Category: Fréttir

Ærslabelgir lagðir í vetrardvalann

Frá og með deginum í dag munu ærslabelgir á Víðistaðatúni og á Óla Run túni vera loftlausir og þannig lagðir í vetrardvalann. Til stóð að halda lofti í belgnum allt fram að frostatíð en í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða, öryggisins vegna og þess að skemmd er komin í belg á Víðistaðatúni þá hefur verið ákveðið að […]

Sundlaugar og söfn lokuð áfram

Hertar sóttvarnaráðstafanir tóku gildi laugardaginn 31. október. Meginbreytingin felst í 10 manna fjöldatakmörkum í stað 20 áður. Gert er ráð fyrir að reglur um hertar aðgerðir gildi til og með 17. nóvember. Þær verða endurmetnar eftir aðstæðum með hliðsjón af því hvort hægt verði að aflétta þeim fyrr, eða hvort framlenging sé nauðsynleg.  Sundlaugar og […]

Látum strax vita af ólykt frá hafnarsvæði

Að gefnu tilefni vill Hafnarfjarðarbær koma meðfylgjandi á framfæri til íbúa og annarra hagsmunaaðila um mál sem tengist ólykt og rakin hefur verið til fyrirtækisins Hlaðbær Colas og hráefnis í biktönkum þess sem staðsettir eru við Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og framkvæmdastjóri fyrirtækisins funduðu í nýliðinni viku um alvarleika málsins, rýndu úrbótaáætlun og eru […]

Skoðanakönnun um vef Bókasafns Hafnarfjarðar

Hafnarfjarðarbær vinnur þessa dagana að nýjum vef fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar. Í laufléttri og stuttri könnun sem íbúar og vinir Hafnarfjarðar eru hvattir til að taka þátt í er eingöngu spurt um atriði sem snerta vefinn:  www.bokasafnhafnarfjardar.is og snúa m.a. að fjölda heimsókna á vef,  hvernig vefurinn þjónar þörfum notenda, í hvaða tilgangi vefurinn er heimsóttur og hvaða […]

Hádegistónleikar í beinni frá Hafnarborg í dag kl. 12

Þriðjudaginn 3. nóvember kl. 12:00 mun Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, sópran, koma fram á hádegistónleikum ásamt Antoníu Hevesi, píanóleikara. Á tónleikunum sem bera yfirskriftina Dísætir tónar verða fluttar aríur úr óperunum La Bohème og Tosca eftir G. Puccini og Adriana Lecouveur eftir F. Cilea. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða tónleikarnir haldnir fyrir tómum sal. Vegna gildandi […]

Samkomutakmarkanir og börn – þrengjum tengslanetið

Skólar og íþróttafélög skipuleggja sitt fyrirkomulag til að fara eftir fyrirmælum yfirvalda um takmarkanir á skólastarfi og samkomum, þ.m.t. fjöldatakmörkunum, rýmum og grímunotkun. Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum.      Gott er að hafa […]

Covid19: Takmörkun á skólastarfi frá 3. nóvember

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. Sett er það markmið að sem minnst röskun verði á skólastarfi og að starf á leikskólastigi og á fyrsta stigi grunnskóla verði óskert. Að ráði sóttvarnalæknis verður reglu um grímuskyldu breytt þannig að hún eigi ekki við um börn fædd 2011 […]

Skólahald í ljósi hertra sóttvarnarreglna

Leik- og grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu taka til starfa á ný á morgun, 3. nóvember en starfsdagur var í dag vegna skipulagningar skólastarfs í ljósi hertra sóttvarnarreglna. Leik- og grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarnar vikur gripið til margvíslegra varúðarráðstafana hvað varðar sóttvarnarhólf, smitvarnir og blöndun hópa og eru því vel undirbúnir til þess að haga starfi […]

Takmörkun á velferðarþjónustu – en óskert eftir föngum

Hertar sóttvarnaráðstafanir stjórnvalda tóku gildi í gær, laugardaginn 31. október. Meginbreytingin felst í 10 manna fjöldatakmörkum í stað 20 áður. Öllu skipulögðu félagsstarfi eldri borgara lokað tímabundið  Í ljósi hertra aðgerða stjórnvalda hefur verið tekin ákvörðun um að allri skipulagðri hópastarfsemi í félagsstarfi eldri borgara verði lokað tímabundið. Hraunsel verður þó opið, starfsmenn verða til […]

Skipulagsdagur í leik- og grunnskólum 2. nóvember

Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnarreglna stjórnvalda til varnar COVID-19. Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum og öðru starfsfólki. Leik- og grunnskólabörn eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en […]