Styrkur veittur til áframhaldandi uppbyggingar í Seltúni Posted mars 26, 2021 by avista Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthlutaði á dögunum 16 milljónum króna til áframhaldandi uppbyggingar í Seltúni í Krýsuvík. Styrkurinn er veittur til að bæta aðstöðu, þjónustu og gönguleiðir sem og að bæta aðstöðu til útivistar á svæðinu í heild. Um er að ræða mjög virkt sprengigíga- og borholusvæði og kallar það eitt á að gönguleiðir þarf stöðugt að […]
Aldís er nýr forstöðumaður Hafnarborgar Posted mars 26, 2021 by avista Aldís Arnardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Hafnarborgar. Aldís þekkir vel til safnastarfa sem sjálfstætt starfandi listfræðingur og sýningarstjóri og hefur víðtæka reynslu og þekkingu á listasögu og myndlist. Aldís er með MA próf í listfræði frá Háskóla Íslands og BA prófi í listfræði og menningarfræði frá sama skóla. Aldís hefur störf hjá Hafnarborg þann 1. maí […]
Íslensku tónlistarverðlaunin 2021 – fjöldi tilnefninga tengdar Hafnarborg Posted mars 26, 2021 by avista Hafnarfjarðarbær óskar Hafnarborg og öllu því listafólki sem hlaut tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 í fjölbreyttum flokkum innilega til hamingju með tilnefningarnar. Lista- og menningarstarf bæjarins er sannarlega auðugt. Sjá tilkynningu á vef Hafnarborgar Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 Hafnarfjarðarbær tekur undir hamingjuóskir Hafnarborgar til allra hlutaðeigandi og óskar Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur og Francisco Javier […]
Áhrif hertra aðgerða á þjónustu Hafnarfjarðarbæjar Posted mars 25, 2021 by avista Hertar lokanir og takmarkanir vegna Covid19Áhrif á þjónustu Hafnarfjarðarbæjar Vegna hópsmita sem komið hafa upp nú í vikunni hefur heilbrigðisráðuneytið gefið út reglugerð með hertum aðgerðum til að hindra að Covid19 smit breiðist út. Reglugerðin tók gildi á miðnætti. Mikilvægar upplýsingar er hægt að nálgast hér: Covid.is Gildandi sóttvarnarreglur Gildandi takmörkun á samkomum frá 25. […]
Áhersla lögð á svörun í síma, með netspjalli og tölvupósti Posted mars 25, 2021 by avista Notum rafrænar leiðir í samskiptum við sveitarfélagið þessa dagana og lágmörkum alla afhendingu gagna Í ljósi neyðarstigs almannavarna sem nú er í gildi vegna Covid19veirunnar eru íbúar og aðrir viðskiptavinir sem eiga erindi í þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötu 6 og þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar að Norðurhellu 2 hvattir til að leggja áherslu á rafrænar þjónustuleiðir. Hægt er […]
Áslandsskóli sigrar Fjármálaleika Fjármálavits 2021 Posted mars 24, 2021 by avista 10. bekkur Áslandsskóla bar sigur úr býtum í Fjármálaleikum Fjármálavits þetta árið og hlaut að launum 150.000.- krónur í verðlaunafé auk farandbikars. Af því tilefni sótti Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra nemendur heim, hélt smá tölu og afhenti bekknum verðlaunin. Nemendur ákváðu að gefa helming þessarar upphæðar til góðgerðarmála og eftir kosningu var ákveðið að styrkja Alzheimer […]
Fyrirmyndir í framsögn á íslenskri tungu Posted mars 24, 2021 by avista Stóra upplestrarkeppnin fagnar 25 ára afmæli í ár Stóra upplestrarkeppnin fagnar í ár 25 ára afmæli og hefur keppnin stækkað og eflst svo um munar með árunum og er nú haldin á landsvísu. Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði var haldin í Víðistaðakirkju í gær að viðstöddum fulltrúum frá grunnskólum Hafnarfjarðar, aðstandendum og boðsgestum. Þessi merkilega […]
Covid19: Stórhertar aðgerðir taka gildi á miðnætti Posted mars 24, 2021 by avista Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins Hertar reglur um sóttvarnaráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti í kvöld. Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin. Grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum verður lokað þar til páskafrí tekur við. Margvísleg starfsemi sem rúmast ekki innan reglu um 10 manna fjöldatakmörkun […]
Almannavarnastig fært úr hættustigi í neyðarstig vegna Covid19 Posted mars 24, 2021 by avista Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis: Almannavarnastig fært úr hættustigi í neyðarstig vegna COVID-19 Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr hættustigi upp á neyðarstigi vegna COVID-19. Aflétting af neyðarstigi á hættustig var lýst yfir 12. febrúar sl. því þá gekk vel að ná niður COVID-19 smitum í samfélaginu. Þessi […]
Tilkynning vegna starfsdags í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu Posted mars 24, 2021 by avista Áríðandi tilkynning – starfsdagur til kl. 12 fimmtudaginn 25. mars Allir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu opna klukkan 12 á morgun vegna hertra sóttvarnarráðstafana sem taka gildi nú á miðnætti. Til að innleiða breytt skipulag hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að starfsdagur verði á leikskólum til hádegis á morgun, fimmtudag. Markmiðið með þessari ráðstöfun er að starfsemi […]