Category: Fréttir

Deiliskipulagsbreyting – Selhraun suður

Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 17.10.2017 breytingu á deiliskipulagi Selhrauns Suðurs með vísan í 1. mgr 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Breytingin felst í: endurskoðun skilmála skipulagsins hvað varðar nýtingarhlutfall einstakra lóða, hámarks byggingarmagn, skiptingu einstakra lóða ásamt því að lóðarstærðir og byggingarreitir eru uppfærðir til samræmis við fasteignaskráningu. Jafnframt er skipulagið uppfært […]

Gæludýrahald í félagslegum íbúðum

Fjölskylduráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á síðasta fundi ráðsins breytingar á reglum varðandi gæludýrahald í félagslegum íbúðum sveitarfélagsins. Leyfilegt er nú orðið að halda hund eða kött í félagslegum íbúðum í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Leyfið er háð þeim skilyrðum að ef um sameiginlegan inngang eða stigagang er að ræða er hunda- og kattahald háð samþykki 2/3 hluta eigenda. […]

Plastlaus september – tökum þátt!

Hafnarfjarðarbær hvetur íbúa og fyrirtæki í Hafnarfirði til virkrar þátttöku í Plastlausum september, árvekniátaki sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu. Samhliða því að benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti.   Frá og með 1. mars 2018 hafa íbúar Hafnarfjarðar getað sett allt […]

Bæjarstjórnarfundur 5. september

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 5.september. Fundurinn hefst kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.   Hér er hægt að sjá dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

Hafnarfjarðarbær vekur athygli á möguleika fatlaðs fólks til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks.  Hafnarfjarðarbæ er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita fötluðu fólki […]

Umsækjendur um stöðu skólastjóra Tónlistarskólans

Hafnarfjarðarbær auglýsti fyrir skömmu starf skólastjóra Tónlistarskóla Hafnarfjarðar laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út 18. ágúst og átta umsækjendur sóttu um stöðuna. Hér má sjá lista yfir umsækjendur: Anna Sigurbjörnsdóttir, tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveitar ÍslandsAlexandra Chernyshova, söngkona, tónskáld og kennariEiríkur G. Stephensen, skólastjóri Tónlistarskóla EyjafjarðarElín Anna Ísaksdóttir, fagstjóri og verkefnastjóri við Listaháskóla ÍslandsEyþór Ingi Kolbeins, tónlistarskólastjóriHannes Guðrúnarson, […]

Snyrtileikinn verðlaunaður

Fjöldi ábendinga frá bæjarbúum og starfsmönnum fyrirtækja í Hafnarfirði barst þegar óskað var eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð lóða og garða í sveitarfélaginu. Icelandair og Rafal ehf. fengu viðurkenningu fyrir snyrtilegustu fyrirtækjalóðirnar á athafna- og iðnaðarsvæðum og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar heiðursverðlaun fyrir brautryðjandastarf í landgræðslu, gróðurvernd og fjölbreyttri trjá- og skógrækt en verðlaunin […]

Styrkir bæjarráðs

Bæjarráð veitir ár hvert félagasamtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröð sveitarfélagsins. Úthlutun styrkja fer fram tvisvar á ári og nú er komið að seinni úthlutun ársins í ár.  Umsóknarfrestur er til 1. október 2018.  Umsækjendur […]

Frístundaakstur

Á síðasta skólaári hófst frístundaakstur aftur í Hafnarfirði og ekið var með 6 og 7 ára nemendur á æfingar hjá þremur íþróttafélögum. Tilraunin tókst afar vel og nýttu um 300 nemendur sér aksturinn í hverri viku. Á þessu skólaári verður öllum nemendum 1. – 4. bekkjar boðið upp á akstur á æfingar sem hefjast klukkan […]

Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og deiliskipulagi Suðurhafnar, Fornubúðir 5

Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 22.8.2018 að auglýsa framlagða tillögu, dags. 08.08.2018, að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, er varðar færslu á háspennulínu við Hamranes og að málsmeðferð verði í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkti á fundi sínum […]