Category: Fréttir

Leið 1 ekur að Skarðshlíðarhverfi

Frá og með 14. ágúst mun leið 1 aka að Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði.  Í stað þess að aka inn Klukkuvelli þá ekur leið 1 um Hnappavelli og Ásvallabraut. Tvær nýjar biðstöðvar, Hamranes og Skarðshlíð opnast á Ásvallabraut.  Nánari upplýsingar á: Strætó (straeto.is)

Ný verkefni sem efla ungmenni í viðkvæmri stöðu

Fjárframlag til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu í sumar Mennta- og barnamálaráðherra ákvað í vor að styðja fjárhagslega við þau sveitarfélög sem hyggjast auka við frístundarstarf fyrir börn og unglinga í viðkvæmri stöðu í sumar vegna áhrifa heimsfaraldurs.  Hafnarfjarðarbær fékk úthlutað sem nemur 11,7 milljónum króna og verður upphæðinni varið […]

Anna býður þér – valdefling kvenna af erlendum uppruna

Verkefninu Anna býður þér (Anna invites you) var hrundið af stað fyrir tilstuðlan Zontaklúbbsins Sunnu í Hafnarfirði. Zontaklúbburinn Sunna vildi leggja til fjárstyrk í verkefni sem miðar að valdeflingu kvenna af erlendum uppruna. Úr varð verkefnið Anna býður þér sem stendur fyrir fjölbreyttum mánaðarlegum viðburðum og samveru á tímabilinu september til maí. Þátttaka og dagskrá […]

Rampur nr. 50 settur upp í Hafnarfirði

Fjölsóttur og vinsæll viðkomustaður allrar fjölskyldunnar Verkefnið Römpum upp Ísland er mætt til Hafnarfjarðar og tveir rampar hafa að jafnaði verið settir upp á dag í hjarta Hafnarfjarðar síðustu daga. Rampur nr. 50 var settur upp við Ísbúð Vesturbæjar við Fjarðargötu í Hafnarfirði í dag og þótti viðeigandi að fá fulltrúa ungu kynslóðarinnar til að […]

Trjágróður, garðaúrgangur og skjólveggir við lóðamörk

Á þessum tíma árs er mikilvægt að minna íbúa á nokkur atriði sem vert er að hafa í huga varðandi trjágróður við lóðamörk, garðúrgang og byggingu skjólveggja.  Hugum að gróðri að lóðamörkum – skyldur lóðareigenda  Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur verið verið hamlandi og jafnvel skaðlegur fyrir gangandi, hjólandi eða akandi vegfarendur og […]

Nýtt farþegahjól fyrir fatlaða gefur og gleður

Draumur Hússins í Hafnarfirði um farþegahjól orðinn að veruleika Nýverið rættist draumur starfsfólks og þjónustuþega Hússins í Hafnarfirði um að eignast farþegahjól. Húsið eignast hjólin fyrir tilstuðlan viðspyrnuaðgerða stjórnvalda sem ætlað var að efla félagslega þátttöku geðfatlaðra og fatlaðs fólks á tímum Covid. Í samtali starfsfólks og þjónustuþega í Húsinu var ákveðið að nýta styrkinn […]

Römpum upp Ísland mætt til Hafnarfjarðar

Rampur nr. 41 lagður í Hafnarfirði í dag – að minnsta kosti tveir rampar á dag Verkefnið Römpum upp Ísland hófst handa við að rampa upp Hafnarfjörð í dag. Búið er í fyrsta fasa að marka 28 staði í miðbæ Hafnarfjarðar og gera forsvarmenn verkefnis ráð fyrir að leggja ramp nr. 50 í hjarta Hafnarfjarðar […]

Viðhaldsframkvæmdir sundstaða sumarið 2022

Viðhaldsframkvæmdir sundstaða Hafnarfjarðar sumarið 2022  Mánudaginn 27. júní hefjast viðhaldsframkvæmdir við Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug sem hafa áhrif á opnunartíma lauganna. Vegna þessa verður aukið við opnun í Sundhöll Hafnarfjarðar og hún opin um helgar á meðan framkvæmdum stendur. Suðurbæjarlaug – laugin lokar alveg vegna umfangsmikilla viðhalds- og nýframkvæmda. Stefnt er að opnun laugar í þrepum […]

Nýtt samkomulag um sorphirðu

Innleiðing á nýju fyrirkomulagi hefst vorið 2023 – svar við ákalli íbúa Hafnarfjarðarbær og Terra ehf hafa gert með sér samkomulag um sorphirðu frá heimilum í Hafnarfirði frá vori 2023 til ársins 2031 og frá stofnunum sveitarfélagsins til 2026. Sorphirða sveitarfélagsins var boðin út nýlega  og reyndist Terra ehf hlutskarpast. Skilmálar útboðs á sorphirðu hafa […]

Börn og furðufiskar á Flensborgarhöfn

Hátt í 400 börn og ungmenni tóku þátt í ár  Dorgveiðikeppni sumarnámskeiða Hafnarfjarðarbæjar við Flensborgarhöfn hefur með árunum orðið að keppni sem enginn á aldrinum 6-12 ára vill missa af. Hátt í 400 börn og ungmenni tóku þátt í dorgveiðikeppninni í ár og er óhætt að segja að spennustigið hafi verið hátt, eftirvæntingin mikil og […]