Category: Fréttir

Framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar hefjast

Vegagerðin og Ístak skrifuðu fyrir helgi undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar, frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót. Fjögur tilboð bárust í verkið. Vegagerðin gekk til samninga við Ístak eftir ítarlegt mat á tilboðum. Samkvæmt áætlunum eiga framkvæmdir að hefjast nú í byrjun maí. Verklok eru áætluð 1. nóvember 2020. Einnig hefur Vegagerðin skrifað undir samninga við […]

Tímabundin lokun á gatnamótum við Fjarðarhraun

Reykjanesbraut verður lokuð kl. 19 í kvöld, mánudaginn 6. maí, á gatnamótum við Fjarðarhraun hjá Kaplakrika í Hafnarfirði, vegna framkvæmda. Umferð á Reykjanesbraut mun aka hjáleið um Fjarðarhraun og hringtorg við Flatahraun / Kaplakrika. Umferð frá Fjarðarhrauni sem ætlar til austurs inn á Reykjanesbraut er beint á að aka Reykjanesbraut og fara um hringtorg við […]

Kaldárselsvegur – lokanir vegna framkvæmda

<img height=”1″ width=”1″ style=”display:none” src=”https://www.facebook.com/tr?id=307673236567705&ev=PageView&noscript=1″ /> Vegna komandi malbikunarframkvæmda við Kaldárselsveg á tímabilinu frá 22. apríl til 6. maí er ekki hjá því komist að röskun verði á umferð um svæðið vegna lokana á vegköflum sem merktir eru á yfirlitsmynd. Röskun á umferð vegna lokana verður um eftirtaldar götur en þó á mismunandi tímum: Kaldárselsvegur […]

Skuldaviðmið ekki lægra í aldarfjórðung

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar 2018 var samþykktur á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í dag. Rekstrarafgangur A og B hluta bæjarsjóðs nam 1.129 milljónum króna þrátt fyrir mikilvægar fjárfestingar og óhjákvæmilegar lántökur á árinu. Skuldaviðmið sveitarfélagsins er komið niður í 112% og hefur ekki verið lægra í 25 ár. Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar 2018 sýnir að fjárhagsstaða sveitarfélagsins heldur áfram að […]

Garðaúrgangur sóttur heim

Garðaúrgangur verður sóttur heim til íbúa nú í maí.  Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar verða á ferð um bæinn dagana 6. – 20. maí. Þannig verður garðaúrgangur í Norðurbæ, Vesturbæ, Hraunum og miðbæ sóttur heim 6. maí, í Setbergi, Kinnum og Hvömmum 13. maí og í Áslandi, á Völlum og Holti 20. maí. Íbúar í Hafnarfirði eru beðnir […]

Bæjarstjórnarfundur 2. maí

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar fimmtudaginn 2. maí. Formlegur fundur hefst kl. 16 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Hundruðir barna tóku þátt í Víðavangshlaupi

Árlegt Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fór fram á sumardaginn fyrsta, 25. apríl á Víðistaðatúni. Keppendur voru um fjögurhundruð í 12 flokkum, fjölmennast var í yngstu flokkunum. Keppendur voru frá öllum íþróttafélögum bæjarins og voru margir efnilegir hlauparar að stíga sín fyrstu skref þarna. Birta Þöll Sveinbjörnsdóttir var fyrst kvenna í mark í flokki 15 ára og eldri […]

22 verkefni fá menningarstyrk

Styrkir til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í dag, síðasta vetrardag og hlutu 22 verkefni styrk að þessu sinni. Meðal verkefna eru hlaðvarpið Hafnfirðingurinn, Vegan Festival, HEIMA hátíðin, fjölmenningarhátíð í norðurbæ Hafnarfjarðar og alls konar tónleikar. Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar afhenti í dag formlega menningarstyrki fyrri úthlutunar ársins 2019. 22 […]

Björk er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2019

Fjöllistakonan Björk Jakobsdóttir hlaut í dag titilinn bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2019. Björk hefur í gegnum tíðina sinnt fjölbreyttum hlutverkum og starfað meðal annars sem leikkona, leikstjóri, framleiðandi, leikskáld og uppistandari. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir, veitti viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í dag á síðasta degi vetrar. Athöfnin er liður í hátíðinni Björtum Dögum sem stendur […]

Trjágróður út fyrir lóðarmörk

Getur verið að gróðurinn á þinni lóð sé til vandræða fyrir aðra? Núna er rétti árstíminn fyrir trjá- og runnaklippingar. Öll viljum við geta komist leiðar okkar um gangstéttar, göngustíga og götur bæjarins án þess verða fyrir skaða vegna trjágreina sem vaxa út úr görðum hvort sem við erum gangandi, hlaupandi, hjólandi eða akandi. Trjágróður […]