Category: Fréttir

Starfsánægjan hefur góð áhrif á börnin

Í fimm ár hefur starfsfólki í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar staðið til boða námsstyrkir frá bænum til þess að stunda nám í leikskólakennarafræðum. Markmiðið með framtakinu er að auka hlutfall fagmenntaðra í leikskólum sveitarfélagsins og þar með í hópi leikskólakennara.  Bæjarblaðið Hafnfirðingur hitti tvö af þeim 30 sem hafa tekið þessum möguleika fegins hendi þetta skólaár, þau […]

Velkomin í jólaævintýralandið í Hellisgerði

Sannkallað jólaævintýraland er risið í Hellisgerði, þessum nær 100 ára gamla og gullfallega lystigarði Hafnfirðinga í miðbæ Hafnarfjarðar. Við inngang í Hellisgerði frá Reykjavíkurvegi er nú búið að reisa stórt rautt jólahjarta og síðan tekur við ævintýraveröld ljósa og lystisemda. Ljósaseríur og ljósafígúrur sem gleðja augað og andann. Hjónin og Hafnfirðingarnir Jóhanna Guðrún og Davíð […]

Laufléttur og snjall ratleikur um Hellisgerði

Í jólaævintýragarðinum Hellisgerði er að finna fallega skreytta hátíðarveröld, leiksvæði og einstaka náttúru, rétt við miðbæinn. Þar má einnig finna ýmiss konar jólaverur. Búið er að setja upp laufléttan og snjallan ratleik sem Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar á öllum aldri geta tekið þátt í sem þó er sérstaklega sniðinn að þátttöku þeirra sem yngri eru.  […]

Tilslakanir á sóttvarnarráðstöfunum frá 10. desember

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið breytingar á sóttvarnarráðstöfunum sem taka gildi 10. desember næstkomandi. Varfærnar tilslakanir verða gerðar á reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar og gilda breytingarnar til 12. janúar. Reglugerð um takmarkanir á skólahaldi vegna farsóttar verður að mestu óbreytt til áramóta en gert er ráð fyrir að kynna fljótlega nýjar reglur […]

Viðhald á forvinnslulínu í móttöku- og flokkunarstöð

Sjá tilkynningu á vef Sorpu Viðhald stendur yfir á nýju vinnslulínunni í móttöku-og flokkunarstöð SORPU sem stendur til sunnudagsins 13. desember. Íbúar í Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi eru því beðnir um að henda ekki plasti í pokum með almenna sorpinu eins og venjulega meðan á þessu stendur, heldur fara með það í grenndargáma eða […]

Sundlaugar opna á ný

Breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á morgun fimmtudaginn 10. desember heimila opnun sundlauga og baðstaða fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Gildistími nýrrar ráðstöfunar er til og með 12. janúar 2021 nema annað sé auglýst. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda. Sérstök athygli er vakin á […]

Litakóðunarkerfi tekið upp vegna Covid19

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embættis landlæknis að COVID-19 viðvörunarkerfi sem byggir á litum líkt og veðurviðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Viðvörunarkerfinu er ætlað að auka fyrirsjáanleika til lengri tíma varðandi þær aðgerðir sem grípa þarf til í baráttunni við faraldurinn og lágmarka þannig heildarskaðann sem hann veldur í samfélaginu. Kerfið verður kynnt á upplýsingafundi […]

Örstyrkir til menningar og lista á aðventunni

Viltu taka þátt í að auðga jólaandann á aðventunni?  Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um örstyrki til menningarmála á aðventunni. Til þess að styðja við hafnfirskt listafólk og hafnfirska menningu verður hluta af fjármagni Jólaþorpsins í Hafnarfirði úthlutað til ýmissa verkefna sem fara fram á aðventunni 2020. Óskað er eftir hvers konar atriðum, upplifun og skemmtun […]

Kærleiksmarkaður í Haukahúsinu um helgina

Hópur kærleiksríkra kvenna á Völlunum í Hafnarfirði hefur tekið sig saman til að létta undir með nágrönnum sínum og sett upp markað í Haukahúsinu. Framtakið og markaðurinn sem gengur undir heitinu – Kærleikur 2020 –  er einstakur að því leyti að allt á gjafaborðunum er ókeypis og varningurinn eingöngu hugsaður til persónulegra nota og ætlaður […]

Þróunarverkefni um snemmtæka íhlutun – mál og læsi

Frá árinu 2014 hefur Hafnarfjarðarbær markvisst unnið að innleiðingu á þróunarverkefni sem snýr að snemmtækri íhlutun hvað varðar mál og læsi í leikskólum Hafnarfjarðar. Leikskólinn Norðurberg var fyrstur leikskóla í Hafnarfirði til að innleiða verkefnið skólaárin 2014-2016 og gaf sumarið 2017 út handbók um snemmtæka íhlutun í málörvun leikskólabarna og undirbúning fyrir lestur. Í dag […]