Category: Fréttir

Nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangi opnað í dag

Nýtt og glæsilegt 60 rýma hjúkrunarheimili í Hafnarfirði, sem leysir af hólmi gamla Sólvang var formlega opnað í dag. Ráðgert er að fyrstu íbúarnir flytji inn í byrjun ágúst. Gamli Sólvangur mun áfram gegna hlutverki í þágu aldraðra og þegar upp er staðið fjölgar hjúkrunarrýmum á Sólvangi úr 59 í 93. „Þetta er stór dagur […]

Tólf ný sérhæfð dagdvalarrými opnuð í Hafnarfirði

Heilbrigðisráðherra hefur veitt Hafnarfjarðarbæ rekstrarheimild fyrir tólf nýjum dagdvalarrýmum fyrir fólk með heilabilun. Hafnarfjarðarbær mun útvega húsnæði fyrir reksturinn og ábyrgjast að þjónusta við notendur verði veitt á faglegum grunni í samræmi við þarfir fólks með alzheimer og aðra minnissjúkdóma. Leitað verður eftir samvinnu við Alzheimersamtökin sem faglegum bakhjarli þjónustunnar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist afar […]

Öldutún 4

Bæjarráð Hafnarfjarðar, í umboði bæjarstjórnar, samþykkti á fundi sínum þann 4. júlí sl. að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóð við Öldutún 4 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samhliða grenndarkynna tillöguna skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í tillögunni felst að byggingarreitur bílskúrs er stækkaður úr […]

Hraun-vestur

Hraun-vestur, milli Reykjavíkurvegar, Fjarðarhrauns og Flatahrauns – breytt landnotkun og þétting byggðar, breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025.  Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 26. 06. 2018 var eftirfarandi bókun gerð: Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013–2025 á reit sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Fjarðar- hrauni og Flatahrauni, sem var samþykkt í bæjarstjórn 23.05. […]

Hátt í 80 ummerki afmáð á Helgafelli

Landverðir hjá Umhverfisstofnun og sjálfboðaliðar úr hópi Veraldarvina, sem staðsettir eru á Íslandi þessa dagana, héldu á Helgafellið í morgun til að afmá fangamörk, merki og nöfn sem rist hafa verið í móbergið á fjallinu síðustu vikur og mánuði. Helgafellið er ein af vinsælustu gönguleiðunum á höfuðborgarsvæðinu, staðsett í bakgarði Hafnarfjarðar og hefur, líkt og […]

Rafmagnsleysi innan Hafnarfjarðar á sunnudag kl. 4

Aðfaranótt sunnudagsins 14.júlí kl. 4 mun verða rafmagnsleysi á öllu veitusvæði HS Veitna innan Hafnarfjarðarbæjar og Garðabæjar. Þá munu HS Veitur gera nauðsynlegar rekstursbreytingar í dreifikerfinu. Áætlað er að rafmagn muni vera komið á alla notendur um klukkustund síðar eða um kl. 5. Vegna vegaframkvæmda við Reykjanesbraut í Hafnarfirði lendir hluti 11 kV háspennustrengja HS […]

Bílastæði grunnskóla opin fyrir útilegutæki til 9. ágúst

Sumarið er ekki bara tíma útivistar og leikja heldur líka útilega og skemmtunar um land allt. Þessum útilegum og skemmtiferðum fylgja oft á tíðum tjaldvagnar, fellihýsi, hjólhýsi, húsbílar og annað sem erfitt er að koma fyrir innan lóðarmarka án þess að tækin verði fyrir eða til ama fyrir aðra. Til að koma til móts við […]

Leikfélag Hafnarfjarðar fær kapelluna í St. Jó.

Hafnarfjarðarbær og Leikfélag Hafnarfjarðar hafa gert með sér afnota- og samstarfssamning um afnot leikfélagsins af Kapellunni í Lífsgæðasetri í St. Jó að Suðurgötu 41. Leikfélagið fær Kapelluna til tímabundinna endurgjaldslausra afnota fyrir leiklistarstarfsemi sína og skuldbindur sig samhliða til að standa m.a. fyrir opnum leiklistarnámskeiðum fyrir börn og fullorðna, höfundasmiðjum og fleiru sem er til […]

Hvatning til útivistar í upplandi Hafnarfjarðar

Eitt af meginmarkmiðum Heilsubæjarins Hafnarfjarðar er að hvetja bæjarbúa að stunda útivist í upplandi Hafnarfjarðar. Í gær var undirritaður formlegur samningur við Guðna Gíslason, eiganda Ratleiks Hafnarfjarðar og Hönnunarhússins, sem hefur haft veg og vanda af skipulagi og framkvæmd á Ratleik Hafnarfjarðar síðustu 12 árin. Ratleikur er góð leið til þess auk þess að ýta […]

Erlendar heimsóknir – yfirfærsla þekkingar og reynslu

Fjölmargir hópar frá erlendum sveitarfélögum hafa heimsótt Hafnarfjörð á þessu ári. Sjö fulltrúar, m.a. bæjarstjórar fjögurra sveitarfélaga frá Búlgaríu komu í heimsókn í apríl og fengu kynningu á leikskólaþjónustu, þróunarverkefnum innan leikskóla og BRÚNNI sem snýr að samstarfi ólíkra sérfræðinga um stuðning við börn og foreldra þeirra. Sömuleiðis fékk hópurinn að kynnast menningarstarfsemi bæjarfélagsins og […]