Sumaropnun í Suðurbæjarlaug frá og með sunnudegi Posted júní 18, 2021 by avista Sumaropnun tekur gildi í Suðurbæjarlaug frá og með sunnudeginum 20. júní. Í sumar verður laugin opin til kl. 22 alla virka daga og til kl. 21 á sunnudögum í stað kl. 17. Óbreyttur opnunartími verður á laugardögum eða til kl. 18. Aukin opnun í takti við aðsókn og eftirspurn Nýr opnunartími í Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar tekur […]
17. júní 2021 í Hafnarfirði Posted júní 17, 2021 by avista Gleðilega þjóðhátíð í Hafnarfirði Celebrate Iceland’s National Day with us in Hafnarfjörður – Programme in English Fánar dregnir að húni Fánahylling á Hamrinum kl. 8 og Skátafélagið Hraunbúar flaggar víðsvegar um bæinn. Skrúðganga frá Hraunbyrgi Gengið frá Hraunbyrgi við Hjallabraut kl. 13, niður Hjallabraut og út Vesturgötuna inn Strandgötu, upp Mjósund, út Austurgötu að Skólabraut […]
Ávarp fjallkonunnar 2021 Posted júní 17, 2021 by avista Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari, er fjallkona Hafnarfjarðar árið 2021 og höfundur ljóðsins. Bergrún Íris var valin bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2020 en hún hefur á undanförnum árum getið sér gott orð fyrir bækur sínar, bæði hér heima og erlendis. Bergrún er fædd árið 1985, hún lauk prófi í listfræði frá Háskóla Íslands og síðar […]
Þjóðhátíð fagnað í Hafnarfirði Posted júní 16, 2021 by avista Hæ hó og jibbý jei í Hafnarfirði Þjóðhátíðardagur hefst í Hafnarfirði við fyrsta hanagal með fánahyllingu á Hamrinum og víðsvegar um bæinn. Allir áhugasamir geta tekið þátt í skrúðgöngu sem hefst við Hraunbyrgi kl. 13 og endar við Menntasetrið við Lækinn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar spilar nokkur lög. Fyrir ári síðan voru Hafnfirðingar og vinir […]
Ærslabelgjum fjölgar í Hafnarfirði Posted júní 16, 2021 by avista Hopp og skopp er nú mögulegt á fleiri stöðum Glaðbeittir krakkar í sumarfrístund í Krakkabergi í Setbergsskóla tóku fyrsta hoppið og opnuðu þannig formlega nýjan ærslabelg í Stekkjarhrauni í Setbergi í dag. Fyrir eru tveir ærslabelgir í Hafnarfirði, á Víðistaðatúni og Óla Run túni, sem notið hafa mikilla vinsælda. Vonir standa til þess að hægt […]
Tónlistarskólar láta ljós sitt skína í Netnótunni Posted júní 16, 2021 by avista Á Íslandi eru tæplega 90 tónlistarskólar starfandi með 15 þúsund nemendur. Flest allir þessir skólar taka þátt í Netnótunni, nýjum tónlistarþáttum, sem unnir eru í samstarfi við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samtaka tónlistarskólastjóra. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar er einn þessarra skóla. Sunnudagskvöldið 20. júní munu nemendur í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar láta ljós sitt skína í […]
SumarFÉLÓ fyrir þau sem eru að ljúka 7. bekk Posted júní 16, 2021 by avista SumarFÉLÓ er opin félagsmiðstöð fyrir þá sem eru að ljúka 7. bekk. SumarFÉLÓ er staðsett í Lækjarskóla og opin frá klukkan 16:30-19:00 á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum á tímabilinu 14. júní til og með 8. júlí 2021. SumarFÉLÓ er staðsett í félagsmiðstöðinni Vitanum í Lækjarskóla og er opin fyrir alla 7. bekkinga í Hafnarfirði. Fyrsta […]
Húskonsert í boði eldri borgara á tónlistarnámskeiði Posted júní 16, 2021 by avista Öflugur hópur eldri borgara úr ólíkum áttum kom saman á fimm daga tónlistarnámskeiði í síðustu viku. Námskeiðið var tilraunaverkefni tveggja tónlistarkennara við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og sannarlega nýtt af nálinni. Á námskeiðinu var „stofnuð“ hljómsveit eldri borgara þar sem hver og einn mætti til leiks með sitt eigið hljóðfæri og rödd og var þessa fimm daga […]
Átthyrndir pannavellir við Áslandsskóla Posted júní 15, 2021 by avista Nýverið voru tveir nýir pannavellir settir upp við Áslandsskóla börnum, ungmennum og foreldrum í hverfinu til mikillar gleði og ánægju. Hugmynd að kaupum og uppsetningu á völlunum kemur frá skólasamfélaginu við Áslandsskóla og var verkefninu ýtt úr vör og fylgt eftir af foreldrafélaginu og stjórn foreldrafélagsins við skólann. Vinsælir vellir meðal barna og ungmenna Pannavellir […]
Fjöldatakmörkun verður 300 manns og nándarregla 1 metri Posted júní 11, 2021 by avista COVID-19: Almennar fjöldatakmarkanir verða 300 manns og nándarregla 1 metri Frá og með 15. júní fara fjöldatakmörk úr 150 manns í 300 og nándarregla verður 1 metri í stað tveggja. Á sitjandi viðburðum verður engin nándarregla en öllum skylt að bera grímu. Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, þ.e. til miðnættis. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið þessar breytingar […]