Category: Fréttir

Leikskólastigið fékk Orðsporið 2021

Þann 6. febrúar var dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í 14. sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á Dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið. Leikskólastigið fær Orðsporið 2021 Í tilefni dagsins var Orðsporið veitt í […]

Forvarnanámskeið gegn sjálfsskaða fyrir ungmenni

Hafnarfjarðarbær verður fyrst sveitarfélaga hér á landi til að þróa sex vikna forvarnanámskeið fyrir 13-14 ára ungmenni sem mörg hver upplifa sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaða. Þessum hópi verða veitt verkfæri til að takast á við ólíkar áskoranir í lífinu, byggja upp þrautseigju, seiglu og efla sjálfstraust og tilfinningafærni. Námskeiðið er írskt að uppruna og hefur verið […]

Dagur leikskólans er 6. febrúar! Til hamingju!

6. febrúar er dagur leikskólans en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar í leikskólastarfi fyrstu samtökin sín. Dagurinn er haldinn hátíðlegur um land allt til að vekja sérstaka athygli á leikskólastiginu, mikilvægi þess og gildi fyrir fjölskyldur í landinu og fyrir íslenskt atvinnulíf. Hefð hefur skapast fyrir því að halda upp á daginn með fjölbreyttum […]

Covid19 – varfærnar tilslakanir frá 8. febrúar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér varfærnar tilslakanir á samkomutakmörkunum frá 8. febrúar. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram 20 manns en með rýmri undantekningum en hingað til. Reglur um 2 metra nálægðarmörk og grímuskyldu verða óbreyttar. Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins   Gildistími til og með 3. mars næstkomandi  Heimilt verður að […]

Vetrarhátíð er hafin – snjöll og sniðug upplifun í ár

Vetrarhátíð hófst í dag og mun standa yfir til sunnudags á öllu höfuðborgarsvæðinu. Í ár er áhersla lögð á útiveru og upplifun, list í almannarými, útilistaverk, menningarmerkingar og ljóslistaverk. Gestir hátíðarinnar í Hafnarfirði eru hvattir til að upplifa ljósalist, taka þátt í fjölskyldusmiðju og snjallleiðsögn um útilistaverk, skella sér í bílabíó og á síðdegistónleika eða […]

Vetrarhátíð í Hafnarfirði

Information in English about Winter light festival 2021 Vetrarhátíð verður haldin dagana 4. – 7. febrúar 2021. Vegna sóttvarnaráðstafana verður hátíðin með breyttu sniði í ár. Lögð verður áhersla á list í almannarými, útilistaverk, menningarmerkingar og ljóslistaverk. Ljósalist Í Hafnarfirði verður Flensborgarskólinn og Hamarinn upplýstir í einkennislitum Vetrarhátíðar, grænum og fjólubláum, og listaverkum úr safneign […]

Kynfræðsla Pörupilta fyrir nemendur í 9. bekk

Hafnarfjarðarbær hefur samið við leikhópinn Pörupilta um aðgang að rafrænu kynfræðsluefni þeirra á vorönn 2021 ásamt efni sem styður við fræðsluna. Aðgangurinn nær til allra nemenda í 9. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar og ef vel tekst til þá er til skoðunar að bjóða upp á staðbundna fræðslu fyrir þennan aldurshóp frá og með næsta skólaári. Aðstandendur […]

Bláfjallarútan beint úr Hafnarfirði alla daga í vetur

Hafnarfjarðarbær og hópferðafyrirtækið Teitur Jónasson ehf. hafa gert með sér samning um áætlunarakstur milli Bláfjalla og Hafnarfjarðar þegar veður leyfir og opið er á skíðasvæðinu. Tillaga um Bláfjallarútu frá Hafnarfirði er ein af tillögum Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sem lagðar voru fram á fundi bæjarstjórnar vorið 2020 og færsluráð samþykkti fyrir árið 2021. Stoppistöðin er Brettafélag Hafnarfjarðar […]

Fasteignagjöld 2021 – álagningarseðlar aðgengilegir

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2021 eru nú aðgengilegir á Mínum síðum og á island.is . Á seðlunum koma fram fjárhæðir fasteignaskatts, lóðarleigu, vatns-, fráveitu- og sorphirðugjalds. Einnig kemur fram fasteignamat og upplýsingar um eigendur og greiðendur gjaldanna. Tíu gjalddagar yfir árið – eindagi 30 dögum eftir gjalddaga Gjalddagar fasteignagjalda í Hafnarfirði árið 2021 eru tíu. Fyrsti gjalddaginn […]

Samið við VÍS um vátryggingar sveitarfélagsins

Undir lok árs 2020 óskaði Hafnarfjarðarbær eftir tilboðum bæði í lög- og samningsbundnar tryggingar og aðrar tryggingar sveitarfélagsins og tengdra aðila. Tilboð voru opnuð föstudaginn 4. desember 2020 og reyndist Vátryggingarfélag Íslands hf. (VÍS) með lægsta tilboðið.  Þrír aðilar skiluðu inn tilboði.  Öll tjónaþjónusta gagnvart starfsfólki, stofnunum og viðskiptavinum Í lok árs 2020, nánar tiltekið […]