Category: Fréttir

Hellnahraun – Rauðhella 2

Skipulags- og byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 6.11. 2019, að grenndarkynna tillögu um breytingu á deiliskipulagi Hellnahrauns 1. áfanga vegna lóðarinnar að Rauðhellu 2 í Hafnarfirði í samræmi við 2. mgr. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að byggingarreitur er stækkaður og nýrri innkeyrslu á lóðinni norðanverðri er bætt við. Að […]

Núvitund í skólastarfi: Meiri samkennd – minni streita

Núvitund innleidd í starf Smáralundar Hafinn er annar vetur verkefnis þar sem innleidd er núvitund í starf leikskólans Smáralundar. Fyrsta árið var eingöngu unnið með starfsfólkið þar sem það fann á eigin skinni hvernig er að nýta sér núvitund í dagsins önn. Að sögn Ingu Fríðu Tryggvadóttur skólastjóra finnur starfsfólk skólans nú þegar að verið […]

Afreksíþróttafólk á fullum launum á íþróttamótum

Á haustmánuðum samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar nýjar reglur um leyfi starfsfólks til þátttöku í íþróttamótum og er stjórnendum heimilt að veita starfsfólki leyfi frá störfum án skerðingar fastra launa til að taka þátt í íþróttamótum. Leyfi þetta takmarkast við leikmenn, fararstjóra og þjálfara vegna þátttöku í Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum, Evrópumeistaramótum, Norðurlandamótum og landskeppni. Hafnarfjarðarbær vill með þessari […]

Vatnsleysi vegna viðgerða – hús við Stuðlaberg og Ljósaberg

Vegna viðgerða hjá vatnsveitu má búast við vatnsleysi þriðjudaginn 17. desember í þeim húsum sem eru innan svæðisins á teikningunni hér að neðan. Reiknað er með að lokað verði fyrir vatnið kl 9:00 og að viðgerð verði lokið um kl 13:00. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för […]

Alltaf verið meðvituð um sínar sterku hafnfirsku rætur

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, hefur alltaf verið meðvituð um sínar sterku hafnfirsku rætur þrátt fyrir að hafa búið í Hlíðunum í Reykjavík fyrstu tíu æviárin. Við tíu ára aldurinn flutti hún full eftirvæntingar í norðurbæinn í hús sem foreldrar hennar byggðu sjálf.  á þáttinn  Í viðtali Vitans við Rósu er víða komið við. Rætt […]

Brenna fyrir innleiðingu núvitundar

Veturinn 2017-2018 bauðst Áslandsskóla að taka þátt í rannsóknarverkefni á innleiðingu núvitundar í grunnskólum í samstarfi við Núvitundarsetrið og Embætti landlæknis. Verkefnið var styrkt af Lýðheilsusjóði og markmið þess er að meta árangur innleiðingar núvitundar á líðan, seiglu, almenna stýrifærni (t.d. tilfinningastjórnun og einbeitingu) og núvitundarfærni nemenda og starfsfólks. Bæjarblaðið Hafnfirðingur hitti  Kristínu Jónu Magnúsdóttur […]

Fjárhagsáætlun 2020 samþykkt

Traust fjárhagsstaða og skuldaviðmið heldur áfram að lækka Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2020 og 4 ára áætlun 2020-2023 var samþykkt í bæjarstjórn í dag miðvikudaginn 11. desember. Rekstur Hafnarfjarðarbæjar hefur gengið vel síðustu ár og ber fjárhagsáætlun merki agaðrar fjármálastjórnunar, stöðugleika og sterkrar fjárhagsstöðu. Áhersla er áfram á aukna þjónustu og á þróun og eflingu […]

SV-lykkja frá Strandgötu upp á Reykjanesbraut lokuð

Vegna öryggismála hefur Ístak lokað SV-lykkju frá Strandgötu (Ástorgi) upp á Reykjanesbraut í átt til Reykjavíkur. Aðreinin verður opnuð síðar í dag, eða um kl 15:30.  Bent er á hjáleið um Ásbraut og Kaldárselsgatnamót.

BRÚIN – framúrskarandi samvinnuverkefni

Í byrjun desember 2019 fékk BRÚIN (nýtt verklag í þjónustu við börn í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins) hjá Hafnarfjarðarbæ Evrópuviðurkenningu frá samtökum evrópskra félagsmálastjóra, European Social Network, fyrir framúrskarandi samvinnuverkefni á sviði skóla- og fjölskylduþjónustu. BRÚIN er markvisst verklag skóla- og fjölskylduþjónustu bæjarins sem samþættir þjónustu í nærumhverfi barna og fjölskyldna þeirra. Áhersla er lögð […]

Athugið! Attention! Uwaga!

Athugið! Attention! Uwaga! Skólar, sundlaugar og stofnanir lokaðar frá kl. 14 í dag ÍslenskaVegna appelsínugulrar viðvörunar þurfa foreldrar/forráðamenn að sækja börn sín í skóla eða frístundastarfsemi kl. 14 í dag, Ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir kl. 13. Lagt er til að æfingar og önnur frístundastarfsemi sem á að hefjast eftir kl. […]