Menningar- og heilsugöngur í Hafnarfirði 2021 Posted júní 1, 2021 by avista Í sumar er boðið upp á bæjargöngur með leiðsögn alla miðvikudaga. Flestar göngur taka um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Göngurnar eru samstarfsverkefni Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Hafnarborgar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. 2. júní kl. 20:00 – Höggmyndagarðurinn 30 áraEiríkur Hallgrímsson listfræðingur og leiðsögumaður leiðir göngu um höggmyndagarðinn á Víðistaðatúni. Í ár eru 30 ár […]
Þjónustusamningur við Tennisfélag Hafnarfjarðar Posted júní 1, 2021 by avista Hafnarfjarðarbær og Tennisfélag Hafnarfjarðar skrifuðu undir þjónustusamning til eins árs í veðurblíðu á tennisvellinum á Víðistaðatúni í maí. Samningurinn tekur til allrar þeirra þjónustu sem Tennisfélag Hafnarfjarðar veitir íbúum í Hafnarfirði og með hvaða hætti Hafnarfjarðarbær greiðir félaginu fyrir þjónustuna. Fast framlag bæjarins samkvæmt samningi er 400.000 kr. Strax í haust mun samtal eiga sér […]
Gjaldtaka hefst á rafhleðslustöð við Fjörð 4. júní Posted júní 1, 2021 by avista Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti þann 8. apríl 2021 og bæjarstjórn þann 14. apríl 2021 tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 12. febrúar 2020 um að leggja á gjald vegna notkunar rafhleðslustöðvar við Fjörð. Við opnun á stöð í október 2017 var tilkynnt að í fyrstu yrði hleðslan ókeypis og gert væri ráð fyrir mögulegri gjaldtöku á síðari […]
Bæjarstjórn unga fólksins – ungt fólk til áhrifa! Posted maí 31, 2021 by avista Í bæjarstjórn unga fólksins er unnið með hugmyndir nemendanna sjálfra Á vormánuðum stóð öllum nemendum í 10. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar vorið 2021 til boða að taka þátt í hlutverkaleik í fundarsal bæjarstjórnar í Hafnarborg. Þar gafst nemendum tækifæri til að setja sig í hlutverk bæjarfulltrúa í einn dag og samhliða kynna sér yfirstandandi myndlistarsýningu. Verkefnið […]
Bílastæði grunnskóla opin fyrir útilegutæki í sumar Posted maí 28, 2021 by avista Líkt og síðustu ár verður opið á þann möguleika að leggja hverskyns útilegutækjum sem í virkni eru yfir sumartímann á bílastæðum við grunnskóla Hafnarfjarðar. Nær leyfið til tjaldvagna, fellihýsa, hjólhýsa, húsbíla og annarra þeirra útilegutækja sem í notkun eru yfir sumartímann og erfitt er að koma fyrir innan lóðarmarka án þess að þau verði fyrir […]
Friends you haven´t met – sjónræn frásögn um ungt fólk Posted maí 28, 2021 by avista Sýningin „Friends you haven’t met,“ sjónræn frásögn um ungt fólk frá vinabæjunum Frederiksberg í Danmörku og Hafnarfirði á Íslandi, var opnuð formlega í anddyri Ásvallalaugar og veislusal SH í gær af Kristni Andersen forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, Guðbjörgu Oddnýju Jónasdóttur formanni menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðar og Evu Egesborg Hansen sendiherra Danmerkur á Íslandi. Boðið var upp […]
Heill hafsjór af dagskrá fyrir börn og ungmenni Posted maí 28, 2021 by avista Viðtal við Stellu B. Kristinsdóttur, fagstjóra frístundastarfs hjá Hafnarfjarðarbæ Stella B. Kristinsdóttir er fagstjóri frístundastarfs hjá Hafnarfjarðarbæ og vinnur hún m.a. náið með frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum sem starfandi eru við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Hún er ein þeirra sem heldur utan um skipulagningu á fjölbreyttu og skapandi sumarstarfi á vegum tómstundamiðstöðva í bænum. Þátttaka í […]
Net- og símasamband enn í ólagi Posted maí 28, 2021 by avista Eftir að hafa komið á eðlilegu netsambandi í gærkvöldi erum við aftur að upplifa truflanir á netsambandi og síma í morgunsárið. Nær þetta til allra starfsstöðva sveitarfélagsins. Áframhaldandi greiningarvinna er í gangi og eins og staðan er núna þá er erfitt að segja til um hver framvindan verður. Áframhaldandi þakklæti til ykkar fyrir sýndan skilning!
Fræ til frístundaheimilanna – heimaræktun virðist ganga vel Posted maí 28, 2021 by avista Nýlega var fræpökkum með blönduðum kryddjurtum dreift inn á öll heimili í Hafnarfirði. Um var að ræða sumargjöf frá heilsubænum Hafnarfirði sem á að ýta undir grósku, vöxt og vellíðan og kannski ekki síst sameiginlegan áhuga og ánægjulegar samverustundir fjölskyldunnar allrar. Í vikunni fengu öll frístundaheimilin í Hafnarfirði einnig fræpakka að gjöf með hvatningu um […]
Aðgengismál – reynslusögur og hugmyndir Posted maí 28, 2021 by avista Á samráðsvefnum Betri Hafnarfirði hefur verið stofnað svæði fyrir reynslusögur og hugmyndir um aðgengismál í sveitarfélaginu. Frumkvæði að stofnun svæðisins kemur frá starfshóp sem nýlega var stofnaður með það verkefni að marka heildstæða stefnu í aðgengismálum í Hafnarfirði. Mótun heildstæðrar stefnu í aðgengismálum Aðgengismál varða öll svið samfélagsins og ná yfir breitt svið, allt frá […]