Category: Fréttir

Á réttri leið að farsælum efri árum

Fjölþætt heilsuefling 65+ í Hafnarfirði  Fyrsta sex mánaða þrepi verkefnisins Fjölþætt heilsurækt í Hafnarfirði – heilsuefling fyrir eldri aldurshópa 65+ er nú lokið. Að loknum kynningarfundi í byrjun ársins voru rúmlega 170 þátttakenda skráðir í verkefnið en draga þurfti um þátttöku þar sem mun færri komust að en vildu. Þeir sem drógust inn á haustið, […]

Fjarðarpósturinn í beinni á aðventunni

<img height=”1″ width=”1″ style=”display:none” alt=”fbpx” src=”https://www.facebook.com/tr?id=926991197464093&ev=PageView&noscript=1″ /> Fjarðarpósturinn mun, í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og Jólaþorpið í Hafnarfirði, standa að beinni vefútsendingu sunnudaginn 2. desember. Útsendingin verður frá gamla apótekinu í Hafnarborg og mun meðal annars þekkt listafólk stíga á stokk, svo sem Bubbi Morthens, Guðrún Árný Karlsdóttir, Jón Jónsson og Friðrik Dór. Um 50 manns […]

Stabat Mater og tónleikar tileinkaðir hafinu

Tvö verkefni hlutu styrk úr Friðrikssjóði í dag á sjálfum fæðingardegi Friðriks Bjarnasonar.  Það eru tónleikar sem tileinkaðir eru hafinu og flutningur á verkinu Stabat Mater. Alls bárust 9 umsóknir að þessu sinni um styrk úr sjóðnum en stjórn sjóðsins tók ákvörðun um að styrkja tvö verkefni um 145.000 kr. hvort verkefni. Að hausti ár […]

Þrettán verkefni hljóta menningarstyrk

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar afhenti í dag styrki úr seinni úthlutun menningarstyrkja ársins 2018. Þrettán verkefni hutu styrk að þessu sinni; einstaklingar, menningarhópar eða samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti. Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar eru afhentir tvisvar sinnum á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru […]

Tæknifræðisetur HÍ opnað í Menntasetrinu við Lækinn

Nýtt Tæknifræðisetur Háskóla Íslands var formlega opnað við hátíðlega athöfn í Menntasetrinu við Lækinn í Hafnarfirði í gær um leið og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, undirrituðu samning um afnot Tæknifræðisetursins af húsnæði Menntasetursins. Með flutningi tæknifræðinámsins í Menntasetrið hyggst Háskóli Íslands efla enn frekar umgjörð þess og […]

Nýjar áskoranir í skólastarfi

Sænskur skólastjóri heimsækir Ísland Annelie van Lunteren, skólastjóri í Malmö í Svíþjóð, hélt erindi fyrir íslenska skólastjórnendur og kennara í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins síðastliðinn föstudag. Koma Annelie til Íslands er framhald af námsferð íslenskra grunnskólakennara til Svíþjóðar á síðasta skólaári til að kynnast námi, kennslu og aðlögun innflytjenda inn í norræn skólakerfi. Ferðin var styrkt af […]

Skarðshlíð 2.áfangi – endurtekin

Auglýsing vegna skilmálabreytinga deiliskipulags Skarðshlíðar 2. áfanga er endurtekin. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 26. júní 2018 breytingar, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, á skilmálum deiliskipulags Skarðshlíðar 2. áfanga. Breytingar skilmálanna snúa að gólfkóta einbýlishúss við Hádegisskarð 11 og parhúsa við Hádegisskarð nr. 3-5, 7-9 og 13-15. Vikmörk […]

Bæjarstjórnarfundur 28. nóvember

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn  28. nóvember. Formlegur fundur hefst kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.   Hér er hægt að sjá dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Jólaævintýrið hefst í Hafnarfirði – tendrun ljósa og jólaþorp

Fyrstu helgina í desember hefjast jólin formlega í Hafnarfirði með opnun Jólaþorpsins og tendrun jólaljósa á Thorsplani. Litlu fagurlega skreyttu jólahúsin í Jólaþorpinu í Hafnarfirði eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmiskonar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætu ljúfmeti til að borða á staðnum og eða taka með heim […]

Vika íslenskrar tungu í Hvaleyrarskóla

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur um land allt síðastliðinn föstudag þann 16. nóvember. Í Hvaleyrarskóla, líkt og í öðrum skólum í Hafnarfirði , var Stóra upplestrarkeppnin sett. Læsisteymi skólans ákvað að nýta tækifærið og leggja ríka áherslu á hið fallega íslenska tungumál í eina viku og lauk þeirri viku nú í morgun með samsöng […]