Category: Fréttir

Skráning á frístundaheimili skólaárið 2021-2022

Opið fyrir skráningu á frístundaheimili skólaárið 2021-2022.  Frístundaheimilin í Hafnarfirði eru í boði fyrir börn í 1.-4. bekk og starfa við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Hlutverk þeirra er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur með m.a. hópastarfi, smiðjum, útiveru og vali. Markmið frístundaheimilanna er að hvert barn fái að njóta sín […]

Vorsópun stendur yfir – tökum þátt

Sópun á götum, stéttum og göngustígum í Hafnarfirði hófst fyrir nokkru síðan en markviss og reglubundin sópun í Hafnarfirði er nú hafin. Miðbær Hafnarfjarðar hefur verið sópaður og verður sópaður sérstaklega vel um helgina og strax eftir helgi tekur við markviss og skipulögð sópun innan hverfa. Í fyrra fór sópun af stað um svipað leyti […]

Heilavinátta er nokkurs konar skyndihjálp

Hafnarfjarðarbær og Alzheimersamtökin skrifuðu í byrjun mars undir samstarfsyfirlýsingu um innleiðingu á samfélagi sem er vinveitt, styðjandi og meðvitað um þarfir fólks með heilabilun og aðstandendur þeirra. Þannig mun Hafnarfjarðarbær, með faglegri aðstoð og öflugum stuðningi Alzheimersamtakanna, markvisst varða leið þeirra sem eru með heilabilun með því að ýta undir vitund og þekkingu starfsfólks og […]

Stoðir styrktar og vörn snúið í sókn

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2020 lagður fram í bæjarráði í dag Rekstrarafkoma fyrir A og B hluta Hafnarfjarðar var jákvæð um 2,3 milljarða króna á árinu 2020. Fyrir A hluta var afkoman jákvæð um 1,6 milljarða króna. Þrátt fyrir neikvæð áhrif Covid-19 faraldursins á skatttekjur og útgjöld var grunnrekstur bæjarsjóðs traustur á síðasta ári. Þar […]

Skrásetti meðal annars heimili langömmu sinnar

Öll þekkjum við náttúrudýrðina í bæjarlandi Hafnarfjarðar. Á þessu svæði sem að miklu leyti er byggt á hrauni leynast fornminjar sem eru misjafnlega áberandi en allar merkilegar og tengdar sögu bæjarins. Byggðasafn Hafnarfjarðar hefur í mörg ár skráð og kortlagt fornminjar í bænum og þá er miðað við það sem er 100 ára og eldra. […]

Útilífsmiðstöð – aukin útivera í námi og leik

Undirbúningur er langt kominn fyrir uppsetningu útilífsmiðstöðvar fyrir neðan skátaheimilið við Víðistaðatún, meðal annars fyrir náttúrufræðitengd verkefni í samstarfi grunnskólanna í Hafnarfirði. Í aðstöðu miðstöðvarinnar eru þegar komin ýmis tól og tæki sem hægt verður að nota bæði við leik og í kennslu. Bæjarblaðið Hafnfirðingur hitti eina af umsjónaraðilum verkefnisins, Guðrúnu Snorradóttur, sérkennara í Hraunvallaskóla. […]

Hefðbundið skólastarf í grunnskólum eftir páska

Skólastarf í grunnskólum Hafnarfjarðar eftir páska til 15. apríl Ný reglugerð um skólahald grunnskóla var gefin út rétt fyrir páskafrí sem gilda mun fram til 15. apríl. Grunnskólastarf mun hefjast á þriðjudegi eftir páska líkt og í hefðbundnu skólaári. Kennsla hefst þó ekki fyrr en í þriðju kennslustund eða kl. 10 þann dag. Skólastarf er […]

COVID-19: Skólastarf eftir páska

Staðnám getur hafist að nýju á öllum skólastigum eftir páskafrí með ákveðnum takmörkunum, í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Meðfylgjandi reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi var unnin í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið og tekur í meginatriðum mið af appelsínugulum lit í litakóða viðvörunarkerfis fyrir skólastarf sem kynnt var að loknu umfangsmiklu samráði við skólasamfélagið […]

Hvað getum við gert? Tillaga að hámhorfi um páskana

Sjónvarpsþættirnir Hvað getum við gert? er sjálfstætt framhald sjónvarpsþáttaraðarinnar Hvað höfum við gert? sem sýnd var á RÚV 2019 og fjallaði um stöðuna í loftslagsmálum. Í þessum stuttu og hnitmiðuðu þáttum er fjallað um fjölbreyttar lausnir við loftslagsvandanum. Lausnirnar eru ólíkar, en eiga það allar sameiginlegt að gera lífið á jörðinni enn betra. Þættirnir eru […]

Gleðilega HEIMA páska 2021

Heilsubærinn Hafnarfjörður óskar íbúum og vinum Hafnarfjarðar gleðilegra páska! Á vef Hafnarfjarðarbæjar er hægt að nálgast heilt stafróf af hugmyndum að einhverju spennandi og skemmtilegu fyrir alla fjölskylduna til að framkvæma heima við eða í næsta nágrenni á næstu vikum. Þar eru fjölmargar hugmyndir að fjölskylduvænum hugmyndum til að fjölmörgu til að taka sér fyrir […]