Category: Fréttir

Þakklætisvottur frá bæjarlistamanni

Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2020, Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur, kom færandi hendi á fund leikskólastjóra á dögunum og færði öllum deildum leikskóla Hafnarfjarðar bókagjöf, samtals 170 bækur. Það er einlæg ósk bæjarlistamannsins að bókagjafirnar verði upphaf eða áframhald á veglegu bókasafni inn á hverri deild leikskólanna. Tvær bækur að gjöf inn á allar deildir leikskóla Hafnarfjarðar  Bókagjöf […]

Fulltrúar framtíðarinnar heimsækja bæjarstjóra

Hefð hefur skapast fyrir því að útskriftarhópar leikskóla heimsæki bæjarstjóra með spurningar og vangaveltur um lífið og tilveruna. Þannig hafa hópar frá m.a. Arnarbergi og Hlíðarenda heimsótt bæjarstjóra, Rósu Guðbjartsdóttur, síðustu daga og vikur. Í þessum hópum leynast, að eigin sögn, löggur, tannlæknar, læknar, forsetar, vísindamenn, hjúkrunarfræðingar, kennarar, bæjarstjórar og ein sem á sér þann […]

Vinnuskólinn fær Grænfánann í þriðja sinn

Vinnuskóli Hafnarfjarðar hlaut viðurkenningu í þriðja sinn sem skóli á grænni grein og fékk Grænfánann afhentan við hátíðlega athöfn fyrir framúrskarandi árangur í umhverfismálum.  Þrír íslenskir vinnuskólar eru á grænni grein Árið 2019 setti Vinnuskóli Hafnarfjarðar sér það markmið að hætta alfarið notkun á einnota umbúðum og flokka betur úrgang. Nemendur í Vinnuskólanum og starfsmenn […]

Kjörstaðir – Polling stations – Lokale wyborcze

Hvar kýst þú? Kjörfundur í Hafnarfirði vegna forsetakosninganna 27. júní 2020 hefst kl. 9 og lýkur kl. 22. Kjörstaðir í Hafnarfirði eru Lækjarskóli, Sólvangsvegi 4 og Víðistaðaskóli, Hrauntungu 7. Aðkoma að Víðistaðaskóla er einnig frá Hraunbrún. Smelltu hér til að finna þína kjördeild Kjósendum ber að framvísa persónuskilríki á kjörstað. Kjósendum er einnig bent á […]

Endursmíði Krýsuvíkurkirkju fagnað

Í vikunni var verklokum og endursmíði Krýsuvíkurkirkju fagnað við hátíðlega athöfn í Tækniskólanum að Flatahrauni í Hafnarfirði en auk skólans hafa Vinafélag Krýsuvíkurkirkju og Þjóðminjasafn staðið að verkinu. Kirkjan brann árið 2010 og var þá í eigu Þjóðminjasafnsins sem fékk kirkjuna ásamt kirkjugarði, öðrum mannvirkjum tilheyrandi staðnum og landspildu umhverfis kirkjuna að gjöf frá bæjarstjórn […]

Skarðshlíðarskóli fær styrk frá Forriturum framtíðar

Forritarar framtíðarinnar hafa nú lokið úthlutun styrkja fyrir þetta ár og hlutu 29 grunnskólar styrki sem nema 9 milljónum króna. 1,5 milljón rann til námskeiða innan skólanna en 7,5 milljónir til kaupa á smærri tækjum í forritunar og tæknikennslu ásamt úthlutun á notuðum tölvubúnaði. Skarðshlíðarskóli í Hafnarfirði er einn þeirra skóla sem fékk styrk og […]

Hoppandi gleði á Óla Run túni

Á sjálfan þjóðhátíðardaginn, miðvikudaginn 17. júní, var nýr ærslabelgur opnaður á Óla Run túni. Belgurinn er annar belgur sinnar tegundar í Hafnarfirði en sá fyrsti, ærslabelgur á Víðistaðatúni, var opnaður formlega í júní 2019. Mikil ánægja er með nýja belginn og hafa mörg hoppin og ófá hlátrasköllin verið tekin á belgnum frá uppsetningu hans og […]

Börn 6-12 ára hvött til að taka þátt í dorgveiðikeppni

Mánudaginn 29. júní er áætlað að halda hina árlegu dorgveiðikeppni á Flensborgarbryggju fyrir hafnfirsk börn á aldrinum 6-12 ára fædd 2007-2012. Hefst keppnin um 13:30 og veiða krakkarnir til um 14:30. Öll börn á aldrinum 6-12 hjartanlega velkomin Keppt verður í þremur flokkum – flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskurinn 2020. Keppnin verður færð á […]

Samfélagssáttmáli Covid19 – Community Pledge

Saman tryggjum við áfram góðan árangur – við erum öll almannavarnir. Í ljósi þess að allt er að fara af stað aftur eftir Covid18 þá er rétt að minna á samfélagssáttmálann. Sáttmála sem gilti í vor og gildir áfram í sumar og nær til okkar allra. Við hvetjum starfsfólk, íbúa og vini Hafnarfjarðar til að […]

Skólaslit 2019-2020 og skólasetning 2020-2021

Skólaslit hafa farið fram í öllum grunnskólum Hafnarfjarðar sem jafnframt útskrifa samtals 406 nemendur úr 10. bekk í Hafnarfirði þetta árið. Hátíðleg stemming var yfir útskriftum skólanna þar sem útskriftarnemendur kvöddu skólann sinn, samnemendur og kennara full eftirvæntingar eftir því sem framtíðin mun bera í skaut sér.  Við óskum þessum glæsilega hópi ungmenna velgengni í […]