Category: Fréttir

Álfasteinn fagnar 20 ára afmæli – til hamingju!

Leikskólinn Álfasteinn fagnar 20 ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins voru settar upp fjölbreyttar starfsstöðvar fyrir alla nemendur og fagnað innanhúss með starfsfólki skólans. Bæjarstjóra og fræðslustjóra ásamt fámennu föruneyti var boðið í heimsókn og kynnt aðferðafræði og fjölbreytt og skapandi starf skólans.   Fanney Dóróthe Halldórsdóttir fræðslustjóri og sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs, Inga Líndal […]

Frestur til skráningar í sumarleyfi til og með 18. mars

Nú fer hver að verða síðastur til að skrá leikskólabarn sitt í sumarleyfi sumarið 2021. Opið er fyrir skráningu til og með 18. mars.  Leikskólar Hafnarfjarðar verða frá og með sumrinu 2021 opnir allt árið um kring. Markmið sumaropnunar er að koma til móts við óskir foreldra og auka möguleika á að foreldrar geti verið […]

Bergið headspace veitir ungmennum fría ráðgjöf

Í upphafi mars var undirritaður samningur við Bergið headspace um fría ráðgjöf á þeirra vegum, staðsetta í Hamrinum ungmennahúsi Hafnfirðinga. Ráðgjöf Bergsins headspace byggir á hugmyndafræði um auðvelt aðgengi og er fullum trúnaði heitið auk þess sem ráðgjöfin er öllu leyti ókeypis.  Ráðgjafi Bergsins verður til staðar í Hamrinum alla mánudaga og hægt er að […]

Fyrst og fremst uppbyggilegur félagsskapur

Sumarið 2020 varð til sérstakt verkefni sem miðar að því að auka þátttöku barna af erlendum uppruna í íþrótta- og tómstundastarfi. Í Hvaleyrarskóla er fjölbreyttur nemendahópur og var riðið á vaðið þar sl. haust og ráðinn starfsmaður í verkefnið, Einar Karl Ágústsson, sem einnig er íþróttaþjálfari. Hann sinnir verkefninu, ásamt Steinari Stephensen deildarstjóra, samhliða öðrum […]

Áfram í öruggum höndum Securitas

Áframhaldandi samstarf Securitas og Hafnarfjarðarbæjar Hafnarfjarðarbær og Securitas hafa gert með sér áframhaldandi samning um fjarvöktun öryggiskerfa og þjónustusamninga brunaviðvörunarkerfa bæjarins til fjögurra ára með möguleika á framlengingu. Tvö fyrirtæki buðu í verkefnið sem bæði uppfylltu kröfur útboðsgagna að öllu leyti. Ákveðið var að halda samstarfi við Securitas áfram sem reyndist með hagstæðara tilboðið. Securitas […]

Heilavinabærinn Hafnarfjörður – af öllu hjarta

Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun og fjölskyldur þeirra  Hafnarfjarðarbær og Alzheimersamtökin skrifuðu í dag undir samstarfsyfirlýsingu um innleiðingu á samfélagi sem er vinveitt, styðjandi og meðvitað um þarfir fólks með heilabilun og aðstandendur þeirra. Þannig mun Hafnarfjarðarbær, með faglegri aðstoð og öflugum stuðningi Alzheimersamtakanna, markvisst varða leið þeirra sem eru með heilabilun með því […]

Aukum öryggið saman – kallað eftir ábendingum íbúa

Hafnarfjarðarbær kallar eftir ábendingum og athugasemdum frá íbúum um úrbætur eða lagfæringar í nærumhverfinu sem gætu aukið enn frekar öruggi íbúa og annarra. Íbúar hverfa og starfsfólk fyrirtækja þekkja nærumhverfi sitt vel og eru best til þess fallnir að benda á það sem betur má fara til að koma í veg fyrir smærri sem stærri […]

Nýsköpun í öldrunarþjónustu verður til á gamla Sólvangi

Heilbrigðisráðuneytið og Hafnarfjarðarbær hafa gert með sér samning sem felur í sér endurgerð húsnæðis gamla Sólvangs þar sem komið verður á fót nýrri tegund sérhæfðrar þjónustu fyrir aldraða. Í húsinu verða rými til skammtíma- og hvíldarinnlagna fyrir 39 einstaklinga þar sem veitt verður létt endurhæfing og lagt mat á frekari stuðningsþarfir viðkomandi. Gert er ráð […]

Miðlun og vöktun fundargerða í skipulagsmálum

Samstarf Planitor og Hafnarfjarðarbæjar Hafnarfjarðarbær og hugbúnaðarfyrirtækið Planitor hafa gert með sér þjónustusamning um miðlun fundargerða og vöktunarþjónustu fyrir notendur þjónustu á sviði skipulags- og byggingamála. Umsækjendur geta nú fengið sjálfvirkar tilkynningar í tölvupósti um framvindu umsókna um leið og þær eru teknar til afgreiðslu á fundum skipulags- og byggingarráðs, afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa, í bæjarráði […]

Frisbígolfvöllur á Víðistaðatúni alvöru keppnisvöllur

Frisbígolf er kjörin íþrótt fyrir alla aldurshópa og alla fjölskylduna Frisbígolfvöllurinn á Víðistaðatúni er nú orðinn alvöru heilsárs keppnisvöllur. Sex brauta völlur var settur upp sumarið 2014 og á árinu 2020 var völlurinn stækkaður í níu brauta völl og unnið að því að setja upp heilsársteiga á allar brautir undir leiðsögn og í góðu samstarfi […]