Category: Fréttir

Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar – fjölbreytt og fróðlegt

Nýtt hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar hefur í grunninn þann góða tilgang að koma á framfæri öllu því efni sem starfsfólki bókasafnsins þykir áhugavert og er til þess fallið að vekja umræðu og umfjöllun um áhugaverða málaflokka og mál sem m.a. tengjast safnkosti bókasafnsins, viðburðum á vegum safnsins eða öðru því sem í gangi er í kringum […]

Komdu í hrausta liðið! Hreyfivika UMFÍ 25. – 31. maí

Nú styttist heldur betur í stuðið, vorboðann ljúfa. Hreyfivika UMFÍ hefst 25. maí næstkomandi og stendur til 31. maí. Boðberar hreyfingar í Hreyfiviku UMFÍ eru byrjaðir að undirbúa allskonar viðburði og leiki um allt land og má því búast við gríðarlegu sprikli í vikunni.  Boðberar hreyfingar Á síðasta ári tóku fyrirtæki landsins í fyrsta sinn […]

Ásvallalaug og Sundhöll opna að nýju 18. maí

Ásvallalaug og Sundhöll Hafnarfjarðar opna að nýju mánudaginn 18. maí og við tekur hefðbundinn opnunartími á þessum stöðum með smá viðbótum. Suðurbæjarlaug opnar hins vegar ekki strax sökum umfangsmikilla viðhaldsframkvæmda. Sundlaugargestir eru áfram beðnir um að fara í einu og öllu eftir sóttvarnarreglum og sýna því skilning að til að byrja með verður einungis hægt […]

Hamraneshverfið heillar – mikil eftirspurn eftir lóðum

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar úthlutaði í gær sex lóðum fyrir 148 íbúðir í fyrsta áfanga uppbyggingar í Hamranesi, 25 hektara svæði við uppland Hafnarfjarðar. Sóttist einn byggingaraðili eftir öllum sex lóðunum en fjórir aðilar hlutu úthlutun að þessu sinni. Um er að ræða úthlutun þriggja lóða til Byggingarfélags Gylfa og Gunnars og stakra lóða til Fjarðarmóta ehf., […]

Plast áfram á endurvinnslustöðvar fram í júní

Meðfylgjandi tilkynningu er að finna á vef Sorpu  Kári vindflokkari fyrir plast verður úr notkun í maí vegna uppsetningar á nýrri flokkunarlínu í móttökustöð.  Í byrjun júní 2020 tekur SORPA nýja gas- og jarðgerðarstöð í notkun í Álfsnesi (GAJA) en þar verður lífrænum hluta heimilisúrgangs umbreytt í jarðvegsbæti og metan. Til að mæta þörfum vinnslunnar […]

Tryggðu þér fjölskyldugarð í sumar. Skráning er hafin!

English and Polski below>> Njótum þess að rækta eigið grænmeti í sumar! Fjölskyldugarðar Hafnarfjarðar verða opnir á Víðistöðum og á Öldugötu í sumar. Garðarnir afhendast plægðir og hefst úthlutun í lok maí. Hér er um að ræða frábært tækifæri fyrir einstaklinga og fjölskyldur til að ræta sitt eigið grænmeti. Skráning hefst miðvikudaginn 13. maí. Opið […]

Fjölbreytt sumardagskrá. Skráning er hafin!

<<English and Polski below>> English   Polski Í Hafnarfirði er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann. Á vefnum www.tomstund.is má finna upplýsingar um sumarstarf á vegum sveitarfélagsins sumarið 2020 sem ætlað er börnum og ungmennum á aldrinum 2-16 ára ásamt hlekkjum á helstu félög í Hafnarfirði sem bjóða upp á […]

Fjölgun ærslabelgja í Hafnarfirði

Allt frá því að ákvörðun bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um kaup og uppsetningu á ærslabelgi á Víðistaðatúni var tekin vorið 2019 lá fyrir vilji fyrir því að setja upp belgi á fleiri stöðum í bænum. Til að framfylgja ákvörðun og vilja bæjaryfirvalda lagði stýrihópur á bak við Heilsubæinn Hafnarfjörð til á fundi sínum í dag að […]

Íbúafundir: Hjallabraut og Hlíðarbraut

Glærur frá fundi vegna Hlíðarbrautar Boðað er til íbúafunda vegna skipulagsvinnu er snúa að tillögum að breyttri landnotkun við Hjallabraut og við Hlíðarbraut/Suðurgötu. Fundirnir verða haldnir hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar að Norðurhellu 2 þriðjudaginn 12. maí frá kl. 16:30 – 19:30.  Fundirnir verða einnig í beinu streymi á vef og Facebooksíðu Hafnarfjarðarbæjar.  Húsið verður […]

Lykiltölur í lífi hafnfirskra barna – rannsókn 2020

Á hverju ári taka nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar þátt í stórri landskönnun varðandi vímuefnaneyslu sem Rannsóknir og greining framkvæma fyrir Menntamálaráðuneytið. Hafnarfjörður fær sérstaka skýrslu um niðurstöður síns sveitarfélags sem gefa ákveðna mynd af lífstíl, viðhorfi og vímuefnaneyslu hafnfirskra ungmenna. Könnun þessi var framkvæmd í febrúar. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: Niðurstöður rannsóknar […]