Endurheimt votlendis í Hafnarfirði Posted október 3, 2019 by avista Verklegar framkvæmdir við endurheimt votlendis í Krýsuvíkur- og Bleiksmýri hófust í vikubyrjun og ná þær yfir um sextíu hektara svæði. Framkvæmdum í Bleiksmýri lauk í gær og hefjast framkvæmdir í Krýsuvíkurmýri í dag. Votlendissjóður hefur með útreikningum sínum áætlað að umræddar framkvæmdir bindi um 1.100 tonn af kolefni í jörðu sem nemur akstri 120 fólksbíla […]
Vígsla og afhending á verðlaunabekknum Vörður Posted október 3, 2019 by avista Nýr og fallegur bekkur hefur verið settur upp á Hleinum að Langeyrarmölum við bílastæði þar sem listaverk er staðsett. Bekkurinn er liður í verkefninu Brúkum bekki, samfélagsverkefni sem staðið hefur yfir frá árinu 2013 og telur í dag rúmlega 50 bekki. Hönnuður bekkjar eru þau Reynir Reynisson, Ásdís Ýr Einarsdóttir og Erla Rún Ingólfsdóttir. Skólameistari […]
Lokað fyrir kalt vatn í ákveðnum götum Posted október 2, 2019 by avista Klukkan 9:00, miðvikudaginn 3. október, verður lokað fyrir kalt vatn í Skútahrauni, Flatahrauni 21-31, Stapahrauni og Drangahrauni. Ástæðan er bilun í kerfi sem upp kom í dag og lagfærð hefur verið tímabundið. Unnið verið að frekari lagfæringu í fyrramálið. Ef allt gengur eftir, er gert ráð fyrir að kalt vatn verði aftur komið á á […]
Ærslabelgur á Víðistaðatúni – breyttur opnunartími Posted október 1, 2019 by avista Ærslabelgur á Víðistaðatúni hefur notið mikilla vinsælda í sumar og hefur belgurinn verið opinn frá kl. 9 til kl. 22 alla daga vikunnar. Nú í haust verður belgurinn opinn frá kl. 9 – 18 en þegar frysta tekur og veturinn færist yfir þá verður slökkt á belgnum þar til vora tekur að nýju. Loftknúin hoppudýna […]
Bæjarstjórnarfundur 2. október Posted október 1, 2019 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 1.október Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu
Lokun undirganga við Þorlákstún/ Tjarnarvelli Posted október 1, 2019 by avista Vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði verður undirgöngunum við Þorlákstún/Tjarnarvelli og aðliggjandi stígum lokað mánudaginn 7. október 2019. Gangandi og hjólandi vegfarendum er bent á hjáleið meðfram Suðurbraut og Ásbraut um undirgöng undir Reykjanesbraut við Hvaleyrarholt eða eftir Strandgötu. Gert er ráð fyrir að ný göngubrú verði opnuð á sama stað í byrjun næsta […]
Allt þéttbýli í Hafnarfirði komið í samband við Ljósleiðarann Posted október 1, 2019 by avista Lokið er tengingu allra heimila í þéttbýli Hafnarfjarðar við Ljósleiðarann. Af þessu tilefni afhenti Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra skjöld til vottunar á þessum áfanga í uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu. Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur fagnar þessum áfanga. „Þetta er mikilvægt skref í uppbyggingu nútímasamfélaga að hafa svo trausta innviði […]
Lokun aðreinar að Strandgötu Posted október 1, 2019 by avista Framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar halda áfram. Á næstu dögum mun verktaki setja upp merkingar á Strandgötubrú, hliðra umferð þar til norðurs og loka aðrein að Strandgötu. Hjáleið verður um Krýsuvíkurgatnamót/ Krýsuvíkurveg. Þetta er gert vegna fyrirhugaðra framkvæmda/skerðinga austan við Strandgötubrú þar sem þarf að mjókka Reykjanesbrautina tímabundið til að koma fyrir stoðvegg. Nákvæm tímasetning um […]
Samstarfsverkefni um þjónustu við fatlað fólk Posted október 1, 2019 by avista Hæfingarstöðin í Bæjarhrauni er þátttakandi í Erasmus+ verkefni um hugmyndafræði og nálgunarleiðir í þjónustu við fatlað fólk. Um er að ræða tveggja ára samstarfsverkefni milli þriggja þjóða, þ.e.a.s. Íslands, Litháen og Ungverjalands sem ber yfirskriftina „Communication is the path to integration“ eða „Samskipti eru leið til samþættingar“. Áhersla á notkun óhefðbundinna tjáskipta Hæfingarstöðin hefur frá […]
Framkvæmdir hefjast við nýjan búsetukjarna Posted september 27, 2019 by avista Fyrsta skóflustungan að nýjum búsetukjarna fyrir fatlað fólk við Öldugötu 45 var tekin í dag að viðstöddum m.a. væntanlegum íbúum. Um er að ræða sérhannað heimili fyrir fatlað fólk. HBH Byggir ehf. sér um uppbyggingu kjarnans og er gert ráð fyrir að íbúðirnar afhendist í apríl 2021. HBH Byggir ehf. átti lægsta tilboð í byggingu […]