Category: Fréttir

Nýsköpunarkennari grunnskólanna 2022 er Ásta

Nýsköpunarkennari grunnskólanna vill efla sjálfstæði nemenda Ásta Sigríður Ólafsdóttir, grunnskólakennari í hönnun og smíði í Víðistaðaskóla, var valin Nýsköpunarkennari grunnskólanna árið 2022 í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, NKG. Ásta hlaut sem viðurkenningu 150.000 krónur í boði Samtaka iðnaðarins ásamt verðlaunabikar og viðurkenningarskjali. Markmið með kennslutilhögun Ástu er að efla sjálfstæða og gagnrýna hugsun, hugmyndaauðgi, framtakssemi, og að […]

Verkherinn, hvað er það?

Fylgstu með lífinu í verkhernum í sumar – @verkherinn á Instagram  Verkherinn er atvinnuúrræði fyrir ungmenni með fatlanir á aldrinum 16- 20 ára og er staðsettur í Húsinu, Suðurgötu 14. Eitt af fjölmörgum verkefnum Verkhersins í sumar er að kynna heilsubæinn Hafnarfjörð og sýna hann frá sjónarhorni ungmenna í Hafnarfirði. Sérstakur fjölmiðlahópur innan Verkhersins mun […]

Lýsandi úlpa er nýsköpun nemenda í Víðistaðaskóla

Hönnunarbikarinn 2022 til nemenda í Víðistaðaskóla Hönnunarbikarinn NKG 2022 fengu þær Anna Heiða Óskarsdóttir, Helga Sóley Friðþjófsdóttir og Sveindís Rósa Almarsdóttir í 7. bekk Víðistaðaskóla með hugmynd sína Lýsandi úlpa. Kennari þeirra er Ásta Sigríður Ólafsdóttir sem í ár hlaut viðurkenninguna Nýsköpunarkennari grunnskólanna 2022.  Mennta- og barnamálaráðherra afhenti á dögunum verðlaun fyrir nýsköpun í Nýsköpunarkeppni […]

Til hamingju með 114 ára afmælið!

Hafnarfjörður fagnar í dag, miðvikudaginn 1. júní 2022, 114 ára afmæli en sveitarfélagið fékk kaupstaðaréttindi þann 1. júní 1908. Ári seinna, þann 1. júní 1909, bjuggu 1469 manns í bænum og voru 109 börn skráð í barnaskóla bæjarins. Í dag búa 30.028 íbúar í Hafnarfirði og eru nemendur í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins rúmlega 6000.  […]

Meirihlutinn í Hafnarfirði 2022-2026

Nýr málefnasamningur undirritaður í Hafnarfirði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur undirrituðu í dag 1. júní á 114 ára afmælisdegi bæjarins nýjan málefnasamning meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fyrir kjörtímabilið 2022-2026. Flokkarnir sem einnig mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili verða með 6 af 11 bæjarfulltrúum í bæjarstjórn á nýju kjörtímabili og munu skipta með sér embætti bæjarstjóra og formanns bæjarráðs […]

Ný þemasýning í forsal Pakkhússins

Frú Þorbjörg Bergmann, fyrsti hafnfirski safnarinn  Byggðasafn Hafnarfjarðar opnar nýja þemasýningu í forsal Pakkhússins að Vesturgötu 6 á 114 ára afmælisdegi Hafnarfjarðar miðvikudaginn 1. júní kl. 17. Sýningin ber heitið „Frú Þorbjörg Bergmann, fyrsti hafnfirski safnarinn.“ Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra flytur ávarp við opnunina. Líf og söfnunarstarf Þorbjargar Sigurðardóttur Bergmann  Sýningin fjallar um líf […]

Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna fyrir 1. júní

Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2022 þurfa að berast fyrir 1. júní  Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Ein verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi skóla- og frístundastarf, ein verðlaun veitt framúrskarandi kennara og ein verðlaun veitt framúrskarandi þróunarverkefni, auk sérstakra […]

17. júní í Hafnarfirði

17 June in Hafnarfjörður Celebrate Iceland‘s National Day with us here in Hafnarfjörður. Programme in English. We offer a varied programme of events around the town. 17 czerwca w Hafnarfjörður Przyjdź i świętuj z nami święto narodowe w Hafnarfjörður.Urozmaicone obchody w różnych częściach miasta. ——————————————————— Komdu og fagnaðu þjóðhátíð með okkur heima í Hafnarfirði  Fjölbreytt […]

Sumarlestur 2022 hefst 1. júní

Sumarlestur Bókasafns Hafnarfjarðar hefst að venju þann 1. júní og stendur til 3. september, en þá verður fagnað rækilega með uppskeruhátíð!  Velkomin til þátttöku í sumarlestri Bókasafns Hafnarfjarðar  Sem fyrr verður hægt að skrá sig í sumarlesturinn bæði á bókasafninu sjálfu og rafrænt, lestrarhestur vikunnar verður dreginn út allt tímabilið og efni sent í alla […]

Góðverk nemenda sem efla og styrkja samfélagið

Endurhönnun, endurnýting og grjónapúðar   Umhverfis- og góðgerðaviku unglingadeildar Skarðshlíðarskóla lauk 8. apríl með góðgerðarmarkaði þar sem nemendur seldu nýjar og endurhannaðar flíkur, skart úr endurnýttu efni, veski úr plastumbúðum, bækur og grjónapúða. Nemendur afhentu Sorgarmiðstöðinni fjörutíu grjónapúða til styrktar þessum mikilvægu samtökunum sem staðsett eru í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Nemendur voru að vonum ánægðir með […]