Viðbótarstyrkur vegna frístunda haustið 2021 Posted desember 8, 2021 by avista Á barnið þitt rétt á viðbótarstyrk vegna frístunda haustið 2021? Hafnarfjarðarbær vekur sérstaka athygli á því að börn fædd árin 2006-2015 sem eru með lögheimili á tekjulágum heimilum geta átt rétt á 25.000.- kr. viðbótarstyrk vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar haustið 2021. Um er að ræða styrk frá félagsmálaráðuneyti vegna COVID-19 sem sveitarfélögin sjá um að […]
Jólahjarta Hafnarfjarðar í Bæjarbíó á aðventunni Posted desember 8, 2021 by avista Bæjarbíó og Mathiesen stofan skipa mikilvægan sess í hjörtum bæjarbúa og vina Hafnarfjarðar sem þangað sækja viðburði og upplyftingu á aðventunni. Ýmsir dagskrárliðir eru í boði sem fastagestir geta stólað á, ár eftir ár, en einnig er bryddað upp á nýjungum eins og rekstraraðilunum einum er lagið. Í ár töfrar Bæjarbíó fram tónlistarhátíðina Jólahjarta Hafnarfjarðar […]
COVID-19: Óbreyttar ráðstafanir næstu tvær vikur Posted desember 8, 2021 by avista COVID-19: Óbreyttar sóttvarnaráðstafanir næstu tvær vikur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreytta gildandi reglugerð um samkomutakmarkanir. Almennar fjöldatakmarkanir verða því áfram 50 manns en með möguleika á hraðprófsviðburðum, áfram gilda 1 metra nálægðarmörk, reglur um grímunotkun o.s.frv. Þessi ákvörðun er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem telur nauðsynlegt að viðhalda óbreyttum takmörkunum […]
Notaleg jólastemning í Hafnarborg Posted desember 7, 2021 by avista Aldís Arnardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, menningar- og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar , segir að vel sé tekið á móti gestum á aðventunni í safninu. Þar eru í boði sýningar, tónleikar og jóladagatal fyrir fjölskyldur. Aldís bendir á að jóladagatal Sjónvarpsins, Hvar er Völundur?, frá árinu 1996 verði sýnt í endurtekningu alla daga, nema þriðjudaga, milli kl. 16 og […]
Hver á best skreytta húsið og best skreyttu götuna 2021? Posted desember 6, 2021 by avista Þú? Þið? Nágranninn? Vinafólkið? Foreldrarnir? Gömu skólafélagarnir? Bæjarbúar hafa heldur betur tekið hvatningunni um að skreyta hús sín og lýsa upp skammdegið vel og nú styttist óðum til jóla. Á Þorláksmessu verða, líkt og síðustu ár í jólabænum Hafnarfirði, veitt verðlaun fyrir best skreyttu íbúðarhúsin og best skreyttu götuna í Hafnarfirði. Setjum upp risastóru jólagleraugun […]
Árlegt jólarölt FKA tekið í Hafnarfirði Posted desember 6, 2021 by avista Hið árlega jólarölt Félags kvenna í atvinnulífinu – FKA 2021 var tekið í jólabænum Hafnarfirði í lok síðustu viku. Jólaröltið hófst með jólaglöggi á bókakaffihúsinu á Norðurbakkanum og í framhaldinu nýttu FKA konur tímann vel og önduðu að sér jólaandanum í jólabænum sem skartar sínu fínasta þessa dagana. Félagskonur vörðu tíma saman, kíktu á félagskonur í […]
Bókasafnið hefur þjónað mörgum kynslóðum Posted desember 6, 2021 by avista Sigrún Guðnadóttir, forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar, hefur í nógu að snúast þessa dagana enda mikill gestagangur í safninu sem mun halda upp á eitt hundrað ára afmæli á næsta ári. Sigrún segir að bókasafnið eigi afmæli næsta haust en nokkrum stórum og sérstökum viðburðum verður dreift yfir árið af því tilefni. Hlýja, ró, fræðsla og gróska […]
Hjartasvellið opnar um miðjan desember Posted desember 3, 2021 by avista Hjartasvellið verður opnað formlega 11. desember ef allt gengur að óskum Í desember og fram í janúar mun Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Bæjarbíó setja upp 200 fermetra skautasvell sem hefur fengið nafnið Hjartasvellið og verður staðsett á bílastæðinu beint fyrir aftan Bæjarbíó. Hjartasvellið verður frábær afþreying, upplifun og hreyfing fyrir Hafnfirðinga og gesti jólabæjarins Hafnarfjarðar […]
Komdu að starfa með okkur. Fjölbreytt störf í boði! Posted desember 2, 2021 by avista Ertu í atvinnuleit og langar að starfa í gefandi og skemmtilegu starfsumhverfi? Komdu að starfa með okkur! Yfirlit yfir öll laus störf hjá sveitarfélaginu Á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar er að finna yfirlit yfir öll þau fjölbreyttu störf sem í boði eru hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða framtíðarstörf, fullt starf eða hlutastörf sem tilvalin eru með […]
Heimur ljóss og hús tækifæranna í Hellisgerði Posted desember 1, 2021 by avista Hellisgerði í Hafnarfirði stimplaði sig skemmtilega inn á aðventunni 2020 sem heimur ljóss og upplifunar. Þessi fallegi skrúðgarður Hafnfirðinga er, líkt og í fyrra, orðinn að heillandi og aðlaðandi ævintýralandi í aðdraganda jólanna og mun með ljósum sínum gleðja gesti og gangandi á aðventunni. Stóra rauða jólahjartað við innganginn frá Reykjavíkurvegi markar andann og tekur […]