Vetrarhátíð er hafin – snjöll og sniðug upplifun í ár Posted febrúar 4, 2021 by avista Vetrarhátíð hófst í dag og mun standa yfir til sunnudags á öllu höfuðborgarsvæðinu. Í ár er áhersla lögð á útiveru og upplifun, list í almannarými, útilistaverk, menningarmerkingar og ljóslistaverk. Gestir hátíðarinnar í Hafnarfirði eru hvattir til að upplifa ljósalist, taka þátt í fjölskyldusmiðju og snjallleiðsögn um útilistaverk, skella sér í bílabíó og á síðdegistónleika eða […]
Vetrarhátíð í Hafnarfirði Posted febrúar 4, 2021 by avista Information in English about Winter light festival 2021 Vetrarhátíð verður haldin dagana 4. – 7. febrúar 2021. Vegna sóttvarnaráðstafana verður hátíðin með breyttu sniði í ár. Lögð verður áhersla á list í almannarými, útilistaverk, menningarmerkingar og ljóslistaverk. Ljósalist Í Hafnarfirði verður Flensborgarskólinn og Hamarinn upplýstir í einkennislitum Vetrarhátíðar, grænum og fjólubláum, og listaverkum úr safneign […]
Kynfræðsla Pörupilta fyrir nemendur í 9. bekk Posted febrúar 3, 2021 by avista Hafnarfjarðarbær hefur samið við leikhópinn Pörupilta um aðgang að rafrænu kynfræðsluefni þeirra á vorönn 2021 ásamt efni sem styður við fræðsluna. Aðgangurinn nær til allra nemenda í 9. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar og ef vel tekst til þá er til skoðunar að bjóða upp á staðbundna fræðslu fyrir þennan aldurshóp frá og með næsta skólaári. Aðstandendur […]
Bláfjallarútan beint úr Hafnarfirði alla daga í vetur Posted febrúar 1, 2021 by avista Hafnarfjarðarbær og hópferðafyrirtækið Teitur Jónasson ehf. hafa gert með sér samning um áætlunarakstur milli Bláfjalla og Hafnarfjarðar þegar veður leyfir og opið er á skíðasvæðinu. Tillaga um Bláfjallarútu frá Hafnarfirði er ein af tillögum Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sem lagðar voru fram á fundi bæjarstjórnar vorið 2020 og færsluráð samþykkti fyrir árið 2021. Stoppistöðin er Brettafélag Hafnarfjarðar […]
Fasteignagjöld 2021 – álagningarseðlar aðgengilegir Posted febrúar 1, 2021 by avista Álagningarseðlar fasteignagjalda 2021 eru nú aðgengilegir á Mínum síðum og á island.is . Á seðlunum koma fram fjárhæðir fasteignaskatts, lóðarleigu, vatns-, fráveitu- og sorphirðugjalds. Einnig kemur fram fasteignamat og upplýsingar um eigendur og greiðendur gjaldanna. Tíu gjalddagar yfir árið – eindagi 30 dögum eftir gjalddaga Gjalddagar fasteignagjalda í Hafnarfirði árið 2021 eru tíu. Fyrsti gjalddaginn […]
Samið við VÍS um vátryggingar sveitarfélagsins Posted janúar 29, 2021 by avista Undir lok árs 2020 óskaði Hafnarfjarðarbær eftir tilboðum bæði í lög- og samningsbundnar tryggingar og aðrar tryggingar sveitarfélagsins og tengdra aðila. Tilboð voru opnuð föstudaginn 4. desember 2020 og reyndist Vátryggingarfélag Íslands hf. (VÍS) með lægsta tilboðið. Þrír aðilar skiluðu inn tilboði. Öll tjónaþjónusta gagnvart starfsfólki, stofnunum og viðskiptavinum Í lok árs 2020, nánar tiltekið […]
Segðu okkur sögu af þinni upplifun af okkar þjónustu Posted janúar 29, 2021 by avista Segðu okkur sögu frá þinni upplifun af okkur þjónustu Hafnarfjarðarbær vinnur stöðugt að því að bæta þjónustuna, svörun almennra erinda og auðvelda aðgengi að þjónustu sveitarfélagsins með stafrænum lausnum. Við eigum öll okkar sögur af þjónustu sveitarfélagsins, bæði góðar og slæmar, og nú viljum við safna þeim saman með það fyrir augum að greina styrkleika […]
Tilnefning til hvatningarverðlauna MsH Posted janúar 29, 2021 by avista Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru fyrst afhent árið 2016. Þau eru veitt fyrirtæki, félagi eða einstakling sem hefur lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Litið er á verðlaunin sem þakklætisvott fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi. Tilnefning fyrir 2020 og verðlaunaafhending Nú er komið að því að aðildarfyrirtæki markaðsstofunnar […]
Íbúar í Hafnarfirði ánægðir með bæinn sinn Posted janúar 28, 2021 by avista Ánægja íbúa Hafnarfjarðar er enn nokkuð há í sögulegu samhengi samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup sem kynnt var í bæjarráði í morgun, þrátt fyrir að skor dali lítillega milli áranna 2020 og 2019 en ánægjan hafði aukist umtalsvert og marktækt í flestum þáttum milli mælinga 2019 og 2018. Skoða niðurstöður úr þjónustukönnun Gallup 2020 Hafnarfjörður stendur í […]
Nemendur í Setbergsskóla lögðu sína rödd að mörkum Posted janúar 28, 2021 by avista Nemendur lögðu sína rödd að mörkum Nemendur í Setbergsskóla tóku, líkt og nemendur í 136 öðrum skólum, þátt í Lestrarkeppni grunnskólanna hjá Samrómi og báru þar sigur úr býtum í sínum flokki fyrir fjölda innlesinna setninga í Samróm dagana 18. – 25. janúar. Í gögnum frá orðabanka Samróms kemur fram að á meðan keppninni stóð […]