Category: Fréttir

Komdu í sund um jólin!

Sundlaugar  Hafnarfjarðarbæjar eru þrjár og hafa þær allar sín sérkenni. Upplýsingar um allar sundlaugarnar og staðsetningu þeirra er að finna HÉR Opnunartími sundlauganna yfir jólahátíðina 2018 er sem hér segir:   Ásvallalaug  Suðurbæjarlaug  Sundhöll Hafnarfjarðar   23. desember  08:00 – 17:00   08:00 – 17:00  Lokað  24. desember  06:30 – 13:00  06:30 – 13:00  06:30 – […]

Hátíðarkveðja bæjarstjóra

Nú er jólahátíðin að ganga í garð, hin ljúfa hátíð ljóss og friðar. Fyrir okkur flest eru jólin full af tilhlökkun, von og kærleika. Jólin sameina fjölskyldur og vini og því fylgir eftirvænting að fá að njóta kyrrðardaga með þeim sem okkur þykir vænst um.  Þó að margir séu á þönum í aðdraganda hátíðarinnar þá eru það sjálf jólin sem færa okkur hina einu […]

Breyting á deiliskipulagi Suðurgata – Hamarsbraut

Bæjarráð Hafnarfjarðar í umboði bæjarstjórnar samþykkti þann 12.07.2018 breytingar á deiliskipulagi Suðurgata-Hamarsbraut. Tillagan var auglýst skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn sveitastjórnar. Deiliskipulagið er samþykkt með þeirri breytingu að ný lóð við Suðurgötu 46 er felld út. Þess í stað verði komið fyrir bílastæðum […]

BRÚIN: Barn | Ráðgjöf | Úrræði

Grein eftir Huldu Björk Finnsdóttur, félagsráðgjafa og verkefnastjóra BRÚARINNAR. Stjórnvöld og fagaðilar innan mennta- og velferðarþjónustu hafa síðustu misseri lagt ríkari áherslu á að bregðast fljótt við þegar börn og unglingar sýna fyrstu merki um náms- tilfinninga- eða geðheilsuvanda. Starfshópur í Hafnarfjarðarbæ hefur síðustu tvö árin unnið að því að þróa verklag til að veita […]

Drög að aðgerðaáætlun gegn hávaða fyrir 2018-2023

Hafnarfjarðarbær kynnir bæjarbúum drög að aðgerðaáætlun gegn hávaða fyrir árin 2018 til 2023. Gerð aðgerðaáætlunar gegn hávaða er hluti af tilskipun Evrópusambandsins um umhverfishávaða (2002/49/EC), sem var innleidd á Íslandi með reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005 og hefur það að markmiði að draga úr hávaða og óæskilegum áhrifum hans. Aðgerðaáætlunin er byggð […]

Launamunur minnkar hjá Hafnarfjarðarbæ

Hafnarfjarðarbær var fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að fá jafnlaunavottun og vottað jafnlaunamerki frá velferðarráðuneytinu í ágúst 2017. Viðhaldsvottun sem framkvæmd var af BSI á Íslandi nú í desember leiðir í ljós lækkun á launamun um 1,4% frá því að jafnlaunamerkið var afhent. Í ágúst 2017 var launamismunur 4,8%, karlmönnum í hag, en mælist nú […]

Skipulagslýsing fyrir Krýsuvíkurberg í Krýsuvík

Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 4. desember 2018 var eftirfarandi bókun gerð: Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlögð drög að skipulagslýsingu fyrir sitt leiti og að málsmeðferðin verði í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða lýsingu á fundi sínum þann 12. desember sl. Þegar […]

Fjölskyldan saman í Jólaþorpið um helgina

Jólaþorpið í Hafnarfirði er opið laugardag og sunnudag frá kl. 12-17 og iðar af lífi og fjöri báða dagana. Litlu fagurlega skreyttu jólahúsin eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmiskonar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum til að borða á staðnum og ljúfmeti til að taka með heim […]

Fjárhagsáætlun 2019 samþykkt

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019 og 4 ára áætlun 2019-2022 var samþykkt í bæjarstjórn í dag miðvikudaginn 12. desember. Rekstur Hafnarfjarðarbæjar hefur gengið vel síðustu ár. Álagningarstuðull fasteignagjalda lækkaður og komið til móts við barnafjölskyldur Álagningarstuðull fasteignaskatts atvinnuhúsnæðis lækkar úr 1,57% í 1,40% og fasteignaskattur af íbúðahúsnæði úr 0,28% í 0,26%. Útsvarsprósentan verður áfram 14,48% […]