Category: Fréttir

Snyrtileikinn 2019 – tilnefningar

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir fallega og vel hirta garða, götur og opin svæði eða stofnanalóðir í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar, starfsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku. Með viðurkenningunum er verið að skapa ákveðna fyrirmynd í þessum […]

Ávarp fjallkonunnar 2019

Katla Sif Snorradóttir er fjallkona Hafnarfjarðarbæjar 2019. Katla Sif er hestaíþróttakona úr Hestamannafélaginu Sörla og hlaut hún viðurkenningu á síðasta aðalfundi félagsins fyrir besta árangur í barna og unglingaflokki síðastliðið ár. Í ár var Katla  valin í landsliðshóp Íslands til að keppa á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem verður haldið í Berlín í sumar. Það þótti […]

Ratleikur Hafnarfjarðar er hafinn!

<style> .wpb_animate_when_almost_visible { opacity: 1; }</style> Ratleikur Hafnarfjarðar er nú hafinn í 22. sinn. Þema leiksins í ár er „jarðmyndanir“. Fjölmargt hefur áhrif á útlit landsins og áhrifavaldarnir geta verið eldgos, jarðhræringar, veður og vatn en leikurinn leiðir að ýmsum áhugaverðum stöðum. Markmið leiksins að leiða þátttakendur vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar og njóta […]

17. júní í Hafnarfirði

Gleðilega þjóðhátíð í Hafnarfirði kæru Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar. Haldið verður upp á 17. júní með veglegum hætti og mun hátíðardagskrá standa yfir frá morgni til kvölds víðsvegar um bæinn. Allir fjölskyldumeðlimir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi enda dagskráin fjölbreytt, lifandi og skemmtileg. Við hvetjum Hafnfirðinga til að bjóða ættingjum og vinum […]

Þrír skólar fá viðurkenningu fræðsluráðs

Viðurkenning fræðsluráðs Hafnarfjarðar er veitt á hverju ári fyrir verkefni í skólastarfi sem ýta undir skólaþróun, fagsamvinnu og samstarf. Leikskólinn Smáralundur hlaut í vikunni viðurkenningu fyrir fjölbreyttan heilsueflandi skóla, Setbergsskóli fyrir lestur og ritun á yngsta kennslustigi og Víðistaðaskóli fyrir námsumhverfið veröld fyrir tvítyngda nemendur. Innleiða núvitund í leikskólastarfið Leikskólinn Smáralundur í Hafnarfirði hefur verið […]

Hafnfirðingur til fyrirmyndar

Ný útsýnisskífa á toppi Helgafells var vígð formlega í gær að viðstöddu fjölmenni. Heiðurinn að framkvæmdinni á Rótarý klúbbur Hafnarfjarðar í samstarfi við Rio Tinto Alcan, Verkfræðistofuna Mannvit og fleiri góða aðila. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir, var viðstödd vígsluna og fékk að nýta tækifærið til að afhenda Rúnari Pálssyni viðurkenningu fyrir framlag sitt til Helgafellsins. […]

Sigurjón Ólafsson nýr sviðsstjóri þjónustu og þróunar

Sigurjón Ólafsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri á nýju sviði þjónustu og þróunar hjá Hafnarfjarðarbæ. Sigurjón hefur frá árinu 2013 rekið sitt eigið fyrirtæki, Fúnksjón vefráðgjöf, auk þess að starfa sem aðjúnkt í vefmiðlun við Háskóla Íslands. Fyrir þann tíma starfaði Sigurjón sem deildarstjóri vef- og netbanka Íslandsbanka, vef- og kynningarstjóri hjá Háskóla Íslands og deildarstjóri […]

Skilaboð frá Vatnsveitu: Opnun brunahana óheimil

Af gefnu tilefni vill Vatnsveita Hafnarfjarðar ítreka að engum er heimilt að opna brunahana í Hafnarfirði nema slökkviliði og starfsmönnum Vatnsveitunnar.  Þeir sem þurfa að fá vatn á tanka er bent á að hafa samband við Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar á Norðurhellu 2, en þar er áfyllingaraðstaða. Fyllt er á bíla og tæki mánudaga – fimmtudaga frá kl. 8 […]

Framkvæmdir hjá Vatnsveitu Hafnarfjarðar

Vegna framkvæmda við stofnlögn vatnsveitu má búast við breytingum á þrýstingi í Áslandi 1, 2 og 3 fram í miðjan júlí.  Þrýstingsbreytingarnar eiga ekki að hafa mikil áhrif en íbúar eru beðnir að sýna biðlund á meðan þessu stendur.

Þéttingarsvæði innan Hafnarfjarðar – fundargerð

Almennur kynningarfundur vegna þéttingarsvæða innan Hafnarfjarðar var haldinn í Hafnarborg fimmtudaginn 23. maí kl. 17.  Á fundinum var farið yfir lýsingu á þéttingarsvæðum og tillögu að aðalskipulagsbreytingu er nær til Hjallabrautar.  Fundargerð frá fundi má finna HÉR Íbúar eru hvattir til að senda erindi með ábendingum sínum og skoðunum til Umhverfis- og skipulagsþjónustu á netfangið: […]