Category: Fréttir

Vetrarfrí í Hafnarfirði

Vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar mánudaginn og þriðjudaginn 21.-22. febrúar og víðar um land. Af því tilefni er m.a. frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar. Heilsubærinn Hafnarfjörður í samvinnu við Hugmyndabankann býður börnum og fjölskyldum þeirra að spreyta sig á skemmtilegum ratleik í nærumhverfinu í vetrarfríinu sem Margrét […]

Skráning í fjölþætta heilsueflingu 65 ára og eldri er hafin

Leið að farsælum efri árum – nýtt verkefni hefst 28. febrúar 2022  Fjölþætt heilsuefling er verkefni á vegum Hafnarfjarðarbæjar og Janusar heilsueflingar. Verkefnið er fyrir einstaklinga 65 ára eða eldri sem eru með lögheimili í Hafnarfirði. Verkefnið hefur verið í gangi síðan í febrúar 2019 og hefur gengið mjög vel með hressum og skemmtilegum þátttakendum […]

Mokstur í húsagötum stendur yfir

Þökkum þolinmæði og sýndan skilning Starfsfólk þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðarbæjar og verktakar á vegum sveitarfélagsins halda ótrauð áfram að moka og ryðja götur og stíga bæjarins. Um leið og snjókoma hætti í vikunni og svigrúm gafst til annars en að halda stofnleiðum, Strætóleiðum og helstu bílaplönum opnum þá hófst hópurinn handa við mokstur í húsagötum. Mokstur og […]

Mokum frá sorpgeymslum – 2 daga töf á sorphirðu

Síðustu dagar hafa verið snjóþungir í Hafnarfirði með tilheyrandi áhrifum á  færð og sorphirðu innan sveitarfélagsins. Sorphirða er u.þ.b. tveimur dögum á eftir áætlun þessa dagana.  Íbúar eru hvattir til að moka frá sorpgeymslum sínum til að greiða leið sorphirðufólks að gráu og bláu tunnunum þannig að hægt sé að tryggja að þær séu tæmdar […]

Vetrarfrí í heilsubænum með Hugmyndabankanum

Ekki bara hafsjór af hugmyndum heldur heill banki  Heilsubærinn Hafnarfjörður í samvinnu við Hugmyndabankann býður börnum og fjölskyldum þeirra að spreyta sig á skemmtilegum leik í nærumhverfinu í vetrarfríinu. Leik sem byggir á hugmyndaflugi og virkri þátttöku allra.  Margrét Ýr Ingimarsdóttir, tveggja barna móðir og kennari í 2. bekk í Hvaleyrarskóla, er eigandi og hugsuðurinn […]

Um 90% íbúa ánægð með bæinn sinn

Ánægja íbúa áfram há í sögulegu samhengi Ánægja íbúa Hafnarfjarðar er áfram nokkuð há í sögulegu samhengi samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup sem kynnt var í bæjarráði í morgun. 88% íbúa eru ánægðir með Hafnarfjörð sem stað til að búa á og er Hafnarfjörður yfir meðaltali sveitarfélaga á þessum þætti. Hafnarfjörður hækkar um 3 sæti á […]

Fimm hlutu Stjórnunarverðlaun 2022

Einn af stjórnendum ársins hluti af öflugum stjórnendahópi bæjarins Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í gær við hátíðlega athöfn á Grand hótel að viðstöddum Forseta Íslands. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum. Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs Hafnarfjarðarbæjar var í hópi þeirra fimm stjórnenda sem tók á móti verðlaunum og viðurkenningu fyrir fagleg störf og […]

Vertu með! Vel gengur að manna leikskóla bæjarins

Komdu í hópinn okkar! Fjölbreytt störf í boði Ertu í atvinnuleit og langar að starfa í gefandi og skemmtilegu starfsumhverfi? Starfsfólk Hafnarfjarðarbær tekur fagnandi og vel á móti nýju fólki. Á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar er að finna yfirlit yfir öll þau fjölbreyttu störf sem í boði eru hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða framtíðarstörf, fullt starf […]

Halló Hafnarfjörður – gjöf til nýfæddra Hafnfirðinga

35 Hafnfirðingar hafa komið í heiminn frá áramótum Frá og með 1. janúar 2022 munu nýfæddir Hafnfirðingar fá táknræna og fallega gjöf frá bænum sínum eða svokallaða “krúttkörfu”. Gjöfin er liður í því að efla Hafnarfjörð enn frekar sem fjölskylduvænt samfélag og bjóða nýfædda Hafnfirðinga velkomna í heiminn með formlegum og eftirminnilegum hætti. 35 nýir […]

Gönguskíðabraut á Óla Run túni og Hvaleyrinni

Komdu á gönguskíði heima í Hafnarfirði  Hafnfirðingar eru að upplifa alvöru vetrarríki þessa dagana. Fallegur snjór liggur yfir öllu sem opnar á möguleika í ástundun vetraríþrótta eins og gönguskíða. Skautar og snjóþotur hafa verið dregnar fram og nú er snjólag orðið það mikið að hægt er með góðu móti að draga líka fram gönguskíðin.  Til […]