Category: Fréttir

Snyrtileikinn 2022 – bentu á þann sem að þér þykir bestur

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir fallega og vel hirta garða, falleg tré,  götur og opin svæði eða stofnanalóðir í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir meðal annars á innsendum tillögum og eru íbúar, gestir, starfsfólk fyrirtækja og stofnana í Hafnarfirði og aðrir áhugasamir hvattir til að benda á þann sem […]

Sóltún Heilsusetur – nýmæli í öldrunarþjónustu

Sóltún Heilsusetur opnar 1. september – nýmæli í öldrunarþjónustu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og Sóltún öldrunarþjónusta ehf. hafa gert með sér samning sem kveður á um nýja tegund sérhæfðrar þjónustu við aldraða. Þjónustan verður veitt í endurgerðu húsnæði gamla Sólvangs í Hafnarfirði. Þar verða rými fyrir 39 einstaklinga sem gert er ráð fyrir að dvelji þar […]

Komdu að dorga! Dorgveiðikeppni fyrir 6-12 ára

Hin árlega dorgveiðikeppni við Flensborgarhöfn verður haldin nk. miðvikudag frá kl. 13:30-15. Keppnin er opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára. Furðufiskurinn, stærsti fiskurinn og flestu fiskarnir  Miðvikudaginn 22. júní er áætlað að halda hina árlegu dorgveiðikeppni á Flensborgarbryggju fyrir hafnfirsk börn á aldrinum sex til tólf ára fædd 2010-2015. Keppnin byrjar um […]

Ávarp fjallkonunnar 2022

Guðrún Edda Min Harðardóttir, fimleikakona, er fjallkona Hafnarfjarðar árið 2022. Höfundur þjóðhátíðarljóðsins er Króli – Kristinn Óli Haraldsson. Þjóðhátíðarljóð 2022 Hvað var áður en öndvegissúlur ráku á land?Hvað var áður en nokkur hafði í fjörunni snert sand?Vorum við fyrst? Eða næst fyrst? Og ef svo er skiptir það máli?Eru allar sögurnar sannar sem við lærðum […]

Sönghátíð í Hafnarborg

Sönghátíð í Hafnarborg verður haldin í sjötta sinn dagana 18. júní–10. júlí 2022. Hátíðin er helguð klassískri tónlist, ljóða-, óperu- og kórsöng. Þá er markmið hátíðarinnar að heiðra klassíska söngtónlist og auka almenna þekkingu á list raddarinnar með tónleikum og námskeiðahaldi. Á Sönghátíð í Hafnarborg í ár verður boðið upp á átta tónleika með framúrskarandi […]

Komdu og fagnaðu þjóðhátíð með okkur heima í Hafnarfirði 2022

Fjölbreytt dagskrá verður í boði víðsvegar um Hafnarfjörð á 17. júní. Þjóðhátíðardagurinn hefst með fánahyllingu á Hamrinum og víðar um bæinn við fyrsta hanagal kl. 8 og lýkur með tónlistarveislu á Thorsplani en kvölddagskrá í hjarta Hafnarfjarðar á sjálfan þjóðhátíðardaginn snýr aftur á hátíðarhöldunum í ár. Fram koma ungir tónlistarmenn í bland við aðra reyndari. […]

Móttöku jarðefna í Hamranesi hætt

Móttöku jarðefna við landmótunarstaðinn í Hamranesi verður hætt þann 30. júní nk. Bent á að hægt er að fara með jarðefni á eftirfarandi staði: Bolaöldur við Vífilfell Vatnsskarðsnámur við Krísuvíkurveg Tunguhella 1-5   Nánari upplýsingar um móttöku jarðefna

Frístundastyrkur sumarið 2022 – breyttar reglur

  Breyttar reglur um frístundastyrki barna 6-18 ára yfir sumarið Breyting hefur verið gerð á notkun frístundastyrkja barna og ungmenna 6-18 ára yfir sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst. Nú geta börn og ungmenni sem ekki nýta frístundastyrk þessa mánuði nýtt mánaðarlega styrkupphæð kr. 4.500.- til að greiða niður sumarnámskeið sem er samtals í 8 daga […]

Þema í Ratleik Hafnarfjarðar í ár er þjóðleiðir, götur og stígar

27 ratleiksmerki er að finna vítt um bæjarlandið sem þátttakendur hafa allt sumarið til að finna Ratleikur Hafnarfjarðar nýtur sívaxandi vinsælda enda frábær leikur sem dregur fólk vítt og breitt um bæjarlandið, og jafnvel víðar, þar sem ýmsar perlur er að finna, merki um mannvist fyrri alda og náttúruvætti. Í ár eru það gamlar þjóðleiðir, […]

Sjómannadegi fagnað með skemmtidagskrá

Fögnum Sjómannadeginum með ferð á höfnina í Hafnarfirði  Sjómannadeginum í Hafnarfirði verður fagnað með skemmtidagskrá við Flensborgarhöfn kl. 13-17 sunnudaginn 12. júní. Fjórar sveitir eru skráðar í kappróður sem hefst kl. 13, vinnustofur listamanna við höfnina verða opnar gestum og gangandi og björgunarleiktæki Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verða á sínum stað. Hjá Siglingaklúbbnum Þyt verður hægt að […]