Category: Fréttir

Umsóknarfrestur framlengdur til 15 apríl

Á þitt barn rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk? Vegna Covid19 faraldursins setti félags- og barnamálaráðherra af stað sérstakt verkefni á árinu 2020 þar sem börn tekjulægri heimila eiga rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundarstyrk á skólaárinu 2020-2021. Styrkurinn er veittur grunnskólabörnum sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur […]

Viðbrögð við og eftir jarðskjálfta – af gefnu tilefni

Sterk jarðskjálftahrina gengur nú yfir Reykjanes og höfuðborgarsvæðið. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur fólk til þess að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta Uppfært kl. 15:05: Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, lögreglustjórann á Suðurnesjum og Veðurstofu Íslands, lýsir yfir hættustigi almannavarna vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir á Reykjanesi. Sjá tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. […]

Jarðskjálftar: Varnir og viðbúnaður

  Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra minnir fólk á viðbrögð og varnir gegn jarðskjálfta og einnig á viðbrögð eftir jarðskjálfta. Hægt er að lesa nánar á almannavarnir.is Húsgögn:Festið skápa, hillur og þunga muni í gólf eða vegg. Hafið hjól sem eru á húsgögnum alltaf í læstri stöðu. Ef engin læsing er á hjólunum, setjið þá ramma utan um […]

Covid19 – fjöldatakmörk verða 50 manns frá 24. febrúar

Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns samkvæmt nýjum reglum um samkomutakmarkanir sem taka gildi 24. febrúar. Heimilt verður að hafa að hámarki 200 viðskiptavini í verslunum, á söfnum, í kirkjum og á tilteknum viðburðum. Sund- og baðstöðum og skíðasvæðum verður heimilt að taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Sama máli gegnir um heilsu- og […]

Covid19 – létt á takmörkunum í skólastarfi frá 24. febrúar

Almennt verður heimilaður hámarksfjöldi nemenda 150 í hverju rými og blöndun milli sóttvarnahólfa heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum. Regla um nándarmörk verður 1 metri í stað tveggja og gildir það jafnt milli nemenda og starfsfólks. Aðeins þarf að bera grímur ef ekki er unnt að virða 1 metra regluna. Á öllum skólastigum öðrum […]

Frítt í sund í vetrarfríi

Frítt er í sund í Hafnarfirði í vetrarfríi grunnskólanna dagana 22.-23. febrúar: Ásvallalaug Suðurbæjarlaug Sundhöll Hafnarfjarðar Notum tækifærið – höfum það gaman saman í sundi! Hér er hægt að fylgjast með fjölda gesta í sundlaugunum í rauntíma Gleðilegt og gott vetrarfrí!

Vetrarfrí í Hafnarfirði

Vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar mánudaginn og þriðjudaginn 22.-23. febrúar og víðar um land og sameiginlegur skipulagsdagur 24. febrúar. Af því tilefni er m.a. frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar. Heilsubærinn Hafnarfjörður býður börnum og fjölskyldum þeirra að taka þátt skemmtilegu bingói í vetrarfríinu en þar […]

Heiðdís hlýtur hvatningarverðlaun MsH 2021

Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru veitt í fimmta sinn í gær við hátíðlega en lágstemmda athöfn í Hafnarborg. Heiðdís Helgadóttir fékk hvatningarverðlaunin að þessu sinni sérstaklega fyrir Listasmáskólann.  Sjá tilkynningu og fleiri myndir á vef Markaðsstofu Hafnarfjarðar  Við athöfnin voru einnig veitar viðurkenningar til fjögurra aðila fyrir starfsemi í þágu eflingar atvinnulífs og bæjaranda í Hafnarfirði. […]

Skráning leikskólabarna í sumarleyfi 2021

Leikskólar Hafnarfjarðar verða frá og með sumrinu 2021 opnir allt árið um kring. Markmið sumaropnunar er að koma til móts við óskir foreldra og auka möguleika á að foreldrar geti verið í sumarleyfi á sama tíma og börn þeirra. Sumarleyfistímabil leikskólabarna er frá 15. maí – 15. september ár hvert. Börn fædd 2015 sem fara […]

Upplýsingar vegna bólusetningar gegn COVID-19

Ítarlegar upplýsingar um bólusetningar og tölfræði vegna bólusetninga gegn Covid19 er að finna á vefnum covid.is eða hér. Þessi upplýsingasíða á Covid.is tekur breytingum eftir því sem nýjar upplýsingar berast um virkni og afhendingu bóluefna og framkvæmd bólusetninga. Best er að nálgast allar upplýsingar á covid.is Algengar spurningar og svör er að finna hér Bólusetning […]