Category: Fréttir

Viðhald á forvinnslulínu í móttöku- og flokkunarstöð

Sjá tilkynningu á vef Sorpu Viðhald stendur yfir á nýju vinnslulínunni í móttöku-og flokkunarstöð SORPU sem stendur til sunnudagsins 13. desember. Íbúar í Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi eru því beðnir um að henda ekki plasti í pokum með almenna sorpinu eins og venjulega meðan á þessu stendur, heldur fara með það í grenndargáma eða […]

Sundlaugar opna á ný

Breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á morgun fimmtudaginn 10. desember heimila opnun sundlauga og baðstaða fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Gildistími nýrrar ráðstöfunar er til og með 12. janúar 2021 nema annað sé auglýst. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda. Sérstök athygli er vakin á […]

Litakóðunarkerfi tekið upp vegna Covid19

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embættis landlæknis að COVID-19 viðvörunarkerfi sem byggir á litum líkt og veðurviðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Viðvörunarkerfinu er ætlað að auka fyrirsjáanleika til lengri tíma varðandi þær aðgerðir sem grípa þarf til í baráttunni við faraldurinn og lágmarka þannig heildarskaðann sem hann veldur í samfélaginu. Kerfið verður kynnt á upplýsingafundi […]

Örstyrkir til menningar og lista á aðventunni

Viltu taka þátt í að auðga jólaandann á aðventunni?  Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um örstyrki til menningarmála á aðventunni. Til þess að styðja við hafnfirskt listafólk og hafnfirska menningu verður hluta af fjármagni Jólaþorpsins í Hafnarfirði úthlutað til ýmissa verkefna sem fara fram á aðventunni 2020. Óskað er eftir hvers konar atriðum, upplifun og skemmtun […]

Kærleiksmarkaður í Haukahúsinu um helgina

Hópur kærleiksríkra kvenna á Völlunum í Hafnarfirði hefur tekið sig saman til að létta undir með nágrönnum sínum og sett upp markað í Haukahúsinu. Framtakið og markaðurinn sem gengur undir heitinu – Kærleikur 2020 –  er einstakur að því leyti að allt á gjafaborðunum er ókeypis og varningurinn eingöngu hugsaður til persónulegra nota og ætlaður […]

Þróunarverkefni um snemmtæka íhlutun – mál og læsi

Frá árinu 2014 hefur Hafnarfjarðarbær markvisst unnið að innleiðingu á þróunarverkefni sem snýr að snemmtækri íhlutun hvað varðar mál og læsi í leikskólum Hafnarfjarðar. Leikskólinn Norðurberg var fyrstur leikskóla í Hafnarfirði til að innleiða verkefnið skólaárin 2014-2016 og gaf sumarið 2017 út handbók um snemmtæka íhlutun í málörvun leikskólabarna og undirbúning fyrir lestur. Í dag […]

Nýtt setur og þjónustumiðstöð í Lífsgæðasetri St. Jó

Parkinsonsetur og þjónustumiðstöð Alzheimersamtakanna rísa í Lífsgæðasetri St. Jó. Á haustfundi Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowreglunnar á Íslandi var samþykkt að styrkja bæði Alzheimer- og Parkinsonsamtökin um uppbyggingu á þjónustumiðstöð og dagdvalarrými á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Í Lífsgæðasetri má í dag finna skapandi samfélag einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja sem eiga það […]

Veitur virkja viðbragðsáætlun

– fólk hvatt til að fara sparlega með heitt vatn Sjá tilkynningu á vef Veitna  Í ljósi þess að næstu daga stefnir í eitt mesta kuldakast á suðvesturhorni landsins síðan árið 2013 hafa Veitur virkjað viðbragðsáætlun í rekstri hitaveitunnar. Sú áætlun gengur meðal annars út á að hvetja fólk til þess að fara sparlega með […]

Jól og áramót 2020 á tímum Covid19

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir hafa gefið út leiðbeiningar fyrir jól og áramót . Allar nýjustu upplýsingar er að finna á Covid.is  Það sem hafa þarf í huga yfir hátíðarnar vegna COVID-19 Aðventan er gengin í garð og undirbúningur hátíðanna nær fljótlega hámarki. Rík hefð er fyrir því að fólk komi saman og njóti samverunnar og alls […]

Óbreyttar sóttvarnaráðstafanir til 9. desember

COVID 19: Óbreyttar sóttvarnaráðstafanir til 9. desember Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins  Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til 9. desember næstkomandi. Þetta er gert í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis sem ræður gegn því að slaka á sóttvörnum núna vegna þess hvernig faraldurinn hefur þróast síðustu daga. […]