Category: Fréttir

Nýtt setur og þjónustumiðstöð í Lífsgæðasetri St. Jó

Parkinsonsetur og þjónustumiðstöð Alzheimersamtakanna rísa í Lífsgæðasetri St. Jó. Á haustfundi Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowreglunnar á Íslandi var samþykkt að styrkja bæði Alzheimer- og Parkinsonsamtökin um uppbyggingu á þjónustumiðstöð og dagdvalarrými á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Í Lífsgæðasetri má í dag finna skapandi samfélag einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja sem eiga það […]

Veitur virkja viðbragðsáætlun

– fólk hvatt til að fara sparlega með heitt vatn Sjá tilkynningu á vef Veitna  Í ljósi þess að næstu daga stefnir í eitt mesta kuldakast á suðvesturhorni landsins síðan árið 2013 hafa Veitur virkjað viðbragðsáætlun í rekstri hitaveitunnar. Sú áætlun gengur meðal annars út á að hvetja fólk til þess að fara sparlega með […]

Jól og áramót 2020 á tímum Covid19

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir hafa gefið út leiðbeiningar fyrir jól og áramót . Allar nýjustu upplýsingar er að finna á Covid.is  Það sem hafa þarf í huga yfir hátíðarnar vegna COVID-19 Aðventan er gengin í garð og undirbúningur hátíðanna nær fljótlega hámarki. Rík hefð er fyrir því að fólk komi saman og njóti samverunnar og alls […]

Óbreyttar sóttvarnaráðstafanir til 9. desember

COVID 19: Óbreyttar sóttvarnaráðstafanir til 9. desember Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins  Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til 9. desember næstkomandi. Þetta er gert í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis sem ræður gegn því að slaka á sóttvörnum núna vegna þess hvernig faraldurinn hefur þróast síðustu daga. […]

Nútímalegt bókasafn rís í Hafnarfirði

Horft til framtíðar með áformum um nútímalegt bókasafn Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum á miðvikudag fyrirliggjandi hugmyndir um að flytja Bókasafn Hafnarfjarðar úr núverandi húsnæði að Strandgötu 1 í nýtt húsnæði að Strandgötu 26-30. Skrifað verður undir skuldbindandi samkomulag milli 220 Fjarðar og Hafnarfjarðarbæjar sem byggir á hugmyndum ,,220 Fjarðar“ að reisa allt að […]

Jólin hefjast í Hafnarfirði á morgun

Síðan 2003 hefur Jólaþorpið í Hafnarfirði á Thorsplani í Hafnarfirði heillað landsmenn jafnt sem þá ferðamenn sem þangað hafa ratað. Fagurlega skreyttu hafnfirsku jólahúsin eru fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir ýmiss konar spennandi gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun. Jólaþorpið verður opið allar helgar á aðventunni frá kl. 13-18 og verður stemningin í ár afar hlýleg […]

Höfum gaman saman í Hafnarfirði – þar sem hjartað slær

Huggulegasti heimabær höfuðborgarsvæðisins Jólablað Hafnarfjarðar er að detta inn um lúgur Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar í Garðabæ og Kópavogi þessa dagana. Jólablaðið hefur þann tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir íbúum og vinum Hafnarfjarðar sem hlýlegan bæ sem hefur allt til alls þegar kemur að upplifun, verslun og þjónustu. Undanfarin ár hefur fjöldi nýrra þjónustuaðila […]

Hver á best skreytta húsið í Hafnarfirði?

Desembermánuður nálgast og í Hafnarfirði markar opnun jólaþorpsins upphaf aðventunnar en fyrsti dagur opnunar er laugardagurinn 28. nóvember. Bæjarbúar hafa heldur betur tekið hvatningunni um að skreyta hús sín og lýsa upp skammdegið vel og nú styttist óðum til jóla. Á Þorláksmessu verða veitt verðlaun fyrir best skreyttu íbúðarhúsin og best skreyttu götuna í Hafnarfirði. Hellisgata […]

Áframhaldandi uppbygging og þjónustan varin

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar 2021 og 2022-2024  Tillaga að fjárhagsáætlun 2021 verður lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag miðvikudaginn 25. nóvember. Áætlaður rekstrarhalli A og B hluta sveitarfélagsins nemur 1.221 milljón króna á árinu 2021. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 5,5% af heildartekjum eða 1,7 milljarðar króna. Eins og önnur sveitarfélög hefur Hafnarfjarðarbær […]

Röskun á skólastarfi – leiðbeiningar uppfærðar

Leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi sökum veðurs hafa verið uppfærðar og í þeim er nú unnið samkvæmt viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Leiðbeiningarnar, sem gefnar hafa verið út á íslensku, ensku og pólsku , fela í sér tilmæli um viðbrögð og hlutverk foreldra/forsjáraðila barna í skólum og frístundastarfi þegar veðurviðvaranir eru gefnar út. Leiðbeiningarnar eiga við “yngri […]