Hraunvallaskóli kominn í úrslit í Skólahreysti Posted apríl 29, 2022 by avista Hraunvallaskóli tryggði sér farseðil í úrslit Skólahreysti í gær eftir harða keppni Í Skólahreysti keppa nemendur í grunnskólum landsins sín á milli í hinum ýmsu greinum sem reyna á kraft, styrk og þol keppenda. Nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar hafa tekið virkan þáttí Skólahreysti og það með góðum árangri. Eftir fimm riðla af Skólahreysti vorið 2022 […]
Hreinsunardagar 2022– gámar við grunnskóla Posted apríl 28, 2022 by avista Hreinsunardagar 2022 – gámar fyrir garðúrgang við grunnskóla Dagana 25. maí – 29. maí 2022 standa yfir hreinsunardagar í Hafnarfirði undir yfirskriftinni HREINSUM HAFNARFJÖRÐ en þá geta íbúar í Hafnarfirði losað sig við garðúrgang í gám við alla grunnskóla hverfanna. Gámarnir verða við skólana frá kl. 17 miðvikudaginn 25. maí til loka dags sunnudaginn 29. […]
Viðburða- og menningarstyrkir í kjölfar Covid Posted apríl 28, 2022 by avista Umsóknarfrestur framlengdur til og með 6. maí 2022 Bæjarráð auglýsir sérstaka viðburða- og menningarstyrki í kjölfar Covid-19 lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 6. maí og verða styrkirnir teknir til úthlutunar í bæjarráði. Umsækjendur verða að tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti. Til dæmis með fastri búsetu einstaklinga, með því að viðburðurinn eða verkefnið […]
Heildarstefna fyrir Hafnarfjörð samþykkt samróma Posted apríl 27, 2022 by avista Skýr framtíðarsýn sem unnin var í víðtæku samráði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samróma á fundi sínum rétt fyrir páska framlagða framtíðarsýn, meginmarkmið og stefnumarkandi áherslur fyrir Hafnarfjörð sem ganga þvert á alla málaflokka sveitarfélagsins. Heildarstefna Hafnarfjarðar til ársins 2035 styður við mótun áherslna til skemmri tíma og munu ráð og nefndir endurskoða áherslur árlega og marka […]
Opið fyrir skráningu á frístundaheimili skólaárið 2022-2023 Posted apríl 26, 2022 by avista Opið fyrir skráningu á frístundaheimili skólaárið 2022-2023 Frístundaheimilin í Hafnarfirði eru í boði fyrir börn í 1.-4. bekk og starfa við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Hlutverk þeirra er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur með m.a. hópastarfi, smiðjum, útiveru og vali. Markmið frístundaheimilanna er að hvert barn fái að njóta sín […]
Samfélag heilsu og sköpunar í Lífsgæðasetri St. Jó Posted apríl 26, 2022 by avista St. Jósefsspítali blómstrar í nýju hlutverki Lífsgæðasetur St.Jó nálgast óðfluga þau sögulegu og merku tímamót að fylla allar hæðir og öll rými í gamla St. Jósefsspítala af starfsemi sem tengja má heilsu, lífsgæðum og sköpun. Nú hafa 16 fyrirtæki og félagasamtök komið sér fyrir í setrinu og eru þegar farin að bjóða þjónustu sem […]
Hlýleiki og gestrisni einkennandi fyrir skólasamfélagið Posted apríl 26, 2022 by avista Með hækkandi sól og hverfandi samkomutakmörkunum hefjast Erasmus heimsóknir að nýju. Góður hópur frá grunnskólanum CEIP Mediterráneo sem staðsettur er í Alicante heimsótti Engidalsskóla og Lækjarskóla ásamt starfsfólki frá skrifstofu mennta- og lýðheilsusviði Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Heimsóknirnar voru liður í þeirra Erasmus verkefni og fékk hópurinn kynningu á hafnfirsku skólastarfi. Þessi hópur er hluti af […]
Hafnarfjarðarbær fær Vonina frá Votlendissjóð Posted apríl 25, 2022 by avista Votlendissjóður afhendir Vonina á alþjóðlegum degi jarðar Á alþjóðlegum degi jarðar, föstudaginn 22 apríl, afhenti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, „Vonina“, þakklætis-viðurkenningu Votlendissjóðs fyrir árið 2021. Viðurkenningin var veitt í fyrsta sinn í fyrra en þá fór hún til lista- og vísindafólks sem lagt hefur sjóðnum lið. Í ár eru það eigendur fyrstu jarðanna sem […]
Kjörskrá fyrir Hafnarfjörð Posted apríl 22, 2022 by avista Kjörskrá í Hafnarfirði vegna sveitarstjórnarkosninganna 14.maí 2022 liggur frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Hafnarfjarðar, þjónustuveri, Strandgötu 6, frá og með 22. apríl 2022. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár Íslands. Kjósendum er einnig bent á vefuppflettið „ Hvar á […]
15 verkefni fengu menningarstyrk Posted apríl 22, 2022 by avista Aðilar og verkefni sem auðga og dýpka enn frekar listalíf Hafnarfjarðarbæjar Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg síðasta vetrardag samhliða útnefningu bæjarlistamanns og hlutu 15 verkefni styrk að þessu sinni. Sex verkefni fengu samstarfssamning til tveggja eða þriggja ára að þessu sinni. Menningarstyrkir eru afhentir […]