Category: Fréttir

Heill hafsjór af dagskrá fyrir börn og ungmenni

Viðtal við Stellu B. Kristinsdóttur, fagstjóra frístundastarfs hjá Hafnarfjarðarbæ Stella B. Kristinsdóttir er fagstjóri frístundastarfs hjá Hafnarfjarðarbæ og vinnur hún m.a. náið með frístunda­heimilum og félagsmiðstöðvum sem starfandi eru við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Hún er ein þeirra sem heldur utan um skipulagningu á fjöl­breyttu og skapandi sumarstarfi á vegum tómstundamiðstöðva í bænum. Þátttaka í […]

Net- og símasamband enn í ólagi

Eftir að hafa komið á eðlilegu netsambandi í gærkvöldi erum við aftur að upplifa truflanir á netsambandi og síma í morgunsárið. Nær þetta til allra starfsstöðva sveitarfélagsins. Áframhaldandi greiningarvinna er í gangi og eins og staðan er núna þá er erfitt að segja til um hver framvindan verður. Áframhaldandi þakklæti til ykkar fyrir sýndan skilning!

Fræ til frístundaheimilanna – heimaræktun virðist ganga vel

Nýlega var fræpökkum með blönduðum kryddjurtum dreift inn á öll heimili í Hafnarfirði. Um var að ræða sumargjöf frá heilsubænum Hafnarfirði sem á að ýta undir grósku, vöxt og vellíðan og kannski ekki síst sameiginlegan áhuga og ánægjulegar samverustundir fjölskyldunnar allrar. Í vikunni fengu öll frístundaheimilin í Hafnarfirði einnig fræpakka að gjöf með hvatningu um […]

Aðgengismál – reynslusögur og hugmyndir

Á samráðsvefnum Betri Hafnarfirði hefur verið stofnað svæði fyrir reynslusögur og hugmyndir um aðgengismál í sveitarfélaginu. Frumkvæði að stofnun svæðisins kemur frá starfshóp sem nýlega var stofnaður með það verkefni að marka heildstæða stefnu í aðgengismálum í Hafnarfirði. Mótun heildstæðrar stefnu í aðgengismálum Aðgengismál varða öll svið samfélagsins og ná yfir breitt svið, allt frá […]

Net- og símasamband komið í lag

Mikil truflun varð á netsambandi og þar með á símasambandi á öllum starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar í dag og að hluta til í gær með tilheyrandi óþægindum. Netsambandið er nú komið í eðlilegt horf.  Miðað við fyrstu greiningargögn er að öllum líkindum um að ræða utanaðkomandi árás á netkerfi bæjarins sem olli því að eðlileg netumferð, eins […]

Stóra upplestrarkeppnin fær Foreldraverðlaunin 2021

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 26. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu 21. maí 2021. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpaði samkomuna og afhenti verðlaunin. Í ár hlaut Stóra upplestrarkeppnin Foreldraverðlaun Heimilis og skóla. Einnig var Ingibjörg Einarsdóttir útnefnd Dugnaðarforkur Heimilis og skóla og veitt voru tvenn Hvatningarverðlaun að þessu sinni. […]

Covid19: Verulega dregið úr takmörkunum frá 25. maí

Fjöldatakmörk hækka í 150 manns og slakað verður á grímuskyldu og tveggja metra reglunni. Takmörkunum á gestafjölda sund- og baðstaða, skíða- og tjaldsvæða og safna verður aflétt og sömuleiðis á líkamsræktarstöðvum nema hvar þar mega að hámarki vera 150 manns í hverju rými. Hámarksfjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum fer úr 150 í 300 […]

Bærinn fjölgar sumarstörfum fyrir ungmenni

Öll ungmenni á aldrinum 14-17 ára fá boð um starf.  Störf í vinnuskóla fyrir 18 ára og eldri verða 200 fleiri í ár en í venjulegu ári. Allt að 350 ungmenni á aldrinum 18-25 ára sem sóttu um starf hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar sumarið 2021 fá boð um starf. Sumarið 2020 fengu 260 ungmenni sumarstarf og […]

Aukin framlög til uppbyggingar og sumarstarfa

Aukin framlög til innviðauppbyggingar og sumarstarfa ungmenna Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær áætlun um eftirfylgni og áframhaldandi aðgerðir vegna Covid19. Áætlunin tekur til áframhaldandi stuðnings við íbúa og atvinnulíf í Hafnarfirði og þess að styrkja grunnstoðir bæjarins þar til efnahagslífið hefur náð fyrri styrk. Með nýrri áætlun fylgja bæjaryfirvöld í Hafnarfirði eftir […]

Dýrin í Hálsaskógi sýnd í Setbergsskóla

Nemendur í 4. bekk í Setbergsskóla hafa í vetur verið í leiklist og æft leikritið Dýrin í Hálsaskógi. Það þótti sérstaklega ánægjuleg og stór stund að geta boðið foreldrum og forráðamönnum að koma og horfa á afrakstur og árangur æfinga á nokkrum skipulögðum leiksýningum í vikunni. Alls voru sýningarnar fjórar.  Til hamingju með leiksigurinn kæru […]