Category: Fréttir

Nemendur í Víðistaðaskóla stofna Menntakerfið okkar

Félagið Menntakerfið okkar var stofnað af nemendum í 10. bekk Víðistaðaskóla í nóvember 2020 og vill hópurinn á bak við félagið benda á og taka virkan þátt í samtali um hvernig uppfæra og betrumbæta megi íslenskt menntakerfi í takti við nýja tíma, þarfir og áskoranir. Nemendur byggja hugmyndir sínar á eigin grunnskólareynslu, upplifun vina og […]

Vinabær tekur fyrstu skóflustunguna

Hópurinn á bak við Vinabæ hefur nú tekið fyrstu skóflustunguna að framtíðarhúsnæði sínu að Stuðlaskarði 2 í Skarðshlíðarhverfi. Rekstrarfélag Vinabæjar er hlutafélag í eigu sex einstaklinga og aðstandenda þeirra sem hefur þann tilgang að sjá um þjónustu við íbúar Vinabæjar og mun félagið sjá um byggingu húsnæðisins að Stuðlaskarði. Ráðgert er að íbúðirnar verði tilbúnar […]

Dagur Norðurlanda er í dag 23. mars

Dagur Norðurlanda er haldinn hátíðlegur þann 23. mars ár hvert. Í ár eru 70 ár frá því að Hafnarfjörður gerðist aðili að norrænu vinabæjarkeðjunni með Frederiksberg í Danmörku, Uppsala í Svíþjóð, Bærum í Noregi og Hämeenlinna í Finnlandi. Þá á Hafnarfjörður vinabæina Tvöroyori í Færeyjum og Illulissat í Grænland. Samvinna á milli bæjanna byrjaði eftir heimsstyrjöldina síðari þegar […]

Við minnum á Covid19 samfélagssáttmálann

Að gefnu tilefni er meðfylgjandi endurbirt með vinsamlegri beiðni um fulla og virka þátttöku allra. Í ljósi frétta síðustu daga er rétt að minna á samfélagssáttmálann. Sáttmála sem gilt hefur frá því að Covid19 barst til landsins í mars 2020.  Við minnum á samfélagsáttmálann We would like to remind you about the community pledge Chcielibyśmy […]

Ratsjáin fyrir ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu

Í gær skrifuðu Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastóri SSH og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, undir samning um Ratsjánna á höfuðborgarsvæðinu. Ratsjáin er nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans og er um að ræða ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og […]

Haustsýning Hafnarborgar 2021 – vinningstillaga

Listráð Hafnarborgar hefur valið Samfélag skynjandi vera, í sýningarstjórn Wiolu Ujazdowska og Huberts Gromny, sem haustsýningu ársins 2021. Með því að bjóða fjölbreyttum hópi – listamönnum, fræðimönnum og fleirum – að taka þátt í sýningunni vilja sýningarstjórarnir skapa vettvang þar sem margar raddir mætast og ólíkir möguleikar tjáningar og skynjunar eru skoðaðir. Þannig mun sýningin […]

Dagur vatnsins er í dag – hvers virði er vatnið?

Hvers virði er vatnið? Sameinuðu þjóðirnar hafa haldið upp á dag vatnsins þann 22. mars frá árinu 1993. Markmið Sþ með deginum er m.a. að auka vitund fólks á nauðsynlegu aðgengi að hreinu vatni en í dag skortir um 2,3 milljarð manna aðgang að öruggu vatni. Eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er einmitt að tryggja […]

Formleg útskrift úr fjölþættri heilsueflingu 65+

Formleg útskrift úr verkefninu Fjölþætt heilsuefling 65+ í Hafnarfirði – leið að farsælum efri árum á vegum Janusar heilsueflingar fór fram í Hafnarborg þriðjudaginn 2. mars . Þetta er þriðji hópurinn sem nær þessum áfanga en verkefnið hóf göngu sína í upphafi árs 2018. Hluti af hópi þátttakenda sem lokið hafa þessu tveggja ára verkefni […]

Hafnarfjarðarstíll og Stíll 2021 – sirkus er þemað í ár

Hafnarfjarðarstíll var haldinn í félagsmiðstöðinni Setrinu í Setbergsskóla í byrjun mars. Hér er um að ræða metnaðarfulla hönnunarkeppni þar sem keppt er í hár, förðun og hönnun og munu keppendur í Hafnarfjarðarstíl taka þátt í Stíl 2021 – hönnunarkeppni unga fólksins – sem fram fer á morgun laugardaginn 20. mars.  Þema keppninnar í ár er […]

Myndlistarmenn ársins 2021 sýna í Hafnarborg

Laugardaginn 20. mars verður sýningin Töfrafundur – áratug síðar opnuð í Hafnarborg eftir spænsk-íslenska myndlistartvíeykið og handhafa Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021, Libiu Castro & Ólaf Ólafsson, ásamt hinum teygjanlega listamanna- og aktívistahóp Töfrateyminu. Nú eru tíu ár liðin síðan listamennirnir héldu síðast einkasýningu í Hafnarborg, þá byggða á stjórnarskránni frá 1944, og eins er áratugur síðan […]