Einföld og snjöll ábendingagátt Posted mars 20, 2020 by avista Komdu ábendingum þínum á framfæri með einföldum hætti Við úttekt á stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar 2019 kom skýrt fram að þörf væri á aðgengilegri ábendingagátt þar sem íbúar gætu komið á framfæri ábendingum til bæjarins sem færu í skýran farveg. Núna er slík ábendingagátt komin í loftið þar sem íbúar geta komið hvers konar ábendingum á framfæri […]
Raforkukaup 2020 Posted mars 20, 2020 by avista Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í raforku fyrir sveitarfélagið. Um er að ræða alla raforkunotkun sveitarfélagsins og stofnana þess auk götulýsingar. Útboðið er auglýst á EES svæðinu. Orkunotkunin er skráð á tvær kennitölur eða: 590169-7579Hafnarfjarðarkaupstaður 590169-5529Hafnarfjarðarhöfn Notkunartölur eru frá 1. janúar til 31. desember 2019. Á árinu 2019 var ársnotkunin u.þ.b. 14,5 GWh Á árinu 2019 […]
Verðum sterkara og samræmdara samfélag Posted mars 19, 2020 by avista Í fyrsta sinn í Íslandssögunni var sett á samkomubann á miðnætti sl. sunnudag, í 4 vikur, sem hefur víðtæk áhrif á samfélagið. Í stórum verkefnum sem slíkum reynir á neyðarstjórnir sveitarfélaganna sem starfa út frá áætlun sem unnin er í samræmi við stigskiptingu og tilmæli almannavarna. Neyðarstjórn Hafnarfjarðar fundar um þessar mundir daglega og er […]
Tilvalið að draga fram heilsueflandi spilastokkana Posted mars 19, 2020 by avista 52 heilsueflandi hugmyndir frá Heilsubænum Hafnarfirði Í árslok 2017 fengu öll heimili í Hafnarfirði heilsueflandi spilastokk að gjöf frá Heilsubænum Hafnarfirði. Spilin eru ekki einungis hefðbundin spil heldur búa þau yfir hugmyndum að afþreyingu, samveru og hreyfingu fyrir fjölskylduna alla allt árið um kring. Spilum og fáum hugmyndir að afþreyingu á sama tíma Hafnarfjörður er […]
Vallaræsi Posted mars 19, 2020 by avista Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið: Vallaræsi – jarðvinna og lagnir. Verkið felst í lagningu nýs ræsis, Vallaræsis, með tilheyrandi greftri, bergskeringum, endurfyllingum og frágangi.Helstu magntölur eru: Gröftur fyrir lögnum 26.000 m3 Klapparskering 24.500 m3 Lagning holræsalagna 1.900 m Endurfyllingar 25.500 m Malbikun 1.400 m Útboðsgögn er hægt að nálgast á USB-lykli hjá umhverfis- og […]
Söfn bæjarins eru opin en viðburðum frestað Posted mars 18, 2020 by avista Söfn Hafnarfjarðarbæjar, Bókasafn Hafnarfjarðar, Byggðasafn og Hafnarborg halda óbreyttum opnunartíma þrátt fyrir samkomubann en boðuðum viðburðum hefur verið aflýst eða frestað, svo sem leiðsögnum og listasmiðjum, á meðan samkomubann er í gildi. Í Hafnarborg hafa yfirstandandi sýningar verið framlengdar. Sem fyrr verður allt kapp lagt á að taka vel á móti öllum gestum en jafnframt […]
Kynningarfundur í beinu streymi á vef og Facebook Posted mars 17, 2020 by avista Kynningarfundur skipulagslýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013–2025 Reitur ÍB2, Hraun-vestur (Gjótur) verður haldinn á Norðurhellu 2 fimmtudaginn 19. mars 2020 frá kl. 17 – 18. Í ljósi aðstæðna er fundi streymt beint á vef og Facebooksíðu Hafnarfjarðarbæjar og eru fundargestir hvattir til að nýta sér streymið frekar en að mæta á staðinn. Bein útsending […]
Styrkir vegna hljóðvistar 2020 Posted mars 17, 2020 by avista Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna viðgerða og framkvæmda á gluggum húsa við umferðarþungar götur. Frekari upplýsingar fást í þjónustuveri Hafnarfjarðar, Strandgötu 6 í síma 585-5500 og á vef bæjarsins. Hér má finna upplýsingar um aðgerðaáætlun gegn hávaða í Hafnarfirði á árunum 2018-2023. Sótt er um á MÍNUM SÍÐUM Umsóknarfrestur er til 1. maí […]
Tímabundin lokun um Strandgötu sunnan Reykjanesbrautar Posted mars 17, 2020 by avista Fimmtudaginn 19. mars frá kl. 9:30-16 mun verktaki loka fyrir umferð um Strandgötu sunnan Reykjanesbrautar vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. Hjáleiðir fyrir akandi vegfarendur eru um Krýsuvíkurgatnamót og Kaldárselsveg en opið er fyrir gangandi vegfarendur. Upplýsinga um tvöföldun Reykjanesbrautar Nú hyllir undir að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð. Framkvæmdir eru […]
Bæjarstjórnarfundur 18. mars Posted mars 16, 2020 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 18. mars. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu