Category: Fréttir

Neðansjávarsýn nemenda í Öldutúnsskóla

Nemendur í myndmenntavali í Öldutúnsskóla enduðu valáfangann á lokaverkefni við undirgöngin við Suðurbæjarlaug. Verkefnið unnu þau út frá hugmyndum um náttúruna og listina. Hvað er list og fyrir hvern er listin sem sköpuð er og hvað er verið að segja með listsköpuninni?  Nemendur við 9 og 10 bekk við Öldutúnsskóla ákváðu út frá þessum vangaveltum […]

Stóra upplestrarkeppnin 2020 – fyrsta hátíðin í kjölfar Covid19

Það þótti viðeigandi að fyrsta hátíðin í Hafnarfirði í kjölfar Covid19 væri lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem allajafna er haldin í Hafnarborg í mars ár hvert. „Um er að ræða uppskeruhátíð sem beðið er í ofvæni og í kristallast mikilvægi íslenskrar tungu, þrotlausar æfingar, árangur og eftirvænting“, eins og bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Rósa Guðbjartsdóttir, komst svo vel […]

Allt þetta hófst í Hafnarfirði. Stóra upplestrarkeppnin!

Ingibjörg Einarsdóttir er upphafsmaður Stóru upplestrarkeppninnar og hefur fylgt þessu merka framtaki allt frá upphafi en saga keppninnar spannar alls 24 ár. Ingibjörg situr í framsæti Vitans, hlaðvarpi Hafnarfjarðarbæjar, að þessu sinni. Í viðtalinu heyrum við um bakgrunn Ingibjargar sem hefur alla tíð búið í Reykjavík en tengst Hafnarfirði sterkum böndum í starfi. Frá sjö […]

Börnin teiknuðu og tjáðu líðan sína

Samkomubannið sem tók gildi hér á landi 16. mars sl. hafði víðtæk áhrif á Hafnarfjarðarbæ sem vinnustað og þurfti á örskömmum tíma að virkja stofnanir í bænum til nýrrar hugsunar og skipuleggja starf hvers vinnustaðar miðað við tilmæli almannavarna. 18 leikskólar eru í Hafnarfirði.  Guðbjörg Hjaltadóttir, skólastjóri Hraunvallaleikskóla segir ástandið hafi á endanum þjappað fólki […]

Barnamenning blómstrar – 42 verkefni hljóta styrk

Barnamenning blómstrar – tvö verkefni tengd Hafnarfjarðarbæ hljóta styrk Úthlutun Barnamenningarsjóðs Íslands fór fram í gær og hlutu 42 verkefni styrk úr sjóðnum í ár. Þetta var önnur úthlutun sjóðsins sem stofnaður var í tilefni aldarafmælis fullveldisins. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og […]

Framkvæmdir við St. Jó halda áfram

– nýr verkefnastjóri ráðinn Næstu skref í uppbyggingu á Lífsgæðasetri St. Jó voru mörkuð á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar sl. miðvikudag þegar samþykkt var að klára framkvæmdir utanhúss í sumar auk þess að bæta aðgengi og lagfæra handrið í stigahúsi innanhúss. Þann 5. september nk. er eitt ár liðið frá því að Lífsgæðasetur St. Jó var […]

Bærinn styrkir leikskólakennaranám

Í fimm ár hefur Hafnarfjarðarbær boðið ófaglærðu starfsfólki á leikskólum styrki til að stunda nám í leikskólakennarafræðum. Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla hjá Hafnarfjarðarbæ, var leikskólakennari í 21 ár og segir það afar fjölbreytta, skemmtilega og gefandi vinnu. Hún segir ýmsar leiðir í boði fyrir þau sem áhuga hafa á að verða leikskólakennarar, s.s. það […]

Eins og bíómynd án handrits

Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri Lækjarskóla, bjó í Svíþjóð í sjö ár og þegar samkomubannið vegna COVID-19 skall á í mars ráðfærði hún sig ekki bara við íslenska kollega sína heldur líka sænska og gerði lista yfir það sem hún taldi þurfa að hafa í huga. Til samskipta við nemendur og forráðamenn notuðu kennarar síma, tölvupóst, hópa […]

Opið í sund á uppstigningardag frá kl. 8-17

Ásvallalaug og Sundhöll Hafnarfjarðar verða opnar á morgun, uppstigningardag, frá kl. 8-17. Í ljósi fjöldatakmarkana og umfangsmikilla viðhaldsframkvæmda í Suðurbæjarlaug verður opið um helgar í Sundhöll Hafnarfjarðar til og með 14. júní nk. Sundlaugargestum er bent á að hægt er að fylgjast með rauntímafjölda í hverri laug á vef bæjarins. 32 einstaklingar mega vera ofan […]

Gámar fyrir garðaúrgang við grunnskóla 21. – 25. maí

Garðaúrgangur sóttur í hverfisgáma Sú breyting verður á hreinsunardögunum í ár að settir verða upp gámar fyrir garðúrgang við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Gámarnir verða við skólana frá morgni fimmtudagsins 21. maí til kl. 17 sunnudaginn 24. maí. Íbúar í Hafnarfirði eru hvattir til að nýta sér þjónustuna eða koma pokunum beint á Sorpu. Bent er […]