Category: Fréttir

Styrkir til menningarstarfsemi – frestur er 15. febrúar

Nú fer hver að verða síðastur til að sækja um menningarstyrk í fyrri úthlutun slíkra styrkja fyrir árið 2021. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 15. febrúar. Umsóknum er skilað inn með rafrænum hætti  Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði. […]

Taktu þátt – hafðu áhrif!

Ertu með ábendingu, sögu af þjónustuupplifun eða viltu koma hugmynd á framfæri? Hjá Hafnarfjarðarbæ er jafnrétti og lýðræði í hávegum haft með það fyrir augum að allir einstaklingar fái jöfn tækifæri og möguleika til áhrifa. Við hvetjum þig til að taka virkan þátt og leggja þitt af mörkum til uppbyggingar og þróunar á þjónustu sveitarfélagsins. […]

Fyrsta skóflustungan tekin í Hamranesi

Uppbygging að hefjast á annað þúsund íbúðum í hverfinu Byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar veitti í upphafi vikunnar fyrsta byggingarleyfið til framkvæmda í Hamranesi, nýjasta íbúðarhúsahverfi Hafnarfjarðar. Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. (BYGG) sótti í desember 2020 um leyfi fyrir 4. hæða fjölbýlishúsi á lóðinni að Hringhamri 1 en til stendur að reisa þar hús með 24 íbúðum […]

112 dagurinn: Börn meðvitaðri og opnari um ofbeldi

Öryggi og velferð barna í öndvegi á 112-deginum 112-dagurinn er í dag 11. febrúar. Sjónum að þessu sinni er beint sérstaklega að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna. Fjallað er um efnið frá sjónarhorni barna og ungmenna, 112, opinberra aðila, viðbragðsaðila og þeirra sem veita aðstoð í tengslum við barnavernd. Á vef Neyðarlínunnar […]

Ívar Bragason er nýr bæjarlögmaður

Ívar Bragason hefur verið ráðinn bæjarlögmaður Hafnarfjarðarbæjar. Ívar hefur yfirgripsmikla þekkingu á verkefnum sveitarfélaga og hefur starfað sem lögmaður innan stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar frá upphafi árs 2017. Sigríður Kristinsdóttir, fyrrum sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarlögmaður, tók í janúar 2021 við stöðu sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu. Ívar lauk mag. jur. prófi frá Háskóla Íslands árið 2008 og öðlaðist réttindi […]

Öðruvísi Öskudagur á tímum Covid19

Hugmyndir á farsóttartímum Almannavarnir í samvinnu við Embætti landlæknis og Heimili og skóla hafa tekið saman leiðbeiningar varðandi öskudaginn sem allir viðeigandi aðilar eru vinsamlega beðnir um að taka til sín og taka virkan þátt í því verkefni að halda góðan og gleðilegan en öðruvísi Öskudag á farsóttartímum.    Gerum okkur dagamun í nærumhverfinu Höldum […]

Leikskólastigið fékk Orðsporið 2021

Þann 6. febrúar var dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í 14. sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á Dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið. Leikskólastigið fær Orðsporið 2021 Í tilefni dagsins var Orðsporið veitt í […]

Forvarnanámskeið gegn sjálfsskaða fyrir ungmenni

Hafnarfjarðarbær verður fyrst sveitarfélaga hér á landi til að þróa sex vikna forvarnanámskeið fyrir 13-14 ára ungmenni sem mörg hver upplifa sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaða. Þessum hópi verða veitt verkfæri til að takast á við ólíkar áskoranir í lífinu, byggja upp þrautseigju, seiglu og efla sjálfstraust og tilfinningafærni. Námskeiðið er írskt að uppruna og hefur verið […]

Dagur leikskólans er 6. febrúar! Til hamingju!

6. febrúar er dagur leikskólans en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar í leikskólastarfi fyrstu samtökin sín. Dagurinn er haldinn hátíðlegur um land allt til að vekja sérstaka athygli á leikskólastiginu, mikilvægi þess og gildi fyrir fjölskyldur í landinu og fyrir íslenskt atvinnulíf. Hefð hefur skapast fyrir því að halda upp á daginn með fjölbreyttum […]

Covid19 – varfærnar tilslakanir frá 8. febrúar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér varfærnar tilslakanir á samkomutakmörkunum frá 8. febrúar. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram 20 manns en með rýmri undantekningum en hingað til. Reglur um 2 metra nálægðarmörk og grímuskyldu verða óbreyttar. Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins   Gildistími til og með 3. mars næstkomandi  Heimilt verður að […]