Category: Fréttir

Undirbúningur fjölskyldugarða í fullum gangi

Frábært tækifæri fyrir alla áhugasama – einstaklinga og fjölskyldur Fjölskyldugarðar Hafnarfjarðar verða opnir öllum bæjarbúum og er hér um að ræða frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og aðra til að rækta sitt eigið grænmeti og hugsa um í sumar. Fjölskyldugarðarnir verða opnir á Víðistöðum og á Öldugötu. Kostnaður fyrir garð er 1.500. kr. og fyrir tvo […]

Loft komið í ærslabelg. Tökum hoppandi á móti sumri!

Yngri kynslóðin hefur beðið spennt eftir sumaropnun á ærslabelg á Víðistaðatúni en síðan belgurinn var vígður formlega með fyrsta hoppinu í byrjun júní 2019 þá hefur hann notið gríðarlegra vinsælda meðal barna, ungmenna og fólks á öllum aldri. Búið er að laga stórt gat sem gert var á belginn þegar líða tók á síðastliðið haust. […]

Söfn og menningarstofnanir opna í dag

Frá og með miðnætti 23. mars hafa söfn og menningarstofnanir í Hafnarfirði, líkt og í öðrum sveitarfélögum, verið lokaðar. Tilslakanir yfirvalda frá og með 4. maí heimila að nýju opnun í Hafnarborg, Byggðasafni Hafnarfjarðar og á Bókasafni Hafnarfjarðar. Við tekur hefðbundinn afgreiðslutími á öllum stöðum. 50 gestir geta verið á söfnunum samtímis og gilda áfram […]

Starf í grunnskólum frá 4. maí

<<English below>> School activities as of 4 May Takmörkunum á skólastarfi í grunnskólum aflétt mánudaginn 4. maí Mánudaginn 4. maí nk. hefst skólastarf í grunnskólum Hafnarfjarðar samkvæmt stundatöflunni sem gilti áður en skólastarf var skert í samkomubanni. Stundataflan nær líka til íþrótta- og sundkennslu sem mögulega getur samt eitthvað breyst í einstaka skólum og tekin upp […]

Starf í leikskólum frá 4. maí

<<English below>> Pre-school activities as of 4 May. Mánudaginn 4. maí hefst venjubundið leikskólastarf í leikskólum Hafnarfjarðar að nýju, líkt og fyrir samkomubann. Þá mæta öll börn í sinn leikskóla á hefðbundnum vistunartíma. Allir virði 2ja metra nándarreglu á leikskólasvæði Það sem foreldrar þurfa sérstaklega að athuga er að aðgangur fullorðinna verður takmarkaður um leikskólana og […]

Starf velferðarþjónustu frá 4. maí – varfær opnun

Í upphafi mars var tekin ákvörðun um tímabundna lokun á starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Í ljósi tilslakana frá og með 4. maí mun sveitarfélagið taka örugg og varfærin skref í átt að opnun þjónustunnar á nýjan leik. Unnið er að […]

Umsóknarfrestur rennur út 4. maí – lóðir í Hamranesi

Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar 8. apríl 2020 var samþykkt að auglýsa lausar til úthlutunar sex lóðir undir þriggja til fimm hæða fjölbýlishús með 148 íbúðum í Hamranesi, nýju íbúðarsvæði sunnan við Ásvallabraut sem tengir svæðið við helstu stofnleiðir og er jafnframt skammt frá stoppistöð almenningsvagna. Engin byggð er á svæðinu í dag en þar mun […]

Breyting á fyrirkomulagi hreinsunardaga 2020

Sú breyting verður á hreinsunardögunum í ár að settir verða upp gámar fyrir garðúrgang við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Gámarnir verða við skólana frá morgni fimmtudagsins 21. maí til kl. 17 sunnudaginn 24. maí. Íbúar í Hafnarfirði eru hvattir til að nýta sér þjónustuna eða koma pokunum beint á Sorpu. Bent er á að ekki má […]

Órofin velferðarþjónusta mikilvæg

Á tímum Covid19 og samkomubanns reynir á nærþjónustu við íbúa sem eru í höndum sveitarfélaga og á þjónustu við eldri borgara, fatlað fólk og barnavernd svo eitthvað sé nefnt. Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðar, segir miklu máli skipta að halda þjónustunni órofinni eins og kostur er. Bæjarblaðið Hafnfirðingur spjallaði við Rannveigu. Hjá sveitarfélögum […]

Lítið og öðruvísi kaffihús opnað í samkomubanni

„Þessi helgi er orðin alltof löng“ segir íbúi á búsetukjarna í Hafnarfirði. Um nokkurra vikna skeið hefur hefðbundið félagsstarf fyrir fatlað fólk og vinnu- og virkniúrræði fyrir sama hóp legið niðri. Lágmarksþjónustu hefur verið haldið úti fyrir þá sem eru heilsuhraustir en aðrir, þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, verið meira og minna heima við […]