Auglýst eftir umsóknum um sex fjölbýlislóðir í Hamranesi Posted apríl 1, 2020 by avista Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar 8. apríl 2020 var samþykkt að auglýsa lausar til úthlutunar sex lóðir undir þriggja til fimm hæða fjölbýlishús með 148 íbúðum í Hamranesi, nýju íbúðarsvæði sunnan við Ásvallabraut sem tengir svæðið við helstu stofnleiðir og er jafnframt skammt frá stoppistöð almenningsvagna. Engin byggð er á svæðinu í dag en þar mun […]
Við erum ÖLL barnavernd. Leyfum okkur að vera forvitin Posted mars 31, 2020 by avista Barnavernd er dæmi um þjónustu sveitarfélagsins sem þarf að haldast órofin á öllum viðbúnaðarstigum almannavarna. Barnavernd er samstarfsverkefni allra þeirra sem vinna með börnum og hins almenna borgara sem oft á tíðum er í betri aðstöðu til að fylgjast með aðstæðum barna og tilkynna til barnaverndar ef það er eitthvað í umhverfi eða umgjörð barna […]
Frestun fasteignagjalda á íbúða- og atvinnuhúsnæði Posted mars 31, 2020 by avista – sveitarfélögin í Kraganum leggja fram samræmda tillögu Sveitarfélögin Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes munu leggja fram tillögu, í bæjarráðum eða bæjarstjórnum sveitarfélaganna í vikunni, um frestun fasteignaskatta og fasteignagjalda á eigendur íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Tillagan gerir ráð fyrir að gjalddögum ársins verði fjölgað eða frestað á árinu, (eftir því sem við á […]
Samtal um skipulag Vesturbæjar – seinni fundur Posted mars 31, 2020 by avista Hafnarfjarðarbær býður til samráðsfunda vegna skipulagsvinnu er snýr að Vesturbæ Hafnarfjarðar og Verndarsvæðis í byggð fimmtudaginn 5. mars og þriðjudaginn 31. mars næstkomandi. Seinni fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 31. mars kl.17-18:30 og verður streymt á vef og Facebook síðu Hafnarfjarðarbæjar. Þar verður hugmyndavinna kynnt íbúum. Á þessum fundi gefst áhugasömum tækifæri til að skoða og […]
Sektir fyrir brot gegn sóttvarnalögum Posted mars 30, 2020 by avista Vegna ákvörðunar heilbrigðisráðherra um opinberar sóttvarnaráðstafanir í samræmi við sóttvarnalög nr. 19/1997, sem eru viðbrögð við COVID-19 heimsfaraldrinum, hefur ríkissaksóknari sent öllum lögreglustjórum á landinu fyrirmæli vegna brota á reglum heilbrigðisráðherra sem fjalla um samkomubann, lokun samkomustaða og starfsemi, sem og um einangrun smitaðra og um sóttkví. Eins og fram kemur í tilkynningu frá ríkissaksóknara […]
Bæjarstjórnarfundur 1. apríl Posted mars 30, 2020 by avista Fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar verður haldinn á fjarfundi, 1. apríl 2020 og hefst kl. 14:00 Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu
Hafnfirðingar duglegir að hreyfa sig í samkomubanni Posted mars 27, 2020 by avista Samkvæmt teljara á Strandstígnum við Fjarðargötu eru Hafnfirðingar duglegir að hreyfa sig í samkomubanninu en gangandi vegfarendur á Strandstígnum í mars voru tvöfalt fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Teljararnir telja fjölda þeirra sem ganga eða hjóla um stíginn ásamt því að mæla hraða þeirra sem hjóla. Íbúar geta fylgst með umferðinni í bæjarvefsjánni […]
Covid19. Upplýsingar. Information. Informacje Posted mars 27, 2020 by avista Mikilvægar upplýsingar um áhrif Covid19 á þjónustu sveitarfélagsins Important information about the municipality´s services during Covid19. Ważne informacje o wpływie Covid 19 na usługi gminy Hafnarfjarðarbær hefur sett í loftið upplýsingasíðu um áhrif Covid19 á þjónustu sveitarfélagsins ásamt því að birta þar yfirlit yfir allar fréttir á vefnum sem tengjast Covid19. Sambærileg síða hefur verið […]
Styrkúthlutanir myndlistar- og safnasjóðs 2020 Posted mars 27, 2020 by avista Tilkynntar hafa verið styrkúthlutanir myndlistar- og safnasjóðs fyrir árið 2020. Hafnarborg fagnar og þakkar fyrir þá styrki sem veittir eru til verkefna safnsins. Úr safnasjóði hlaut Hafnarborg styrk til tveggja verkefna: Hafnarborg og heilsubærinn (1.500.000 kr.) og Ljósmyndir á ytri vef – samningur við Myndstef (800.000 kr.). Vinna er þegar hafin við bæði verkefnin. Í […]
Sameiginleg bakvarðasveit velferðarþjónustu Posted mars 26, 2020 by avista Verkefni til að draga úr þjónusturofi við viðkvæma hópa vegna Covid-19 Félagsmálaráðuneytið fer með yfirstjórn málefna margra viðkvæmustu hópa samfélagsins og má þar helst nefna málefni fatlaðs fólks og málefni aldraðra en einnig mál er varða barnavernd. Félagsþjónusta sveitarfélaga heyrir undir félagsmálaráðuneytið sem hefur eftirlit með því að sveitarfélögin veiti lögbundna þjónustu. Verkefni félagsþjónustunnar eru […]