Rabbrýmið – hlaðvarpsstúdíó í bókasafni Posted júní 3, 2020 by avista Rabbrýmið er opið hlaðvarpsstúdíó Bókasafns Hafnarfjarðar þar sem bækur og blaður hittast yfir hangandi hljóðnemum og allir eru til í spjall. Rýmið er opið öllum þeim sem eru með gilt bókasafnskort og er hægt að panta upptökutíma á vefsíðu bókasafnsins. Það eru allir hjartanlega velkomnir í Rabbrýmið! Í Rabbrýminu er allur búnaður sem þarf til upptöku og […]
Menningar- og heilsugöngur 2020 Posted júní 2, 2020 by avista Í sumar er boðið upp á bæjargöngur með leiðsögn alla fimmtudaga kl. 20. Flestar göngur taka um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Göngurnar eru samstarfsverkefni Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Hafnarborgar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. 4. júní- Sjónarhorn á Hafnarfjörð Ágústa Kristófersdóttir forstöðumaður Hafnarborgar leiðir göngu þar sem sjónarhorn listamanna á gamla bæinn verða leituð uppi. […]
Til hamingju með afmælið! Posted júní 1, 2020 by avista Hafnarfjörður fagnar í dag 112 ára afmæli en sveitarfélagið fékk kaupstaðaréttindi þann 1. júní 1908. Ári seinna, þann 1. júní 1909, bjuggu 1469 manns í bænum og voru 109 börn skráð í barnaskóla bæjarins. Í dag búa í kringum 30.000 íbúar í Hafnarfirði og eru nemendur í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins orðnir tæplega 6000 í […]
Tvær nýjar sýningar opnaðar á afmælisdegi bæjarins Posted maí 29, 2020 by avista Sumarið á Byggðasafni Hafnarfjarðar hefst með Grásleppukarla- og hernámssýningu. Sumaropnun hefst á Byggðasafni Hafnarfjarðar á 112 ára afmælisdegi bæjarins 1.júní með opnun á tveimur nýjum sýningum. Þemasýning um grásleppukarla opnar í Pakkhúsi og ný hernámssýning hefur verið sett upp á Strandstíg. Aðgangur að öllum söfnum Byggðasafns er ókeypis og eru öll fimm hús safnsins opin […]
Opnunartímar sundstaða um hvítasunnuhelgina Posted maí 29, 2020 by avista Sundlaugarnar í Hafnarfirði verða opnar sem hér segir um hvítasunnuhelgina. Lau 30. maí Sun 31. maí Mán 1. júní Ásvallalaug 08:00-18:00 08:00-17:00 08:00-17:00 Suðurbæjarlaug 08:00-18:00 Lokað 08:00-17:00 Sundhöll 08:00-18:00 Lokað 08:00-17:00 Í ljósi fjöldatakmarkana og umfangsmikilla viðhaldsframkvæmda í Suðurbæjarlaug mega 30 einstaklingar vera vera í Suðurbæjarlaug í einu, 32 í Sundhöll Hafnarfjarðar og 200 […]
Allir skólar Hafnarfjarðar fá viðurkenningu fræðsluráðs Posted maí 28, 2020 by avista Viðurkenning fræðsluráðs Hafnarfjarðar er veitt á hverju ári fyrir verkefni í skólastarfi sem ýta undir skólaþróun, fagsamvinnu og samstarf. Í ár var ákveðið að veita öllum skólum í Hafnarfirði, leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla, viðurkenningu fyrir það stóra verkefni að halda uppi öflugu og skapandi skólastarfi á óvissutímum, fyrir að standa í framlínunni og sinna starfi […]
14 tonn af garðaúrgangi skiluðu sér í gáma við grunnskólana Posted maí 28, 2020 by avista Íbúar í Hafnarfirði voru duglegir að nýta sér þá þjónustu að geta farið með garðaúrganginn í sérstaka gáma við grunnskólana um liðna helgi. Talið er að hátt í 14 tonn af úrgangi hafi skilað sér í gámana. Eftirleiðis þurfa íbúar að fara með allan garðaúrgang beint á endurvinnslustöðvar Sorpu. Íbúar sem sett hafa poka út […]
Þrettán tillögur frá Ungmennaráði Hafnarfjarðar Posted maí 28, 2020 by avista Ungmennaráð Hafnarfjarðar lagði þrettán tillögur fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar á fundi bæjarstjórnar í gær sem taka til málefna sem viðkemur unga fólkinu okkar á einn eða annan hátt; skólastarfs, tómstundastarfs og skipulags á nánasta umhverfi. Bæjarstjórn tók jákvætt í allar tillögur Ungmennaráðs og samþykkti samhljóða að vísa þeim til umræða og afgreiðslu í viðeigandi ráðum. Tillögur […]
Samið um ferðaþjónustu fyrir lögblinda Hafnfirðinga Posted maí 28, 2020 by avista Hafnarfjarðarbær og Blindrafélagið hafa gert með sér þjónustusamning sem felur í sér að Blindrafélagið taki að sér að reka ferðaþjónustu fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem eru greindir lögblindir af Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga og geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur vegna fötlunar sinnar. Með þessum samningi stígur Hafnarfjarðarbær stórt skref í þjónustu […]
Sumarstörf fyrir námsmenn – opið fyrir umsóknir Posted maí 28, 2020 by avista Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 1. júní. Opið er fyrir umsóknir um ný sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri sem eru á milli námsanna. Sumarstörfin eru fjölbreytt og skemmtileg, s.s. á sviði umhverfis- og framkvæmdamála, upplýsingatækni, fræðslumála, fjölskyldumála, menningarmála og heilsueflandi samfélags. Um er að ræða sumaratvinnuátak Hafnarfjarðarbæjar vegna atvinnuástandsins í þjóðfélaginu í samvinnu við […]