Category: Fréttir

Ertu að flytja í Skarðshlíð og með barn á skólaaldri?

Ert þú að flytja í Skarðshlíðarhverfi á næstu dögum, vikum mánuðum og með barn á grunnskólaaldri? Við minnum á innritun nemenda í Skarðshlíðarskóla haustið 2021. Innritun fer fram rafrænt í gegnum Mínar síður undir: Umsóknir – Grunnskólar – Skólavist . Opið er fyrir innritun barna sem eru að fara í 1. bekk haustið 2021 og einnig […]

Bjartir dagar í Hafnarfirði munu standa yfir í allt sumar

Framundan eru Bjartir dagar, menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði. Í venjulegu ári stendur þessi fyrsta bæjarhátíð landsins yfir í fimm daga en ákveðið hefur verið að hátíðin, sem hefst síðasta vetrardag með vali á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar, afhendingu menningarstyrkja og sumarsöng nemenda, standi yfir í allt sumar og […]

Skarðshlíðarskóli og Lækjarskóli fá styrk úr Sprotasjóði

Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Á dögunum var úthlutað úr sjóðnum og hljóta alls 42 verkefni styrki að þessu sinni og er samstarfsverkefni Skarðshlíðarskóla og Lækjarskóla um altæka hönnun náms (UDL) eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk.  Áherslusvið […]

Tilslakanir á samkomu- takmörkunum og í skólastarfi

  COVID-19: Tilslakanir á samkomutakmörkunum og í skólastarfi frá 15. apríl Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt með takmörkunum, sviðslistir einnig og skíðasvæðin geta opnað á ný. Í skólum breytast nálægðarmörk á öllum skólastigum úr 2 metrum í 1 og leik- og grunnskólabörnum verður heimilt […]

Sundlaugar opna á ný

Breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á morgun fimmtudaginn 15. apríl heimila opnun sundlauga og baðstaða fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Gildistími nýrrar ráðstöfunar er til og með 5. maí 2021 nema annað sé auglýst. Börn fædd 2016 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda sem þýðir að fjöldatakmarkanir ná […]

Áskorun um að fjarlægja ökutæki utan lóðar

Töluvert hefur borið á því að ökutæki án skráningarnúmera séu skilin eftir á opnum og almennum svæðum og hafa fjölmargar kvartanir þess efnis borist sveitarfélaginu. Því hefur verið ákveðið að ráðast í átak vegna ökutækja án númera sem lagt er á gangstéttum, opnum svæðum, óbyggðum lóðum og stígum og hindrað geta sýn og skapað hættu […]

Hefjum störf – nýtt atvinnuátak stjórnvalda

Með nýju atvinnuátaki stjórnvalda „Hefjum störf“ er stefnt að því að skapa allt að sjö þúsund tímabundin störf. Atvinnuátakið er unnið í samvinnu atvinnulífsins, opinberra stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka. Ráðgert er að verja um 4,5 til 5 millj­örðum króna í átakið. Hafnarfjarðarbær mun taka virkan þátt í þessu verkefni. Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins  Fyrir […]

Sókn fyrir námsmenn: Sumarnám og sumarstörf 2021

Fjölbreytt sumarnám og sumarstörf verða í boði fyrir ungt fólk og atvinnuleitendur í sumar, sem lið í aðgerðum stjórnvalda til þess að stuðla að virkni og framtíðarsókn fyrir íslenskt atvinnulíf. Hafnarfjarðarbær er þessa dagana að skoða sitt framlag til verkefnisins og verður fjöldi starfa og fyrirkomulag auglýst um leið og ákvörðun liggur fyrir.  Sjá tilkynningu […]

Til hamingju Haukar og takk fyrir ykkar faglega framlag!

Heilsubærinn Hafnarfjörður – til hamingju Haukar með stórafmælið!  Heilsubærinn Hafnarfjörður hefur um langt skeið lagt ríka áherslu á fjölbreyttar forvarnir með öflugu samstarfi, frístundastyrkjum og heilsutengdum verkefnum sem auðga og efla lífsgæði og heilsu Hafnfirðinga. Bærinn hefur löngum verið mikill íþróttabær og hefur árum saman alið af sér meistara á nær öllum sviðum íþróttalífsins. Þar […]

Skráning á frístundaheimili skólaárið 2021-2022

Opið fyrir skráningu á frístundaheimili skólaárið 2021-2022.  Frístundaheimilin í Hafnarfirði eru í boði fyrir börn í 1.-4. bekk og starfa við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Hlutverk þeirra er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur með m.a. hópastarfi, smiðjum, útiveru og vali. Markmið frístundaheimilanna er að hvert barn fái að njóta sín […]