Category: Fréttir

Hertar sóttvarnaráðstafanir frá 31. október

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi laugardaginn 31. október. Sömu reglur munu gilda um allt land. Meginbreytingin felst í 10 manna fjöldatakmörkum í stað 20 áður. Allt íþróttastarf verður óheimilt og sviðslistir sömuleiðis. Gert er ráð fyrir að reglur um hertar aðgerðir gildi til og með 17. nóvember. Þær […]

Sjálfstraust nemenda efldist í foreldrafjarviðtölum

Á tímum Covid19 hefur reynt duglega á fjölmennan hóp sem skipar framvarðasveit í menntamálum hér í Hafnarfirði. Þriðja bylgja smita og sóttvarnaaðgerða stendur nú sem hæst. Grunnskólar hafa ekki þurft að loka en starfsfólk skiptist í hólf á kaffistofum eftir námsstigum og foreldrar mega ekki fara inn í skólana.  Bæjarblaðið Hafnfirðingur ræddi við fulltrúa allra […]

Hafnarfjarðarbær selur 15,42% hlut í HS Veitum hf.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að ganga að tilboði HSV eignarhaldsfélags slhf. í 15,42% eignarhlut bæjarins í HS Veitum fyrir 3,5 milljarða króna. Undirbúningur að sölu hlutabréfanna í HS Veitum hófst með samþykkt bæjarráðs í apríl. Hluturinn var settur í opið útboðsferli og sýndu fjölmargir fjárfestar áhuga á hlutabréfunum. Eftir sex mánaða […]

Höldum hrekkjavöku heima öryggisins vegna

Laugardaginn 31. október er hrekkjavaka sem sífellt hefur notið meiri vinsælda hér á landi og víða hefur skapast sú hefð að börn gangi í hús með „grikk eða gott”.  Að teknu tilliti til þess að enn er í gildi neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að halda upp á hrekkjavökuna með […]

Skínum skært í vetur!

Endurskin eykur öryggi í umferðinni  Nú þegar dag er tekið að stytta er nauðsynlegt að minna á mikilvægi þess að vera með endurskinsmerki eða endurskin á fatnaði og gott ljós á öllum farartækjum. Endurskinsmerki á fötum og ljós á hjólum auka öryggi og sýnileika og skipta miklu máli í þeim aðstæðum sem skapast yfir vetrarmánuðina, […]

Öryggi barna aukið með öflugri fræðslu og þjálfun

Námskeið um öryggi barna vel sótt af starfsfólki íþróttafélaganna Í samningum íþróttafélaga í Hafnar­firði við Hafnarfjarðarbæ er ákvæði um að þeir sem starfa í íþróttahreyfi­ngunni skulu sækja námskeið um barnavernd í boði sveitarfélagsins. Samið var við Barnaheill um að sjá um þetta námskeið í ár og fór rafrænt námskeið fram um miðjan mánuð. Hátt í […]

Íþróttastarf barna og ungmenna – næstu skref

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við ÍSÍ og almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hafa tekið þá ákvörðun um að heimila börnum fædd 2004 og eldri að hefja æfingar í íþróttamannvirkjum á vegum sveitarfélaganna og félaganna frá og með 26. október n.k. Íþrótta- og tómstundastarf og sundkennsla barna fædd 2005 og síðar mun hefjast 3. nóvember næstkomandi. Tilgangur aðgerða […]

Jólabærinn Hafnarfjörður klæðir sig í jólafötin

Jólabærinn Hafnarfjörður er á leiðinni í jólafötin þessa dagana og hefur unnið að verkefninu síðustu daga og mun halda því áfram fram að jólum. Ákveðið var að setja jólaljósin snemma upp í ár í ljósi alls og eru íbúar hér með hvattir til að gera slíkt hið sama. Nú þegar hafa jólaljós verið sett upp […]

Njótum útivistar í vetrarfríinu

Vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar fimmtudaginn og föstudaginn 22.-23. október og víðar um land. Söfn og sundlaugar í Hafnarfirði, líkt og á öllu höfuðborgarsvæðinu, eru lokuð og standa því ekki fyrir fjölbreyttri dagskrá eins og oft áður en bjóða þess í stað fram skemmtilegar hugmyndir til að njóta útivistar í vetrarfríinu. Ferðumst innanhúss og upplifum […]

Börnin skapa og skemmta sér á Bóka- og bíóhátíð

Hafnfirskir skólar eru að fara öðruvísi og skapandi leiðir við framkvæmd verkefna í tengslum við Bóka- og bíóhátíð barnanna í ár en hátíðin stóð yfir síðustu vikuna í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Hátíðin í ár einkennist ekki síst af skapandi hugsun og öðruvísi skemmtiheitum sem kallað hefur m.a. á aukið samstarf milli bekkja og frístundaheimila […]