Category: Fréttir

Verðkönnun

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í eftirfarandi verkefni. 1. Vélavinna fyrir Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar 2019-20 Um er að ræða fasta vinnu fyrir hjólavél eða traktorsgröfu yfir sumartíma (16-20 vikur) við almenn umhverfisstörf og íhlaupavinnu í minni verkefni á öðrum tíma árs. Tilboðsgögn er hægt að sækja til Umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðar Norðurhellu 2, Hafnarfirði eða fá sent […]

Grunnskólahátíð

Miðvikudaginn 6. febrúar fer fram Grunnskólahátíðin í Hafnarfirði. Félagsmiðstöðvarnar og skólarnir hafa staðið að þessu verkefni í áraraðir og það verið unglingum og verkefnum þeirra til sóma. Um daginn verða leiksýningar í Gaflaraleikhúsinu kl. 11:30, 13:00 og 14:30. Þar sýna nemendur úr skólum bæjarins og leikhópur Gaflaraleikhússins afrakstur allskonar listtengdrar vinnu. Um kvöldið mun dansleikur […]

Bæjarstjórnarfundur 6. febrúar

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn  6. febrúar. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.   Hér er hægt að sjá dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Vetrarhátíð í Hafnarfirði 2019

Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 10. febrúar 2019 og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samanstendur af þrem meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt og ljósalist ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni. Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 8. febrúar 2019 […]

Lestur er lífsins leikur

Lestrarfærni er forsenda virkrar þátttöku í samfélaginu og bág lestrarfærni getur haft neikvæð áhrif á námsframvindu og þar með tækifæri á lífsleiðinni síðar meir. Samkvæmt niðurstöðum PISA hefur lesskilningur ekki aukist á Íslandi og einnig leiðir sama könnun líkur að því að stór hluti íslenskra barna getur lesið sér til gagns. Þessar staðreyndir voru kveikja […]

Haustsýning Hafnarborgar 2019: Allt á sama tíma

Listráð Hafnarborgar hefur valið sýninguna Allt á sama tíma sem haustsýningu Hafnarborgar 2019, í sýningarstjórn Andreu Arnarsdóttur og Starkaðar Sigurðarsonar. Hugmyndin með sýningunni er að kanna hvernig listamenn takast á við það frelsi sem finnst í myndlist í dag. Hvernig hægt er að búa til merkingu úr list sem getur verið hvað sem er – […]

Tökum eftir því sem vel er gert!

Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru veitt í þriðja sinn við hátíðlega athöfn sem haldin var í Hafnarborg þann 31. janúar sl. Markaðsstofan hefur í starfi sínu lagt áherslu á að tekið sé eftir því og stutt sé við það sem vel er gert í bænum. Liður í því er veiting Hvatningarverðlauna MsH og viðurkenninga MsH. Í […]

Fasteignagjöld 2019

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2019 eru nú aðgengilegir á mínum síðum á www.hafnarfjordur.is. Á álagningaseðlunum koma fram fjárhæðir fasteignaskatts, lóðarleigu, vatns-, fráveitu- og sorphirðugjalds. Einnig kemur fram fasteignamat og upplýsingar um eigendur og greiðendur gjaldanna. Gjalddagar fasteignagjalda í Hafnarfirði árið 2019 eru tíu og er fyrsti gjalddaginn 1. febrúar og síðan fyrsta hvers mánaðar til 1. nóvember. […]

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Hraunvang 7, Hrafnista

Á fundi skipulags- og byggingarráðs dags. 25.9.2018 var tekin fyrir fyrirspurn Hrafnistu í Hafnarfirði frá apríl 2016 vegna breyttrar notkunar á reit F2 við Hrafnistu. Skipulags- og byggingarráð leggur til að tillaga að breyttu deiliskipulagi Hraunvangs 7, svæði Hrafnistu, verði kynnt íbúum og auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð tók […]

Gönguskíðabrautir lagðar í Hafnarfirði

Komdu á gönguskíði í heimabyggð! Það viðrar vel til vetraríþrótta þessa dagana og nú hefur Golfklúbburinn Keilir í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ lagt tvær gönguskíðabrautir á Hvaleyrarvelli. Önnur brautin er um 1 km og byrjar neðan við skálann og fer um Hvaleyrina. Hin brautin er um 2 km og byrjar við bílastæðin hjá Hraunkoti og fer […]