Bæjarstjórnarfundur 4. september Posted september 2, 2019 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 4. september. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu
Þjónustan verði í fremstu röð til framtíðar litið Posted september 1, 2019 by avista Þjónusta verði í fremstu röð – úrlausn í fyrstu snertingu er markmiðið Með nýju sviði þjónustu- og þróunar sem tekur formlega til starfa 1. september er tekið skref í þá átt að geta leyst sem flest erindi er berast bænum í fyrstu snertingu í þjónustuveri eða með stafrænum þjónustuleiðum. Hið nýja svið tekur við ábyrgð […]
Frístundaakstur hefst 2. september Posted ágúst 29, 2019 by avista Frístundaakstur hefst að nýju mánudaginn 2. september og eru það Hópbílar sem sjá um aksturinn. Tekið er á móti skráningum rafrænt í gegnum Mínar síður og skráningarkerfið VÖLU. Gert er ráð fyrir að milli 1600-1800 nemendur nýti sér þjónustuna skólaárið 2019-2020. Aukin aðsókn í frístundaakstur og akstur til fleiri félaga Um er að ræða aukna […]
Læsisgjöf til allra leikskólabarna Posted ágúst 29, 2019 by avista Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur og formaður málnefndar um íslenskt táknmál, kom færandi hendi á dögunum með gjöf handa öllum leikskólum í Hafnarfirði. Gjöfin er heildstætt efni úr námsefni hennar „Lærum og leikum með hljóðin“ og er tilefnið þrjátíu ára starfsafmæli Bryndísar í þágu talmeinafræðinnar. Gjöfin bætir aðgengi leikskólanna að efni sem undirbýr börn fyrir læsi. Bryndís […]
Styrkir vegna náms tækjakaupa fatlaðs fólks Posted ágúst 29, 2019 by avista Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks Hafnarfjarðarbær vekur athygli á möguleika fatlaðs fólks sem þarfnast sértæks stuðnings vegna fötlunar sinnar til að sækja um styrki skv. 25. grein laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Styrkurinn er ætlaður til félagslegrar hæfingar og endurhæfingar sem miði að því að auðvelda […]
Styrkir bæjarráðs – seinni úthlutun 2019 Posted ágúst 28, 2019 by avista Bæjarráð veitir ár hvert félagasamtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröð sveitarfélagsins. Úthlutun styrkja fer fram tvisvar á ári og nú er komið að seinni úthlutun ársins í ár. Umsóknarfrestur er til 1. október 2019. Umsækjendur […]
Tökum þátt í Plastlausum september Posted ágúst 27, 2019 by avista Hafnarfjarðarbær hvetur íbúa og fyrirtæki í Hafnarfirði til virkrar þátttöku í Plastlausum september, árvekniátaki sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu. Samhliða því að benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. Frá og með 1. mars 2018 hafa íbúar Hafnarfjarðar getað sett allt […]
Lýðheilsugöngur í september – VERTU MEÐ! Posted ágúst 27, 2019 by avista Ferðafélags Íslands (FÍ) í samstarfi við Heilsubæinn Hafnarfjörð bjóða upp á lýðheilsugöngur alla miðvikudaga í september. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og hafa þann megintilgang að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. VERTU MEÐ! Lýðheilsugöngur í Hafnarfirði í […]
Nýjar sýningar í Hafnarborg Posted ágúst 27, 2019 by avista Föstudaginn 30. ágúst kl. 20 verða opnaðar tvær nýjar sýningar í Hafnarborg, annars vegar Allt á sama tíma, haustsýning Hafnarborgar, í sýningarstjórn Andreu Arnarsdóttur og Starkaðar Sigurðarsonar, og hins vegar Fangelsi, ný innsetning myndlistarmannanna Olgu Bergmann og Önnu Hallin. Hugmyndin með haustsýningu Hafnarborgar í ár, Allt á sama tíma, er að kanna hvernig listamenn takast […]
Nýjungar í matarþjónustu við grunnskólanemendur Posted ágúst 26, 2019 by avista Haustið 2019 tekur við nýtt fyrirkomulag á matarþjónustu við nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar. Sami þjónustuaðili, Skólamatur ehf, sinnir þjónustunni áfram í sjö grunnskólum bæjarins en einn skóli, Áslandsskóli, annast matarþjónustuna sjálfur. Frír hafragrautur í boði í upphafi skóladags Í upphafi skóladags stendur hafragrautur með mjólk og kanil nemendum til boða frítt í öllum skólum áður […]