Sjónarhorn – fræðslustundir fyrir eldri aldurshópa Posted apríl 12, 2022 by avista Hafnarborg leggur áherslu á að gefa öllum tækifæri til að kynnast menningu og listum og býður upp á leiðsagnir fyrir alla aldurshópa. Sjónarhorn eru fræðslustundir ætlaðar eldra fólki, sem hefur áhuga á menningu og listum, til að fræðast um starfsemi Hafnarborgar, yfirstandandi sýningar eða einstök verk úr safneign. Á næstu fræðslustund, miðvikudaginn 13. apríl kl. […]
Tímamótasamingur við öflugt listdansfélag Posted apríl 12, 2022 by avista Hafnarfjarðarbær gerir þjónustusamning við Listdansskóla Hafnarfjarðar Íþróttafélögin í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbær hafa gert samninga sín á milli um þjónustu og rekstur félaganna til að tryggja bæjarbúum aðgengi að fjölbreyttum íþróttum og til að reka íþróttamannvirkin. Nú hefur verið undirritaður samningur við Listdansskóla Hafnarfjarðar sem mun styðja enn frekar þann fjölbreytileika sem ríkir í tómstundum og […]
Afmæli var þemað í ár – Áslandsskóli 20 ára Posted apríl 12, 2022 by avista Menningardagar setja skemmtilegan svip á skólalífið og allt samfélagið í Áslandi Menningardagar í Áslandsskóla hafa verið árlegur viðburður í Áslandsskóla frá upphafi fyrir utan síðustu tvö ár sem lituð eru af sögulegum heimsfaraldri. Um er að ræða skemmtileg hefð og mikil tilhlökkun hjá bæði nemendum og starfsfólki við allan undirbúning og vinnu. Menningardagar hafa sett […]
Formleg afhending 3ju hæðar í Lífsgæðasetri St. Jó Posted apríl 12, 2022 by avista Ný aðstaða mun valda byltingu í starfsemi samtakanna tveggja Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowreglunnar á Íslandi afhenti, við formlega athöfn síðastliðinn föstudag, Alzheimersamtökunum og Parkinsonsamtökunum 530 fermetra húsnæði til afnota fyrir starfsemi samtakanna. Bæði samtökin hafa komið sér fallega fyrir á 3. hæð í Lífsgæðasetri St.Jó í Hafnarfirði og eru þegar farin að taka á móti […]
Afkoma umfram áætlanir Posted apríl 12, 2022 by avista Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2021 var lagður fram í bæjarráði í dag. Rekstrarafkoma fyrir A og B hluta var neikvæð um 709 milljónir króna á árinu 2021. Áætlanir gerðu ráð fyrir neikvæðri afkomu á tímabilinu og er niðurstaðan 258 milljónum króna betri en áætlað var. Þessi niðurstaða skýrist einkum af 2,3 milljarða króna hækkun lífeyrisskuldbindingar […]
Vorsópun heldur áfram eftir stutt hlé vegna veðurs Posted apríl 11, 2022 by avista Sópun gatna hófst aftur í morgun eftir stutt hlé vegna veðurs Sópun á aðalgötum í Hafnarfirði hófst um mánaðarmót og mun standa yfir til og með 5. maí. Sópun hefur seinkað um nokkra daga vegna snjókomu og frosts en nú er aftur brostið á með vorblíðu. Gangstéttir verða sópaðar á tímabilinu 1.apríl – 10. maí, […]
Bjartir dagar 2022 Posted apríl 8, 2022 by avista Framundan eru Bjartir dagar í Hafnarfirði pakkaðir af fjölbreyttum viðburðum sem stofnanir bæjarins, íþróttafélög, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar standa fyrir. Hátíðin hefur haldist í hendur við Sumardaginn fyrsta undanfarin ár en mun, líkt og síðustu tvö árin, standa yfir lengur og vera hattur fjölbreyttra menningarviðburða í allt sumar. Sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna […]
Nýsköpun í búsetuþjónustu við fatlað fólk Posted apríl 7, 2022 by avista Fyrsti búsetukjarni sinnar tegundar í landinu Tímamótasamningur sem undirritaður var í upphafi árs 2019 er orðinn að veruleika með flutningi íbúa á ný og falleg heimili í búsetukjarna að Stuðlaskarði í Hafnarfirði. Þjónustusamningur Hafnarfjarðarbæjar við rekstrarfélagið Vinabæ á sér ekki fordæmi og felur í sér aðlagaða og sérhæfða búsetuþjónustu þar sem notendur sjálfir hafa bein […]
Viðburða- og menningarstyrkir í kjölfar Covid-19 Posted apríl 6, 2022 by avista Bæjarráð auglýsir sérstaka viðburða- og menningarstyrki í kjölfar Covid-19 lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl og verða styrkirnir teknir til úthlutunar í bæjarráði. Umsækjendur verða að tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti. Til dæmis með fastri búsetu einstaklinga, með því að viðburðurinn eða verkefnið sem styrkt er fari fram í Hafnarfirði og/eða […]
Fræðsla um forvarnir sem auka öryggi barna Posted apríl 5, 2022 by avista Fræðsla um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi fyrir íþróttafélög, starfsfólk og þjálfara Hvenær: Þriðjudaginn 12. apríl kl. 12 Hvar: Rafrænt – ýta hér til að mæta til fundar Hafnarfjarðarbær hefur samið við Barnaheill um fræðslu fyrir starfsfólk um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Hátt í 1000 starfsmenn bæjarins hafa á síðustu árum sótt námskeið sem […]