Category: Fréttir

Jólasund er góð samverustund

Sundlaugar Hafnarfjarðarbæjar eru þrjár og hafa þær allar sín sérkenni. Upplýsingar um allar sundlaugarnar og staðsetningu þeirra er að finna HÉR Opnunartími sundlauganna yfir jólahátíðina 2019 er sem hér segir:   Ásvallalaug Suðurbæjarlaug Sundhöll Hafnarfjarðar 23. desember 06:30 – 17:00 06:30 – 17:00 06:30-17:00 24. desember 06:30 – 13:00 06:30 – 13:00 06:30 – 11:00 […]

Árleg jólagjöf Áslandsskóla til Mæðrastyrksnefndar

Undanfarin þrettán ár hefur skólasamfélagið í Áslandsskóla styrkt Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar með framlögum fyrir jólin. Ásta Eyjólfsdóttir formaður nefndarinnar kom á jólaskemmtun í Áslandsskóla á dag, föstudaginn 20. desember, og tók við framlagi úr hendi Leifs S. Garðarssonar skólastjóra. Í ár söfnuðust 239.125.- krónur sem runnu að sjálfsögðu óskertar til nefndarinnar.  Á þrettán árum hefur skólasamfélagið […]

Bókagjöf til skólabókasafna – lestur er lífsins leikur

Bókasöfn leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar fengu nú fyrir jólin fjármagn að gjöf frá sínu sveitarfélagi með það fyrir augum að þau geti bætt við bókakost sinn og bætt við nýjum og spennandi bókum úr jólabókaflóði jólanna 2019.   Það er öllum bókasöfnum mikilvægt að vera í takt við tímann og það sem á sér stað í […]

Með puttana á Skólapúlsinum

Aukin ánægja í grunnskólastarfi bæjarinsÚrbótaverkefni skólanna eru að skila sýnilegum og jákvæðum árangri Niðurstöður Skólapúlsins voru kynntar á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar í vikunni og þykja þær sérstaklega ánægjulegar fyrir hafnfirskt grunnskólasamfélag. Tilgangur Skólapúlsins og Skólavogar, sérstakrar skýrslu sem Hafnarfjarðarbær gefur út með niðurstöðunum, er að átta sig á stöðu mála og gefa einstaka skólum, og […]

Rafræn vöktun á helstu akstursleiðum

Hafnarfjarðarbær, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínan ohf. hafa gert með sér samkomulag um kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í sveitarfélaginu. Kerfinu er einungis ætlað að þjóna þörfum lögreglu og annarra neyðaraðila og fer um notkun þess og aðgang að gögnum úr kerfinu samkvæmt reglum lögreglu og Persónuverndar. Töluverð umræða hefur verið um slíka vöktun […]

Jólaskraut og jólanammi frá Lionsklúbburinn Kaldá

Jóhanna Valdemarsdóttir og Lillý Jónsson frá Lionsklúbbnum Kaldá komu færandi hendi í vikunni með jólaskraut og jólanammi. Gjafirnar fengu fatlað fólk sem nýtir þjónustu á Hæfingarstöðin í Bæjarhrauni og ungmenni í skammtímavistun á Hnotubergi.  Þessar gjafir vöktu að vonum mikla lukku og er Lionsklúbbnum færðar góðar þakkir fyrir.

Barnaskóli Hjallastefnunnar syndir í Hrafnistu í vetur

Sundkennsla nemenda í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði fer fram á Hrafnistu í vetur. Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar, Hrafnistu og Barnaskólans undirrituðu samkomulag í vikunni þar sem tryggt er að nemendur Barnaskólans geti notað sundlaugina í Hrafnistu í vetur. Á Hrafnistu er að finna kjöraðstæður fyrir börn og kennara að ógleymdu frábæru fólki sem býr þar og starfar […]

Útboð á sérhæfðri akstursþjónustu – hagræðing og skilvirkni

Nærþjónusta sem byggir á trausti og persónulegri þjónustu Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í dag voru lögð fram til kynningar tilboð sem bárust í útboð um sérhæfða akstursþjónustu í Hafnarfirði sem nær til þjónustu við fatlað fólk og eldri borgara í sveitarfélaginu. Tilboð bárust frá fimm aðilum og er lægsta tilboð 420.623.100.- kr undir kostnaðaráætlun verkefnis […]

Deila sköpun sinni með nærsamfélaginu

Valhópur í myndmennt við Öldutúnsskóla hefur verið að skoða myndlist út frá fleiri hliðum en hinu hefðbundna málverki eða skúlptúr sem finna má í listasöfnum og galleríum um heim allan. Hópurinn hefur verið að vinna með listsköpun sem tengir samfélagið og nærumhverfið. Með því að gefa vinnu sína og deila sköpun sinni með samfélaginu má […]

Fyrstu leigjendurnir flytja inn fyrir jólin

Öllum leiguíbúðum við Hádegisskarð í Skarðshlíð hefur verið úthlutað Rúmlega 120 umsóknir bárust í þær 10 íbúðir sem auglýstar voru lausar til umsóknar við Hádegisskarð í Skarðshlíð. Þessum leiguíbúðunum er ætlað að tryggja tekjulægri einstaklingum og fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu. Opnað var fyrir umsóknir í upphafi október og rann umsóknarfrestur út um […]