Category: Fréttir

Hraunvallaskóli kominn í úrslit í Skólahreysti

Hraunvallaskóli tryggði sér farseðil í úrslit Skólahreysti í gær eftir harða keppni Í Skólahreysti keppa nemendur í grunnskólum landsins sín á milli í hinum ýmsu greinum sem reyna á kraft, styrk og þol keppenda.  Nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar hafa tekið virkan þáttí Skólahreysti og það með góðum árangri. Eftir fimm riðla af Skólahreysti vorið 2022 […]

Hreinsunardagar 2022– gámar við grunnskóla

Hreinsunardagar 2022 – gámar fyrir garðúrgang við grunnskóla Dagana 25. maí – 29. maí 2022 standa yfir hreinsunardagar í Hafnarfirði undir yfirskriftinni HREINSUM HAFNARFJÖRÐ en þá geta íbúar í Hafnarfirði losað sig við garðúrgang í gám við alla grunnskóla hverfanna. Gámarnir verða við skólana frá kl. 17 miðvikudaginn 25. maí til loka dags sunnudaginn 29. […]

Viðburða- og menningarstyrkir í kjölfar Covid

Umsóknarfrestur framlengdur til og með 6. maí 2022  Bæjarráð auglýsir sérstaka viðburða- og menningarstyrki í kjölfar Covid-19 lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 6. maí og verða styrkirnir teknir til úthlutunar í bæjarráði.  Umsækjendur verða að tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti. Til dæmis með fastri búsetu einstaklinga, með því að viðburðurinn eða verkefnið […]

Heildarstefna fyrir Hafnarfjörð samþykkt samróma

Skýr framtíðarsýn sem unnin var í víðtæku samráði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samróma á fundi sínum rétt fyrir páska framlagða framtíðarsýn, meginmarkmið og stefnumarkandi áherslur fyrir Hafnarfjörð sem ganga þvert á alla málaflokka sveitarfélagsins. Heildarstefna Hafnarfjarðar til ársins 2035 styður við mótun áherslna til skemmri tíma og munu ráð og nefndir endurskoða áherslur árlega og marka […]

Opið fyrir skráningu á frístundaheimili skólaárið 2022-2023

Opið fyrir skráningu á frístundaheimili skólaárið 2022-2023 Frístundaheimilin í Hafnarfirði eru í boði fyrir börn í 1.-4. bekk og starfa við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Hlutverk þeirra er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur með m.a. hópastarfi, smiðjum, útiveru og vali. Markmið frístundaheimilanna er að hvert barn fái að njóta sín […]

Samfélag heilsu og sköpunar í Lífsgæðasetri St. Jó

St. Jósefsspítali blómstrar í nýju hlutverki   Lífsgæðasetur St.Jó nálgast óðfluga þau sögulegu og merku tímamót að fylla allar hæðir og öll rými í gamla St. Jósefsspítala af starfsemi sem tengja má heilsu, lífsgæðum og sköpun. Nú hafa 16 fyrirtæki og félagasamtök komið sér fyrir í setrinu og eru þegar farin að bjóða þjónustu sem […]

Hlýleiki og gestrisni einkennandi fyrir skólasamfélagið

Með hækkandi sól og hverfandi samkomutakmörkunum hefjast Erasmus heimsóknir að nýju. Góður hópur frá grunnskólanum CEIP Mediterráneo sem staðsettur er í Alicante heimsótti Engidalsskóla og Lækjarskóla ásamt starfsfólki frá skrifstofu mennta- og lýðheilsusviði Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Heimsóknirnar voru liður í þeirra Erasmus verkefni og fékk hópurinn kynningu á hafnfirsku skólastarfi. Þessi hópur er hluti af […]

Hafnarfjarðarbær fær Vonina frá Votlendissjóð

Votlendissjóður afhendir Vonina á alþjóðlegum degi jarðar Á alþjóðlegum degi jarðar, föstudaginn 22 apríl, afhenti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, „Vonina“, þakklætis-viðurkenningu Votlendissjóðs fyrir árið 2021. Viðurkenningin var veitt í fyrsta sinn í fyrra en þá fór hún til lista- og vísindafólks sem lagt hefur sjóðnum lið. Í ár eru það eigendur fyrstu jarðanna sem […]

Kjörskrá fyrir Hafnarfjörð

Kjörskrá í Hafnarfirði vegna sveitarstjórnarkosninganna 14.maí 2022 liggur frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Hafnarfjarðar, þjónustuveri, Strandgötu 6, frá og með 22. apríl 2022. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni.  Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár Íslands. Kjósendum er einnig bent á vefupp­flett­ið „ Hvar á […]

15 verkefni fengu menningarstyrk

Aðilar og verkefni sem auðga og dýpka enn frekar listalíf Hafnarfjarðarbæjar Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg síðasta vetrardag samhliða útnefningu bæjarlistamanns og hlutu 15 verkefni styrk að þessu sinni. Sex verkefni fengu samstarfssamning til tveggja eða þriggja ára að þessu sinni. Menningarstyrkir eru afhentir […]