Category: Fréttir

Opnað fyrir umferð á tvöfaldri Reykjanesbraut

Sjá fréttatilkynningu á vef Vegagerðarinnar Fjórar akreinar í gegnum Hafnarfjörð Umferð var hleypt á tvöfalda Reykjanesbraut í Hafnarfirði í gær, þar með lýkur að mestu framkvæmdum sem Vegagerðin bauð út í fyrra og hófust í maí 2019. Útboð Vegagerðarinnar hljóðaði upp á tvöföldun Reykjanesbrautar (41) í Hafnarfirði, nánar tiltekið 3,2 kafla milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. […]

Cuxhaven-jólatréð sótt í Skógrækt Hafnarfjarðar

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar ásamt fríðu föruneyti mætti í Skógrækt Hafnarfjarðar í morgunsárið til að fella og sækja jólatré sem marka mun miðju Jólaþorpsins yfir jólahátíðina. Hefð hefur verið fyrir því að jólatréð á Thorsplani komi frá vinabæjum Hafnarfjarðar. Lengi vel frá Frederiksberg í Danmörku en nú hin síðari ár frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi. Sú […]

Breytingar á grunnskólastarfi frá og með 23. nóvember

Varfærnar breytingar á grunnskólastarfi verða frá mánudeginum 23. nóvember sem gilda til og með 1. desember nk. Við nýjar breytingar er áhersla lögð á að stíga varlega til jarðar og fara aðeins í aðgerðir eða breytingar sem tala í takti við sóttvarnarreglur heilbrigðisyfirvalda. Framkvæmdin er samræmd fyrir grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar.  Eftir yfirlegu skólastjórnenda og fræðsluyfirvalda í […]

Mikil jákvæðni gagnvart hafnfirsku leikskólastarfi

Foreldrar eru mjög jákvæðir í garð leikskóla í Hafnarfirði.Mat á skólastarfi er virkur þáttur í starfi leikskólanna og hefur mikla vigt fyrir leikskólastarfið.  Nú liggur fyrir skýrsla Skólavogar sem byggir á niðurstöðum viðhorfskönnunar sem lögð var fyrir foreldra barna í leikskólum Hafnarfjarðar í mars 2020. Niðurstöðurnar gefa bæði ákveðnar vísbendingar um það sem vel er […]

Faglegt grunnskólastarf kallar á öflugt samstarf allra

Faglegt og gott grunnskólastarf kallar á öflugt samstarf allra hlutaðeigandi Mat á skólastarfi er virkur þáttur í starfi grunnskólanna og mikilvægt innlegg í þróun skólastarfsins og mörkun umbótaverkefna innan hvers skóla. Nú liggur fyrir skýrsla Skólavogar sem byggir á niðurstöðum viðhorfskannana sem lagðar voru fyrir nemendur og starfsfólk allra grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar skólaárið 2019-2020. Nemendakönnun var […]

Piss, kúkur, klósettpappír! Klósettið er EKKI ruslatunna

Í dag er alþjóðlegi klósettdagurinn og því tilvalið að kynna nýtt samvinnuverkefni sem hefur það að markmiði að draga úr rusli í fráveitu og þar með álagi á umhverfið.  Verkefnið „bara piss, kúk og klósettpappír í klósettið“ er samvinnuverkefni Umhverfisstofnunar og Samorku í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisnefnda á landinu. Með jákvæðum, hnitmiðuðum […]

Sérstakir styrkir til barna frá tekjulágum heimilum

Opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid19  Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum […]

Söfnin opna aftur 18. nóvember

Söfnin í Hafnarfirði opna á ný frá og með miðvikudeginum 18. nóvember þegar varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum taka gildi. Grímuskylda er á söfnunum, tveggja metra regla og fjöldatakmörkun miðast við 10 manns.  Bókasafn Hafnarfjarðar Bókasafn Hafnarfjarðar verður fyrst um sinn opið frá kl. 13-17 virka daga og frá kl. 11-15 laugardaga. 2. hæð verður […]

Það er tungunni tamast sem hjartanu er kærast

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember  -Leifur S. Garðarsson skólastjóri í Áslandsskóla skrifar: Það er tungunni tamast sem hjartanu er kærast Á 25 ára afmæli Stóru upplestrarkeppninnar Á degi íslenskrar tungu setjum við árlega Stóru upplestrarkeppnina í Áslandsskóla. Í keppninni taka ár hvert þátt nemendur í 7. bekk skólans. Markmið keppninnar er að auka hlut talaðs […]

Óbreytt skólastarf fram að helgi og ekki frístundabíll

Enn hafa verið boðaðar breytingar á reglugerð sem snúa að starfi grunnskóla sökum nýrra sóttvarnarreglna. Staðan er hins vegar óljós þar sem skólar hafa ekki fengið staðfestar upplýsingar um í hverju breytingarnar felast. Þess vegna hefur verið tekin sú ákvörðun að skólastarf í grunnskólum Hafnarfjarðar á morgun, miðvikudag 18. nóvember og fram að helgi, verði […]