Category: Fréttir

15 verkefni fengu menningarstyrk

Aðilar og verkefni sem auðga og dýpka enn frekar listalíf Hafnarfjarðarbæjar Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg síðasta vetrardag samhliða útnefningu bæjarlistamanns og hlutu 15 verkefni styrk að þessu sinni. Sex verkefni fengu samstarfssamning til tveggja eða þriggja ára að þessu sinni. Menningarstyrkir eru afhentir […]

Tryggðu þér og þínum fjölskyldugarð í sumar

Fjölskyldugarðar eru opnir öllum bæjarbúum Frábært tækifæri til ræktunar fyrir alla áhugasama – einstaklinga og fjölskyldur Fjölskyldugarðar Hafnarfjarðar eru opnir öllum bæjarbúum og er um að ræða frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og einstaklinga í Hafnarfirði til að rækta sitt eigið grænmeti og hugsa um í sumar. Fjölskyldugarðarnir verða opnir á Víðistöðum og á Öldugötu. Kostnaður […]

Örugg búseta fyrir alla – kortlagningu lokið

Örugg búseta fyrir alla – kortlagningu lokið á höfuðborgarsvæðinu   Í október sl. var samstarfsverkefni Húsnæðis og Mannvirkjastofnunar (HMS), ASÍ og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) ”Örugg búseta fyrir alla” ýtt úr vör, en markmiðið var að kortleggja búsetu í atvinnuhúsnæði. Verkefnið hófst með kortlagningu á höfuðborgarsvæðinu sem nú er lokið og er ítarlegar niðurstöður að finna […]

Gleðilegt sumar kæru íbúar!

Bæjaryfirvöld og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar óska íbúum og vinum Hafnarfjarðar gleðilegs sumars með þökk fyrir ansi snjóþungan og óvenju mikinn vetur í Hafnarfirði sem bæði hefur haft sína kosti og galla. Kostirnir eru ótvírætt þeir að snjórinn opnar á öðruvísi möguleika til skemmtunar og útivistar sem íbúar og aðrir gestir hafa nýtt sér óspart.   Sumardagurinn fyrsti haldinn […]

Bæjarlistamaður 2022 er Bjössi Thor

Ekki bara einn þekktasti gítarleikari landsins heldur dáður um allan heim Björn Thoroddsen, einn þekktasti og ástsælasti gítarleikari landsins, er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2022. Hann hefur á sinn einlæga og fallega hátt stimplað sig inn í hug og hjörtu gítaráhugafólks um allan heim og auðgað menningarlíf æskubæjarins Hafnarfjarðar með viðburðum sínum. Björn, eða Bjössi Thor […]

HEIMA 2022 er í kvöld!

HEIMA er haldin í sjöunda sinn í Hafnarfirði í kvöld en hátíðin var fyrst haldin síðasta vetrardag 2014. Engin hátíð var haldin 2020 og 2021 en nú er komið að HEIMA 2022 – síðasta vetrardag, 20. apríl. Listamennirnir eru þrettán og allir koma fram tvisvar í sitthvoru HEIMA-húsinu í miðbænum. Þrettán fjölskyldur bjóða heim í […]

Sumarið hefst HEIMA í Hafnarfirði

Hafnfirðingar taka fagnandi á móti sumri með fyrstu og lengstu bæjarhátíð ársins Menningar- og þátttökuhátíðin Bjartir dagar hefst í Hafnarfirði á morgun, síðasta vetrardag. Hátíðin hefst á því að nemendur í þriðja bekk syngja inn sumarið á Thorsplani, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar verður útnefndur kl. 17 í Hafnarborg og styrkir til viðburða og menningarstarfsemi veittir samhliða. Hlýlega […]

Átta framboðslistar í Hafnarfirði

Sveitarstjórnarkosningar 2022: Átta framboðslistar í Hafnarfirði Meðfylgjandi er auglýsing frá yfirkjörstjórn Hafnarfjarðar um framboðslista sem verða í kjöri við sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði 14. maí 2022.  Yfirkjörstjórn Hafnarfjarðar hefur veitt viðtöku átta framboðum til sveitarstjórnarkosninga í Hafnarfirði sem fram fara laugardaginn 14. maí nk. Framboðin hafa öll verið úrskurðuð gild en þau eru: Framsókn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn, […]

SAMGUS fundar í Hafnarfirði

Aðal- og vorfundur SAMGUS – Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra – var haldinn í Hafnarfirði dagana 6. – 8.apríl 2022. Fundarhöld í Hafnarfirði hófust með um 80 manna afmælisráðstefnu á fyrsta degi og um 40 manns funduðu áfram alla þrjá dagana. Margir hverjir nýttu tækifærið og hreiðruðu um sig á hafnfirskum hótelum þessa daga og nutu […]

Tökum hoppandi á móti páskunum!

….og hjálpumst að við að halda þeim heilum Loft er komið í alla fjóra ærslabelgina sem settir hafa verið upp í Hafnarfirði. Vinna við gangsetningu eftir vetrardvöl hófst í gær og nú geta börn og ungmenni á öllum aldri tekið hoppandi á móti páskunum. Belgirnir eru yfirleitt opnir í takti við útivistartíma barna og ungmenna, […]