Category: Fréttir

COVID-19: Breyttar reglur um takmarkanir og skólahald

COVID-19: Breyttar reglur um samkomutakmarkanir og skólahald Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins  Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi sem kveða á um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19 og tóku þær gildi á miðnætti, aðfaranótt 5. október. Eftirfarandi er samantekt um helstu breytingar, m.a. um undanþágur frá hámarksfjölda […]

Dagdvöl á Sólvangi opnuð á ný

Dagdvöl á Sólvangi var opnuð í gær eftir miklar endurbætur á húsnæðinu og er óhætt að segja að notendur þjónustunnar hafi mætt glaðbeittir til leiks að nýju eftir ansi langa fjarveru. Dagdvölinni var upphaflega lokað vegna Covid19 faraldursins í byrjun mars og í framhaldinu farið af stað með viðamiklar endurbætur á fyrstu hæð í eldri […]

Tækniskóli og Flensborgarskóli fá Gulleplið 2020

Tækniskólinn og Flensborgarskólinn í Hafnarfirði fengu í dag afhentar viðurkenningar Gulleplisins 2020 fyrir framúrskarandi heilsueflingarstarf í framhaldsskólum. Tækniskólinn fékk Gulleplið sjálft en Flensborgarskólinn heiðursverðlaun fyrir að hafa unnið ötullega að heilsueflingu innan skólans síðustu tíu árin.  Það er Embætti landlæknis sem veitir viðurkenningarnar. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, var viðstödd viðurkenningahátíðina og fjallaði í ræðu sinni […]

Hjarta Hafnarfjarðar og Hafnarborg í bleiku ljósi

Bleikur október er genginn í garð. Hafnarfjarðarbær hefur í gegnum árin sýnt átakinu stuðning með því að lýsa upp falleg hús, verk eða veggi í bleikum lit. Í ár urðu hjarta Hafnarfjarðar við enda Strandgötunnar og Hafnarborg fyrir valinu.  Bleika slaufan – átaksverkefni Krabbameinsfélagsins Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein íslenskra kvenna. Á aðeins 50 árum hafa […]

Opið fyrir umsóknir í Jólaþorpið

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði 2020. Sem fyrr vill Jólaþorpið fá til liðs við sig einstaklinga, samtök og fyrirtæki sem hafa til sölu gæðavöru á góðu verði og fjölbreytt úrval varnings með loforði um líf og jólafjör í sölubásnum. Í Jólaþorpinu verða um 20 skreytt einingahús sem eru 5,8 […]

Sérstök aðgát í íþróttahúsum sveitarfélagsins til 12. október

Þriðja bylgjan í Covid19 hófst með töluverðum hvelli í síðustu viku og miða varfærnar aðgerðir að því að tryggja m.a. að skóla- og tómstundastarf barna og þar með talið íþróttastarf haldist áfram óskert. Því hefur verið ákveðið að grípa til meðfylgjandi ráðstafana a.m.k. til 12. október 2020 með fyrirvara um þróun mála hvað varðar frekari smit […]

Styrkir bæjarráðs – seinni úthlutun 2020

Bæjarráð veitir ár hvert félagasamtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröð sveitarfélagsins. Úthlutun styrkja fer fram tvisvar á ári og nú er komið að seinni úthlutun ársins í ár. Umsóknarfrestur er til 29. október 2020. Umsækjendur […]

Vímuefnafræðslan VELDU fyrir ungmennin okkar

Hafnarfjarðarbær í samstarfi við fyrirtækið Heilsulausnir mun á næstu vikum bjóða nemendum í 9. og 10. bekkjum í grunnskólum Hafnarfjarðar upp á Vímuefnafræðsluna Veldu  með það fyrir augum að upplýsa ungmennin okkar um skaðsemi vímuefna og ávanabindingu samhliða því að styrkja sjálfsmynd þeirra. Fræðarar á vegum Heilsulausna, sem eru hjúkrunarfræðingar að mennt, byggja fræðsluefni sitt […]

Músik og mótor sameina ungmenni

Mótorhúsið var stofnað árið 1996 og er staðsett að Dalshrauni 10 sem er þekktast er sem gamla lakkrísgerðin. Mótorhúsið er félagsmiðstöð fyrir 13-20 ára ungmenni með aðstöðu fyrir viðgerðir og viðhald á ýmsum farartækjum. Í sama húsnæði er einnig tónlistarsmiðjan Músikheimar , þar sem sett hafa verið upp stúdíó til æfinga og upptöku fyrir ungt […]

Styrkir úr sjóði Friðriks og Guðlaugar

Stjórn sjóðs Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki. Hlutverk sjóðsins er að efla tónlistarlíf í Hafnarfirði og styrkja hafnfirska nemendur til framhaldsnáms í tónlist og fræðimenn í tónlist. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2020. Sótt er um á mínum síðum á hafnarfjordur.is. Umsækjandi skal gefa greinargóða lýsingu á námi sínu eða fyrirhuguðu […]