Category: Fréttir

Nýtt fræðslukerfi fyrir starfsfólk sveitarfélagsins

Hafnarfjarðarbær hefur opnað nýtt fræðslukerfi – Eloomi – fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins. Mikil undirbúningsvinna hefur átt sér stað undanfarna daga, vikur og mánuði með aðkomu fagaðila á fjölbreyttu sviði og er það von allra hlutaðeigandi, sem tekið hafa þátt í mótun, þróun og uppbyggingu kerfisins að það marki nýtt upphaf í fræðslumálum innan sveitarfélagsins. Það […]

Suðurbæjarlaug opnar á ný

Fastagestir Suðurbæjarlaugar geta nú tekið gleði sína á ný en laugin verður opnuð að nýju eftir nokkurra vikna lokun vegna viðhaldsframkvæmda. Sundlaugin opnar á laugardaginn 12. september kl. 8 og verður opin á sama tíma og áður, á virkum dögum og um helgar. Líkt og í sumar verður útisvæði og þar með útiklefar einungis opnir […]

Haustsýning Hafnarborgar – kallað eftir tillögum

Eins og undanfarin ár gefst sýningarstjórum tækifæri til að senda inn tillögur að sýningu í Hafnarborg haustið 2021. Sýningin Villiblómið sem nú stendur yfir í safninu var valin úr athyglisverðum tillögum sem sendar voru inn á síðasta ári.  Frestur til að skila inn tillögum rennur út á miðnætti sunnudaginn 25. október 2020. Markmiðið með því […]

Stilla saman strengi í Skarðshlíð

Skapandi og fjölbreytt samstarf leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla í nýju íbúðahverfi Í haust eru tvö ár liðin síðan fyrsti áfangi Skarðshlíðarskóla var afhentur Hafnarfjarðarbæ og kennsla gat hafist grunnskólanum. Í ágúst í fyrra opnaði Skarðshlíðarleikskóli í sömu byggingu og í vetur bætist við útibú Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og glæsilegt íþróttahús. Nú þegar er komin góð reynsla […]

Umferð um vef bæjarins hefur stóraukist

Unnin hefur verið greining á umferð um hafnarfjordur.is á fyrri hluta ársins 2020. Í stuttu máli má segja að umferð um vefinn hefur stóraukist og sprenging orðið í lestri á fréttum. Þetta hefur verið óvenjulegt ár fyrir margra hluta sakir og áhrif Covid19 eru bersýnileg á vefnum eins og annars staðar. Ný ábendingagátt fær góðar […]

Dale Carnegie fyrir ungt fólk í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær hefur samið við Dale Carnegie um þjálfun á ungu fólki. Námskeiðið verður haldið í Menntasetrinu við Lækinn og er fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 15 ára (8. til 10. bekk) búsett í Hafnarfirði. Ókeypis kynningartímar eru í boði bæði staðbundnir og Live Online á netinu. Skráning á dale.is/ungtfolk Krefjandi og skemmtilegt námskeið […]

Fleiri íbúar flytja inn í sex sérbýla kjarna að Arnarhrauni

Fleiri íbúar flytja inn á Arnarhraunið Tveir íbúar til viðbótar hafa nú flutt inn á nýjan búsetukjarna að Arnarhrauni en fyrstu tveir fluttu inn á fallegum sumardegi um miðjan ágúst. Arnarhraunið mun fullbúið hýsa heimili fyrir sex einstaklinga og munu síðustu tveir flytja inn um áramót. Allir þessir íbúar eru að flytja að heima í […]

Karmelklaustrið fær heiðursskjöld Snyrtileikans 2020

Snyrtileikinn heiðraður í Hafnarfirði Karmelklaustrið við Ölduslóð hlaut heiðursskjöld Snyrtileikans 2020 sem afhentur var við hátíðlega athöfn í Gróðrarstöðinni Þöll nú í vikulok. Níu eigendur sérbýlishúsa fengu viðurkenningar fyrir fallega og vel hirta garða og þar af fengu tveir garðar sérstaka hvatningarviðurkenningu þar sem þeir eru með fyrstu görðunum sem eru tilbúnir í Skarðshlíðinni, nýjasta […]

Rýmri samkomutakmarkanir taka gildi 7. september

Sjá tilkynningu á vef StjórnarráðsinsGildistími nýrrar auglýsingar: 7. september – 27. september 2020. Nálægðarreglu verður breytt úr 2 metrum í 1 metra og hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman fer úr 100 manns í 200 þegar nýjar reglur um takmarkanir á samkomum taka gildi á mánudaginn, 7. september. Þetta er meginefni nýrrar reglugerðar Svandísar Svavarsdóttur […]

Er trjágróður á þinni lóð nokkuð til vandræða fyrir aðra?

Trjágróður í Hafnarfirði hefur vaxið vel í sumar og á mörgum stöðum vel út á gangstéttir og gönguleiðir sem í mörgum tilfellum þýðir að gróðurinn er farinn að byrgja sýn bæði gangandi vegfarenda og akandi. Sjónlína akandi á alltaf að vera óhindruð og gangandi vegfarendur (þar á meðal nemendur á leið sinni til og frá […]