Móttöku jarðefna í Hamranesi hætt Posted júní 15, 2022 by avista Móttöku jarðefna við landmótunarstaðinn í Hamranesi verður hætt þann 30. júní nk. Bent á að hægt er að fara með jarðefni á eftirfarandi staði: Bolaöldur við Vífilfell Vatnsskarðsnámur við Krísuvíkurveg Tunguhella 1-5 Nánari upplýsingar um móttöku jarðefna
Frístundastyrkur sumarið 2022 – breyttar reglur Posted júní 14, 2022 by avista Breyttar reglur um frístundastyrki barna 6-18 ára yfir sumarið Breyting hefur verið gerð á notkun frístundastyrkja barna og ungmenna 6-18 ára yfir sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst. Nú geta börn og ungmenni sem ekki nýta frístundastyrk þessa mánuði nýtt mánaðarlega styrkupphæð kr. 4.500.- til að greiða niður sumarnámskeið sem er samtals í 8 daga […]
Þema í Ratleik Hafnarfjarðar í ár er þjóðleiðir, götur og stígar Posted júní 13, 2022 by avista 27 ratleiksmerki er að finna vítt um bæjarlandið sem þátttakendur hafa allt sumarið til að finna Ratleikur Hafnarfjarðar nýtur sívaxandi vinsælda enda frábær leikur sem dregur fólk vítt og breitt um bæjarlandið, og jafnvel víðar, þar sem ýmsar perlur er að finna, merki um mannvist fyrri alda og náttúruvætti. Í ár eru það gamlar þjóðleiðir, […]
Sjómannadegi fagnað með skemmtidagskrá Posted júní 10, 2022 by avista Fögnum Sjómannadeginum með ferð á höfnina í Hafnarfirði Sjómannadeginum í Hafnarfirði verður fagnað með skemmtidagskrá við Flensborgarhöfn kl. 13-17 sunnudaginn 12. júní. Fjórar sveitir eru skráðar í kappróður sem hefst kl. 13, vinnustofur listamanna við höfnina verða opnar gestum og gangandi og björgunarleiktæki Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verða á sínum stað. Hjá Siglingaklúbbnum Þyt verður hægt að […]
Vegglistaverk eftir Juan afhjúpað í Hafnarfirði Posted júní 10, 2022 by avista Menningarneysla getur haft góð líkamleg og andleg áhrif Vegglistaverk eftir listamanninn Juan prýðir nú gaflinn á Strandgötu 4 og er verkið klippimynd með völdum útilistaverkum bæjarins. Hér er því ekki bara um að ræða nýtt tímabundið vegglistaverk í almannarými, sem hefur jákvæð áhrif á umhverfið og fegrar það, heldur vekur það einnig athygli á öðrum […]
Orkuskipti í Hafnarfjarðarhöfn Posted júní 10, 2022 by avista Afkastamiklar landtengingar teknar í notkun hjá Hafnarfjarðarhöfn Hafnarfjarðarhöfn er fyrsta höfnin á Íslandi til að bjóða viðskipavinum sínum að tengjast öflugum rafmagnslandtengingum þar sem skip geta fengið afl allt að 1,2 MW. Skip geta með þessum nýju landtengingum fengið rafmagn sem er í samræmi við rafmagnskerfi skipsins, þ.e.a.s. 400, 440 eða 690 Volt á 50 eða […]
Fyrri úthlutun íþróttastyrkja 2022 og jafnréttisviðurkenning Posted júní 9, 2022 by avista Fyrri úthlutun íþróttastyrkja 2022 frá Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæ Afhending íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) fór fram í dag 9. júní 2022 með athöfn í Álverinu í Straumsvík. 20 milljónir á ári til stuðnings íþróttum barna og ungmenna í Hafnarfirði Samningur er í gildi fyrir árin 2022-2024 á milli […]
Bílastæði grunnskóla opin fyrir útilegutæki frá 14. júní Posted júní 8, 2022 by avista Um árabil hefur Hafnarfjarðarbær boðið íbúum sem eiga útilegutæki að leggja búnaði sínum við grunnskóla sveitarfélagsins meðan þeir eru lokaðir. Hér er átt við búnað eins og tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og annað tengt sumri og ferðalögum og er í virkri notkun yfir sumartímann. Oft á tíðum er erfitt að koma þessum búnaði fyrir innan […]
Fyrsti fundur bæjarstjórnar á nýju kjörtímabili Posted júní 8, 2022 by avista Nýtt kjörtímabil 2022-2026 er hafið Fyrsti fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á nýju kjörtímabili var haldinn í dag miðvikudaginn 8. júní í Hafnarborg. Lagður var fram málefnasamningur meirihluta bæjarstjórnar og kosið í ráð og nefndir sveitarfélagsins. Valdimar Víðisson var kjörinn formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar. Rósa Guðbjartsdóttir verður áfram bæjarstjóri Hafnarfjarðar til 1. janúar 2025 […]
Áhugaverð ljósmyndasýning af veröld sem var Posted júní 7, 2022 by avista Á Strandstígnum meðfram höfninni í Hafnarfirði er Byggðasafn Hafnarfjarðar með sýningaraðstöðu fyrir ljósmyndasafn sitt. Þar eru settar upp ljósmyndasýningar er varpa ljósi á dagleg störf og sögu fólksins sem bæinn byggði. Ljósmyndasýningin á Strandstígnum er opin allan sólarhringinn. Áhugaverð ljósmyndasýning af veröld sem var „Bærinn minn“ er heiti á nýrri ljósmyndasýningu sem Byggðasafnið hefur sett […]