Category: Fréttir

Fjölbreytt afleysingastörf

Er tímabundin afleysing í skemmtilegu umhverfi eitthvað sem hentar þér? Hafnarfjarðarbær hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á tímabundin afleysingastörf. Þetta gæti verið sérlega hentugur kostur ef þú að leita þér að starfsreynslu, aukavinnu, hlutastarfi, tímavinnu. Mögulegt er að skrá sig á opinn lista fyrir öll störf eða á ákveðnu sviði (leikskólar, […]

Valdeflingarnámskeið fyrir flóttakonur í Hafnarfirði

Persónulegt ferðalag fyrir hverja og eina konu Fjórtán flóttakonur í Hafnarfirði tóku þátt í námskeiði um valdeflingu til virkni og samfélagslegrar þátttöku. Námskeiðið var byggt upp sem persónulegt ferðalag þar sem bæði sjálfsskilningur og samfélagslegur skilningur var aukinn með fræðslu, samveru, samtali og tjáningu. Menningarnæmni og áfallamiðuð nálgun var höfð að leiðarljósi í gegnum allt […]

Sóltún Heilsusetur – ný nálgun í stuðningi við eldra fólk

Sólvangur er miðstöð þjónustu og fyrirbyggjandi stuðnings fyrir eldra fólk Fyrstu þjónustuþegar í Sóltúni Heilsusetri eru mættir í hús en setrið opnaði formlega 1. september síðastliðinn. Sóltún Heilsusetur býður upp á nýja tegund sérhæfðrar þjónustu sem ætlað er að veita eldra fólki endurhæfingu í þverfaglegri teymisvinnu heilbrigðisstarfsfólks. Markmið er að fólk geti dvalið lengur í […]

Dagur farsældar haldinn í Hafnarfirði

Verklag Brúarinnar í Hafnarfirði haft til hliðsjónar í nýjum farsældarlögum Hafnarfjarðarbær hefur frá hausti 2018 þróað og innleitt verklag, Brúna, sem hefur þann tilgang að efla stuðning og þjónustu í leik- og grunnskólum bæjarins og auka lífsgæði barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra. Verklagið og innleiðing þess í Hafnarfirði var m.a. haft til hliðsjónar við gerð […]

Umsóknir í Sóley styrktarsjóð

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Sóleyju vegna nýsköpunar- og samstarfsverkefna annars vegar á sviði umhverfis- og samgöngumála og hins vegar á sviði velferðar- og samfélags.  Verkefni eru meðal áhersluverkefna í Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins  Framangreind verkefni eru meðal áhersluverkefna í Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 en markmiðið styrkveitinganna er að hvetja til […]

Gleðilegan Plastlausan september

Plastlaus september er árlegt árvekniátak sem hófst árið 2017 á Íslandi. Markmið þess er að veita fræðslu um plastneyslu og sóun, breiða út þekkingu um skaðleg áhrif plasts og hvetja fólk til að breyta til hins betra, bæði einstaklinga og samfélagið í heild. Átakið hefur vaxið mikið frá fyrsta árinu og æ fleiri sem eru […]