Category: Fréttir

Sigurður nýr sviðsstjóri stjórnsýslu

Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að ráða Sigurð Nordal í stöðu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Sigurður starfaði á árinu 2020 tímabundið við ráðgjöf og aðstoð við stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar og vann þar m.a. að mikilvægum fjárhagslegum greiningum og úttektum. Sigurður mun hefja störf í mars. Sigurður Nordal er nýr sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar Sigurður Nordal tekur […]

Börn af erlendum uppruna og íþróttir – vertu með!

Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) vilja vekja athygli á bæklingi sem gefinn var út árið 2019 og endurútgefinn 2021 um ávinning þess að stunda íþróttir með íþróttafélagi. Markmið bæklingsins er að ná betur til foreldra barna og ungmenna af erlendum uppruna og fræða þau um kosti þess að börn og ungmenni […]

Jarðskjálftar: Krjúpa, skýla, halda

Mikilvægt að halda ró sinni og hlusta á ráðleggingar almannavarna Nokkuð sterk jarðskjálftahrina hefur gengið yfir á Reykjanesi síðustu daga og viku.  Af því tilefni er almenningur hvattur til þess að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta þannig að sem flestir og helst allir séu meðvitaðir um rétt viðbrögð. Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann […]

Víðistaðaskóli vann í Veistu svarið 2021

Æsispennandi úrslitakeppni í spurningakeppni grunnskólanna Veistu svarið? fór fram í Bæjarbíói í síðustu viku þar sem lið Áslandsskóla og Víðistaðaskóla öttu kappi um efstu tvö sætin. Keppnin hefur til þessa farið fram rafrænt en úrslitakeppnin fór fram í Bæjarbíói og er óhætt að segja að spennustigið hafi verið hátt og keppnin mikil.  Lið Víðistaðaskóla stóð […]

Bjartir dagar 2021 – óskað eftir hugmyndum

Óskað er eftir hugmyndum að dagskrá Bjartra daga sem haldnir verða dagana 21.-25. apríl í tengslum við Sumardaginn fyrsta eins og undanfarin ár. Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á unglingamenningu og börn og unglingar hvött til virkrar þátttöku. Bjartir dagar er menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í […]

Sjö þróunarreitir lausir til umsóknar í Hamranesi

Hafnarfjarðarbær óskar eftir aðilum til að taka þátt í áframhaldandi þróun og uppbyggingu í Hamranesi. Um er að ræða sjö þróunarreiti fyrir um 60 íbúðir á hverjum reit á austursvæðinu, sunnan Hringhamars sem tilbúnir eru fyrir deiliskipulagsvinnu. Ekki er hægt að sækja um ákveðna reiti heldur gildir umsókn almennt um þróunarreit á svæðinu.  Um er […]

Umsóknarfrestur framlengdur til 15 apríl

Á þitt barn rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk? Vegna Covid19 faraldursins setti félags- og barnamálaráðherra af stað sérstakt verkefni á árinu 2020 þar sem börn tekjulægri heimila eiga rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundarstyrk á skólaárinu 2020-2021. Styrkurinn er veittur grunnskólabörnum sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur […]

Viðbrögð við og eftir jarðskjálfta – af gefnu tilefni

Sterk jarðskjálftahrina gengur nú yfir Reykjanes og höfuðborgarsvæðið. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur fólk til þess að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta Uppfært kl. 15:05: Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, lögreglustjórann á Suðurnesjum og Veðurstofu Íslands, lýsir yfir hættustigi almannavarna vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir á Reykjanesi. Sjá tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. […]

Jarðskjálftar: Varnir og viðbúnaður

  Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra minnir fólk á viðbrögð og varnir gegn jarðskjálfta og einnig á viðbrögð eftir jarðskjálfta. Hægt er að lesa nánar á almannavarnir.is Húsgögn:Festið skápa, hillur og þunga muni í gólf eða vegg. Hafið hjól sem eru á húsgögnum alltaf í læstri stöðu. Ef engin læsing er á hjólunum, setjið þá ramma utan um […]

Covid19 – fjöldatakmörk verða 50 manns frá 24. febrúar

Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns samkvæmt nýjum reglum um samkomutakmarkanir sem taka gildi 24. febrúar. Heimilt verður að hafa að hámarki 200 viðskiptavini í verslunum, á söfnum, í kirkjum og á tilteknum viðburðum. Sund- og baðstöðum og skíðasvæðum verður heimilt að taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Sama máli gegnir um heilsu- og […]