Category: Fréttir

Plastlaus september – tökum virkan þátt!

Plastlaus september er árvekniátak, sem haldið var í fyrsta sinn í september 2017. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum og ljóst að farvegurinn er frjór þegar kemur að umhverfismálum á Íslandi. Átakið er árlegt og undirbúningsvinna stendur yfir allt árið – til dæmis með fræðslu um plastlausar lausnir á Facebook, Instagram og Snapchat, og í […]

Göngum í skólann verkefnið hófst í dag! Tökum þátt!

Verkefnið Göngum í skólann ( www.iwalktoschool.org ) hófst í dag miðvikudaginn 2. september í fjórtánda sinn og lýkur því formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 7. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt […]

Welcome! Nýr enskur vefur kominn í loftið!

Nýr enskur vefur Hafnarfjarðarbæjar er kominn í loftið. Vefurinn er að stóru leyti eftirmynd af íslenskum vef sveitarfélagsins sem samhliða fór í efnislega endurskoðun. Allar helstu upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins við samfélagshópa á öllum aldri, skóla, félagslegan stuðning, umhverfi og samgöngur hafa verið þýddar yfir á enska tungu og á næstu dögum verður hægt að […]

Heilsuefling er eftirsóknarverð

Fyrir fimm árum varð Hafnarfjarðarbær heilsueflandi samfélag. Í aðalnámskrá sem kom út 2011 eru heilsa og heilbrigði meðal grunnþátta menntunar. Með henni fengu skólarnir aðgang að fulltrúa Embætti landlæknis sem veitir ráðgjöf og jafnvel endurgjöf og einnig tækifæri til vinna markvisst að því að nýta þau verkfæri til að þetta auðvelda þeim ferlið. Í dag […]

Vilja aukna þátttöku íbúa af erlendum uppruna

Í kringum 13% íbúa Hafnarfjarðarbæjar er af erlendum uppruna, þar af eru Pólverjar fjölmennastir, eins og víðast hvar á landinu. Næstir á eftir þeim koma Litháar, Lettar, Rúmenar og Portúgalar. Árið 2019 voru 114 innflytjendur í Hafnarfirði 67 ára og eldri og það er hópur sem oft vill gleymast í umræðunni. Hafnarfjarðarbær hefur á undanförum […]

Skráning í frístundabíl | After-school shuttle service

<<English below>>  Frístundabíll Hafnarfjarðarbæjar hefur göngu sína á ný mánudaginn 31. ágúst og er öllum börnum í 1. – 4. bekk boðið upp á akstur á æfingar sem hefjast klukkan 15 og 16. Ítarlegri upplýsingar um brottfarartíma og brottfararstað frá hverjum skóla eru gefnar út af hverjum skóla fyrir sig.  Ekið verður alla virka daga […]

Aðstaða til lærdóms og lesturs

Ertu á aldrinum 16-25 og vantar aðstöðu til að læra í upphafi vetrar?  Í ljósi þess að framhaldsskólar landsins munu kenna flest sín bóklegu fög í fjarnámi, í það minnsta nú fyrst um sinn, hefur starfsfólk ungmennahússins Hamarsins að Suðurgötu 14 ákveðið að bjóða upp á aðstöðu til lærdóms.  Vert er að taka fram að Hamarinn […]

Viðbrögð við jarðskjálfta – að gefnu tilefni

Að gefnu tilefni vill Hafnarfjarðarbær hvetja Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til að kynna sér viðbrögð við jarðskjálfta. Í ljósi skjálfta síðustu vikurnar og þá ekki síst nú síðustu vikuna  er mikilvægt að allir séu meðvitaðir um rétt viðbrögð komi til frekari jarðhræringa á næstu dögum, vikum, mánuðum eða árum.    Á vef Veðurstofunnar er ávallt […]

Einstaklingsbundnar sóttvarnir hornsteinninn

Meðfylgjandi hefur Landlæknir birt á vef sínum varðandi 2ja metra regluna: Útskýring sóttvarnalæknis á nálægðartakmörkunum vegna COVID-19 Einstaklingsbundnar sýkingavarnir eru hornsteinn þess að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19. Einstaklingsbundnar sýkingavarnir fela í sér handþvott, handsprittun, aðgerðir til að draga úr smiti við hósta og hnerra, notkun hlífðarbúnaðar og nálægðartakmörkun oft fjallað um sem tveggja […]

Nýtt og einfaldara leiðanet Strætó í Hafnarfirði

Íbúar, nemendur, starfsfólk og aðrir Strætónotendur í nútíð og framtíð takið eftir! Nýtt og einfaldara leiðanet hjá Strætó í Hafnarfirði tók gildi fyrr í sumar þegar leið 19 og lengri leið 21 tóku við af leiðum 22, 33, 34, 43 og 44 sem hættu akstri. Þessar breytingar rétta úr leiðum Strætó í Hafnarfirði í takti […]