Tilslakanir á samkomu- takmörkunum og í skólastarfi Posted apríl 14, 2021 by avista COVID-19: Tilslakanir á samkomutakmörkunum og í skólastarfi frá 15. apríl Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt með takmörkunum, sviðslistir einnig og skíðasvæðin geta opnað á ný. Í skólum breytast nálægðarmörk á öllum skólastigum úr 2 metrum í 1 og leik- og grunnskólabörnum verður heimilt […]
Sundlaugar opna á ný Posted apríl 14, 2021 by avista Breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á morgun fimmtudaginn 15. apríl heimila opnun sundlauga og baðstaða fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Gildistími nýrrar ráðstöfunar er til og með 5. maí 2021 nema annað sé auglýst. Börn fædd 2016 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda sem þýðir að fjöldatakmarkanir ná […]
Sókn fyrir námsmenn: Sumarnám og sumarstörf 2021 Posted apríl 13, 2021 by avista Fjölbreytt sumarnám og sumarstörf verða í boði fyrir ungt fólk og atvinnuleitendur í sumar, sem lið í aðgerðum stjórnvalda til þess að stuðla að virkni og framtíðarsókn fyrir íslenskt atvinnulíf. Hafnarfjarðarbær er þessa dagana að skoða sitt framlag til verkefnisins og verður fjöldi starfa og fyrirkomulag auglýst um leið og ákvörðun liggur fyrir. Sjá tilkynningu […]
Áskorun um að fjarlægja ökutæki utan lóðar Posted apríl 13, 2021 by avista Töluvert hefur borið á því að ökutæki án skráningarnúmera séu skilin eftir á opnum og almennum svæðum og hafa fjölmargar kvartanir þess efnis borist sveitarfélaginu. Því hefur verið ákveðið að ráðast í átak vegna ökutækja án númera sem lagt er á gangstéttum, opnum svæðum, óbyggðum lóðum og stígum og hindrað geta sýn og skapað hættu […]
Hefjum störf – nýtt atvinnuátak stjórnvalda Posted apríl 13, 2021 by avista Með nýju atvinnuátaki stjórnvalda „Hefjum störf“ er stefnt að því að skapa allt að sjö þúsund tímabundin störf. Atvinnuátakið er unnið í samvinnu atvinnulífsins, opinberra stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka. Ráðgert er að verja um 4,5 til 5 milljörðum króna í átakið. Hafnarfjarðarbær mun taka virkan þátt í þessu verkefni. Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins Fyrir […]
Til hamingju Haukar og takk fyrir ykkar faglega framlag! Posted apríl 12, 2021 by avista Heilsubærinn Hafnarfjörður – til hamingju Haukar með stórafmælið! Heilsubærinn Hafnarfjörður hefur um langt skeið lagt ríka áherslu á fjölbreyttar forvarnir með öflugu samstarfi, frístundastyrkjum og heilsutengdum verkefnum sem auðga og efla lífsgæði og heilsu Hafnfirðinga. Bærinn hefur löngum verið mikill íþróttabær og hefur árum saman alið af sér meistara á nær öllum sviðum íþróttalífsins. Þar […]
Skráning á frístundaheimili skólaárið 2021-2022 Posted apríl 9, 2021 by avista Opið fyrir skráningu á frístundaheimili skólaárið 2021-2022. Frístundaheimilin í Hafnarfirði eru í boði fyrir börn í 1.-4. bekk og starfa við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Hlutverk þeirra er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur með m.a. hópastarfi, smiðjum, útiveru og vali. Markmið frístundaheimilanna er að hvert barn fái að njóta sín […]
Vorsópun stendur yfir – tökum þátt Posted apríl 9, 2021 by avista Sópun á götum, stéttum og göngustígum í Hafnarfirði hófst fyrir nokkru síðan en markviss og reglubundin sópun í Hafnarfirði er nú hafin. Miðbær Hafnarfjarðar hefur verið sópaður og verður sópaður sérstaklega vel um helgina og strax eftir helgi tekur við markviss og skipulögð sópun innan hverfa. Í fyrra fór sópun af stað um svipað leyti […]
Heilavinátta er nokkurs konar skyndihjálp Posted apríl 8, 2021 by avista Hafnarfjarðarbær og Alzheimersamtökin skrifuðu í byrjun mars undir samstarfsyfirlýsingu um innleiðingu á samfélagi sem er vinveitt, styðjandi og meðvitað um þarfir fólks með heilabilun og aðstandendur þeirra. Þannig mun Hafnarfjarðarbær, með faglegri aðstoð og öflugum stuðningi Alzheimersamtakanna, markvisst varða leið þeirra sem eru með heilabilun með því að ýta undir vitund og þekkingu starfsfólks og […]
Stoðir styrktar og vörn snúið í sókn Posted apríl 8, 2021 by avista Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2020 lagður fram í bæjarráði í dag Rekstrarafkoma fyrir A og B hluta Hafnarfjarðar var jákvæð um 2,3 milljarða króna á árinu 2020. Fyrir A hluta var afkoman jákvæð um 1,6 milljarða króna. Þrátt fyrir neikvæð áhrif Covid-19 faraldursins á skatttekjur og útgjöld var grunnrekstur bæjarsjóðs traustur á síðasta ári. Þar […]