Category: Fréttir

Fræðsla frá Samgöngustofu – verum örugg á ferðinni!

Samgöngustofa hefur gefið út þrjár fræðslumyndir er varða umferðaröryggi og hafa þann mikilvæga tilgang að ýta undir og stuðla að jákvæðri og góðri umferðarmenningu þannig að allir skili sér heilir heim. Fræðslumyndirnar eru allar með íslenskum, ensku og pólskum texta. Verum örugg á ferðinni! Fræðslumynd um rafhlaupahjól Vinsældir rafhlaupahjóla hafa aukist mikið að undanförnu hér […]

Bólusetningar starfsfólks skóla í Hafnarfirði eru hafnar

Bólusetningar starfsfólks í leik-, grunn,- og tónlistarskólum í Hafnarfirði gegn Covid19 eru hafnar og fer bólusetning fyrir þessa hópa fram á næstu dögum og vikum. Mikil og metnaðarfull vinna hefur farið fram við skipulag á bólusetningum og mikilvægt að starfsfólk mæti í boðaða tíma til að framkvæmdin geti gengið vel fyrir sig. Vegna fjölda starfsfólks […]

Fræjum dreift inn á öll heimili í Hafnarfirði

Heimaræktun er gefandi verkefni fyrir alla fjölskylduna Heilsubærinn Hafnarfjörður færir öllum heimilum í Hafnarfirði nú sumargjöf til marks um grósku, vöxt og vellíðan. Gjöfin á að fá íbúa í Hafnarfirði til að staldra við, draga andann létt, lifa í núinu og huga að mikilvægi eigin ræktunar í öllum skilningi. Um er að ræða fræpakka með […]

Örstyrkir til verkefna á Björtum dögum í allt sumar

Opið fyrir umsóknir um örstyrki Bjartir dagar er menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði. Hátíðin hófst með því að syngja inn sumarið síðasta vetrardag en ákveðið hefur verið að hátíðin standi yfir í allt sumar og verði hattur fjölbreyttra hátíðarhalda eftir því sem sóttvarnarreglum og fjöldatakmörkunum sleppir. Opnað […]

Ársreikningur 2020 samþykktur í bæjarstjórn

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar samþykktur í bæjarstjórn Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2020 var samþykktur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í vikunni. Helstu niðurstöður eru þær að rekstrarafkoma fyrir A og B hluta Hafnarfjarðar var jákvæð um 2,3 milljarða króna. Fyrir A hluta var afkoman jákvæð um 1,6 milljarða króna. Góður árangur náðist við að verja grunnrekstur bæjarsjóðs á síðasta […]

Sumarstörf fyrir námsmenn – opið fyrir umsóknir

Fjölbreytt störf verða í boði hjá Hafnarfjarðarbæ sumarið 2021 fyrir námsfólk sem hefur verið í námi á vorönn 2021 eða er skráð í nám á haustönn 2021. Um er að ræða sumarstörf sem tengjast aðgerðum stjórnvalda og miða að því að stuðla að virkni og framtíðarsókn fyrir íslenskt atvinnulíf. Hafnarfjarðarbær mun taka virkan þátt í […]

Íbúðarhúsalóðir í Hafnarfirði rjúka út – Hamranes uppselt

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfesti á fundi sínum í gær úthlutun á síðustu lóðunum í Hamranesi, 25 hektara nýbyggingarsvæði sem tekið er að rísa sunnan Skarðshlíðarhverfis og Vallahverfis í Hafnarfirði. Framkvæmdir við lóðir í Hamranesi hófust í upphafi árs og mun þar rísa hátt í 1800 íbúða hverfi á næstu mánuðum og árum. Áætlaður íbúafjöldi er rúmlega […]

Skráning í sumarfrístund er hafin

Í Hafnarfirði er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann. Á vefnum www.tomstund.is er hægt að skoða námskeið og sumarfrístund á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Opið er fyrir skráningar frá og með 28. apríl 2021.  Búið er að opna fyrir eftirfarandi skráningu: Sumarfrístund fyrir 7-9 ára við alla grunnskóla SumarKletturinn fyrir börn í […]

Hjólað í vinnuna 2021 hefst 5. maí

Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2021 hefjist í átjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 5. – 25. maí. Opnað verður fyrir skráningu þann 21. apríl og hvetur Hafnarfjarðarbær alla áhugasama til að skrá sig strax til leiks í þessu hvetjandi og góða verkefni Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.  Hugum […]

Samkomulag um framkvæmdir á 3. hæð St. Jó

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa og Hafnarfjarðarbær undirrita samkomulag um framkvæmdir við dagdeildir Alzheimer- og Parkinsonsamtakanna í St. Jó Síðasta vetrardag gengu Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa (StLO) og Hafnarfjarðarbær frá samkomulagi um framkvæmdir við dagdeildir Alzheimer- og Parkinsonsamtakanna á 3. hæð á Lífsgæðasetri St. Jó við Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Unnið hefur verið að útfærslu samkomulagsins […]