Covid19: Tillaga stjórnvalda um afléttingu í áföngum Posted apríl 27, 2021 by avista COVID-19: Tillaga stjórnvalda um afléttingu innanlandstakmarkana í áföngum Heilbrigðisráðuneytið kynnir áætlun um afléttingu innanlandstakmarkana vegna COVID-19 í áföngum með hliðsjón af framgangi bólusetningar. Áætlað er að aflétta megi öllum innanlandstakmörkunum síðari hlutann í júní þegar um 75% þjóðarinnar hafi fengið a.m.k. einn bóluefnaskammt. Áætlunin verður birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og lýkur umsagnarfresti 4. […]
Hreinsunardagar 2021 – gámar við alla grunnskóla Posted apríl 23, 2021 by avista Dagana 21. maí – 24. maí 2021 standa yfir hreinsunardagar í Hafnarfirði undir yfirskriftinni HREINSUM HAFNARFJÖRÐ en þá geta íbúar í Hafnarfirði losað sig við garðúrgang í gám við grunnskóla hverfisins. Gámarnir verða við skólana frá kl. 17 föstudaginn 21. maí til loka dags mánudaginn 24. maí. Íbúar í Hafnarfirði eru hvattir til að nýta […]
14 verkefni hlutu menningarstyrk Posted apríl 23, 2021 by avista Aðilar og verkefni sem auðga og dýpka enn frekar listalíf Hafnarfjarðarbæjar Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Bæjarbíó á síðasta vetrardag samhliða útnefningu bæjarlistamanns og hlutu 14 verkefni styrk að þessu sinni. Þá eru í gildi samstarfssamningar vegna Hjarta Hafnarfjarðar, Sönghátíðar í Hafnarborg, Víkingahátíðar á Víðistaðatúni, […]
Gleðilegt sumar kæru íbúar! Posted apríl 22, 2021 by avista Það eru bjartari dagar framundan – í orðsins fyllstu Bæjaryfirvöld og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar óska íbúum og vinum Hafnarfjarðar gleðilegs sumars með þökk fyrir ótrúlegan og öðruvísi vetur! Það er vel við hæfi að nota tækifærið, nú þegar bjartari dagar eru framundan, til að hrósa Hafnfirðingum og starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar og fyrirtækja og stofnana í bænum fyrir […]
Vinnuskóli Hafnarfjarðar – opið fyrir umsóknir 14 – 17 ára Posted apríl 21, 2021 by avista Sumarið 2021 fá 14 – 17 ára unglingar (fæddir árin 2004 – 2007) vinnu við Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Vinnuskólinn sinnir fyrst og fremst umhverfismálum og á þannig stóran þátt í því að hreinsa bæinn og hirða gróður, götur og göngustíga yfir sumartímann. Starfsfólk Vinnuskólans sinnir því mikilvægu hlutverki í því að skapa vænta ásýnd bæjarins, að […]
Friðrik Dór er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021 Posted apríl 21, 2021 by avista Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður, söngvari, lagasmiður, sjónvarpsmaður, bókahöfundur og fjölskyldufaðir í Hafnarfirði, er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021. Hann hefur frá unga aldri sungið sig inn í hug og hjörtu Hafnfirðinga og auðgað menningarlíf bæjarins með framkomu sinni, skemmtun og viðburðum. Bæjarlistamaður fær 1,5 milljónir í viðurkenningarskyni til að vinna áfram að list sinni. Hefð hefur skapast […]
COVID-19: Aðgerðir á landamærum hertar tímabundið Posted apríl 21, 2021 by avista Stjórnvöld kynntu í gær tímabundnar hertar aðgerðir á landamærunum til að sporna við útbreiðslu COVID-19 innanlands. Markmiðið er að skapa aðstæður sem gera kleift að aflétta sem mest takmörkunum innanlands þrátt fyrir mikla útbreiðslu faraldursins erlendis. Bólusetningu hér á landi miðar vel og eftir því sem hlutfall bólusettra hækkar skapast forsendur til að slaka á […]
Ertu að flytja í Skarðshlíð og með barn á skólaaldri? Posted apríl 20, 2021 by avista Ert þú að flytja í Skarðshlíðarhverfi á næstu dögum, vikum mánuðum og með barn á grunnskólaaldri? Við minnum á innritun nemenda í Skarðshlíðarskóla haustið 2021. Innritun fer fram rafrænt í gegnum Mínar síður undir: Umsóknir – Grunnskólar – Skólavist . Opið er fyrir innritun barna sem eru að fara í 1. bekk haustið 2021 og einnig […]
Bjartir dagar í Hafnarfirði munu standa yfir í allt sumar Posted apríl 20, 2021 by avista Framundan eru Bjartir dagar, menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði. Í venjulegu ári stendur þessi fyrsta bæjarhátíð landsins yfir í fimm daga en ákveðið hefur verið að hátíðin, sem hefst síðasta vetrardag með vali á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar, afhendingu menningarstyrkja og sumarsöng nemenda, standi yfir í allt sumar og […]
Skarðshlíðarskóli og Lækjarskóli fá styrk úr Sprotasjóði Posted apríl 16, 2021 by avista Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Á dögunum var úthlutað úr sjóðnum og hljóta alls 42 verkefni styrki að þessu sinni og er samstarfsverkefni Skarðshlíðarskóla og Lækjarskóla um altæka hönnun náms (UDL) eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk. Áherslusvið […]