Átt þú rétt á viðbótarafslætti? Posted september 28, 2021 by avista Nú í upphafi skólaárs er nauðsynlegt að endurnýja umsóknir um viðbótarafslátt af leikskólagjöldum og viðbótarniðurgreiðslur til dagforeldra og verða allar eldri umsóknir sem bárust fyrir 1. júlí felldar úr gildi frá 1. nóvember n.k. Til að öðlast viðbótarafslátt eða viðbótarniðurgreiðslu þarf umsókn að berast í gegnum MÍNAR SÍÐUR Viðbótarafsláttur af leikskólagjöldum og viðbótarniðurgreiðsla til dagforeldra Bæjarstjórn […]
Snyrtileikinn heiðraður – Krýsuvíkurkirkja fær heiðursverðlaunin 2021 Posted september 24, 2021 by avista Fjöldi viðurkenninga fyrir snyrtileika var veittur við hátíðlega athöfn í Hafnarfirði í gær. Heiðursverðlaun hlaut Krýsuvíkurkirkja sem endursmíðuð var í upprunalegri mynd og komið fyrir á sínum stað í október 2020. Tvö fyrirtæki á hafnarsvæðinu, Hafrannsóknarstofnun og arkitektastofan Batteríið, fengu viðurkenningu fyrir snyrtileika auk þess sem Lóuás í Áslandinu var valin stjörnugata ársins. Eigendur níu […]
Samgöngur á kjörstað Posted september 24, 2021 by avista Almenningssamgöngur eru ágætar á báða kjörstaði fyrir alþingiskosningarnar laugardaginn 25. september 2021. Vert er að benda á að leiðir 1 og 19 eru góður kostur fyrir þá sem vilja nýta sér almenningssamgöngur Strætó. Báðar leiðir stoppa við Hraunbrún, sem er nálægt kjörstað í Víðistaðaskóla. Leið 19 keyrir fram hjá Lækjarskóla og nálægasta stopp er Hlíðarberg/Staðarberg. […]
Íþróttavika Evrópu 2021 hófst í gær – tökum virkan þátt! Posted september 23, 2021 by avista Hafnarfjörður tekur virkan þátt með opnum húsum og æfingum Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin dagana 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Vikan hefur það að markmiði að kynna íþróttir og almenna hreyfingu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða […]
Appelsínugul veðurviðvörun frá kl. 13:30 – 17:00 í dag Posted september 21, 2021 by avista Skilaboð til foreldra og forráðamanna Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi frá kl. 13:30 – 17:00 í dag þriðjudaginn 21. september 2021. Nánar á vef Veðurstofu Íslands Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum úr skóla eða frístundastarfi. Við appelsínugula veðurviðvörun er meiri þörf á að fylgja börnum úr skólanum. Rétt er að hafa […]
Umsóknir um lóð í Sléttuhlíð teknar fyrir í vikunni Posted september 21, 2021 by avista Umsóknir um frístundahúsalóð í Sléttuhlíð sem auglýst var laus til úthlutunar í byrjun september 2021 verða teknar fyrir á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar fimmtudaginn 23. september. Bæjarráð annast afgreiðslu umsókna um lóðir og gerir tillögu til bæjarstjórnar. Almennar reglur um úthlutun lóða
Kjörskrá og kjörstaðir í Hafnarfirði 2021 Posted september 20, 2021 by avista Kjörskrá Kjörskrá í Hafnarfirði vegna alþingiskosninganna þann 25. september 2021 liggur frammi til sýnis í þjónustuveri í Ráðhúsi Hafnarfjarðar að Strandgötu 6 frá kl. 8-16 alla virka daga frá og með 15. september 2021 til og með föstudeginum 24. september. Kjósendum er bent á vefinn www.kosning.is en þar má finna upplýsingar um hvar kjósendur eru […]
Tónlistarnámskeið fyrir 6 – 18 mánaða börn Posted september 20, 2021 by avista Tónlistarskóli Hafnarfjarðar býður upp á námskeið fyrir börn á aldrinum 6-18 mánaða. Á námskeiðinu verða kennd skemmtileg lög, þulur og hreyfingar fyrir börn sem örva skynþroska þeirra. Notast er við hljóðfæri, slæður, borða og margt, margt fleira. Kennari er María Gunnarsdóttir tónmenntakennari og fer kennslan fram í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar Strandgötu 51. Kennt verður á laugardögum […]
Tónagull – tónlistarsmiðjur á pólsku í vetur Posted september 17, 2021 by avista Í samstarfi við Tónagull, verður boðið upp á vikulegar tónlistarsmiðjur í Hafnarborg fyrir pólskumælandi börn og foreldra í vetur, frá og með sunnudeginum 19. september. Látum pólska vini okkar vita! Tónagull er tónlistarnámskeið fyrir fjölskyldur sem stofnað var árið 2004 af Helgu Rut Guðmundsdóttur, tónmenntakennara. Markmið námskeiðanna er að mæta þörfum ungbarna, 0-3 ára, auk […]
Opið fyrir umsóknir í Jólaþorpið Posted september 16, 2021 by avista Undirbúningur jólanna í Hafnarfirði hefst með opnun umsókna í Jólaþorpið Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði 2021. Sem fyrr vill Jólaþorpið fá til liðs við sig einstaklinga, samtök og fyrirtæki sem hafa til sölu gæðavöru á góðu verði og fjölbreytt úrval varnings með loforði um líf og jólafjör í sölubásnum. […]