirði. Deilibíllinn stendur á merktu stæði á horni Fjarðargötu og Linnetsstígs í miðbænum og virkar þjónustan þannig að íbúar bóka bílinn, sækja hann og skila aftur á sama stað í sama […]

Bókaviti settur upp í Hellisgerði

Skiptibókamarkaður sem er opinn allan sólarhringinn. Gríptu bók og gefðu aðra í staðinn Í upphafi sumars viðraði Heilsubærinn Hafnarfjörður þá hugmynd við samtökin á bak við Karlar í skúrum að sjá um smíði á bókavita sem nýtast myndi sem skiptibókamarkaður allt árið um kring. Karlarnir í skúrnum notuðu sumarið 2021 til að hanna, smíða og […]

Forvarnardagurinn er í dag – andleg líðan ungmenna

Í ár er sjónum sérstaklega beint að andlegri líðan ungmenna Í dag, miðvikudaginn 6. október 2021, er Forvarnardagurinn haldinn í flestum grunn- og framhaldsskólum landsins, en hann er haldinn á hverju hausti og sjónum þá sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekkjum grunnskóla og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Allar félagsmiðstöðvar í grunnskólum Hafnarfjarðar verða […]

COVID-19: Takmarkanir innanlands framlengdar til 20. október

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir innanlands vegna faraldurs Covid-19. Reglugerð heilbrigðisráðherra þess efnis hefur verið send Stjórnartíðindum til birtingar og gildir hún til og með 20. október næstkomandi. Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins  Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er þróun faraldursins rakin frá því að öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum hér […]

Kjörsókn í Hafnarfirði

Á kjörskrá í Hafnarfirði í alþingiskosningunum sem fram fóru laugardaginn 25. september sl. voru 20.451.  Alls kusu 16.107, þar af 12.413 á kjörstað og 3.694 utan kjörfundar.  Kjörsókn var 78,76%.

Víðavangshlaup Hafnarfjarðar 2021 – takk fyrir komuna!

Þúsund þakkir fyrir þátttökuna!  Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fór fram í miðbænum sunnudaginn 3. október en með þessu frábæra hlaupi sló heilsubærinn Hafnarfjörður botninn í Íþróttaviku Evrópu 2021. Margir efnilegir hlauparar voru að stíga sín fyrstu skref í hlaupinu en keppendur voru um hundrað talsins og fjölmennast var í yngstu aldursflokkunum. Kynning á kúluvarpi og langstökki Frjálsíþróttadeild […]

Styrkir bæjarráðs – seinni úthlutun 2021

Bæjarráð veitir ár hvert félagasamtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröð sveitarfélagsins. Úthlutun styrkja fer fram tvisvar á ári og nú er komið að seinni úthlutun ársins í ár. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2021. Umsækjendur […]

Átt þú rétt á viðbótarafslætti?

Nú í upphafi skólaárs er nauðsynlegt að endurnýja umsóknir um viðbótarafslátt af leikskólagjöldum og viðbótarniðurgreiðslur til dagforeldra og verða allar eldri umsóknir sem bárust fyrir 1. júlí felldar úr gildi frá 1. nóvember n.k. Til að öðlast viðbótarafslátt eða viðbótarniðurgreiðslu þarf umsókn að berast í gegnum MÍNAR SÍÐUR Viðbótarafsláttur af leikskólagjöldum og viðbótarniðurgreiðsla til dagforeldra   Bæjarstjórn […]

Gul veðurviðvörun í dag frá kl. 13:00

Gul veðurviðvörun er í gildi í dag þriðjudaginn 28. september frá kl. 13:00 – 23:59.Nánar á Veðurstofu Íslands  Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum í eða úr skóla eða frístundastarfi. Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofankoma fylgir veðrinu aukast líkur […]