Category: Fréttir

Húsnæði Icelandair verður hið glæsilegasta

Gert ráð fyrir að framkvæmdir við nýtt húsnæði hefjist á þessu ári  Hafnarfjarðarbær og Icelandair undirrituðu í upphafi árs 2021 viljayfirlýsingu um framtíðaruppbyggingu á höfuðstöðvum Icelandair að Flugvöllum 1 í Hafnarfirði. Fyrirtækið hefur til nokkurra ára verið með hluta starfsemi sinnar að Flugvöllum og hluta við Reykjavíkurflugvöll. Í kjölfar undirritunar viljayfirlýsingar 2021 tók við ítarleg […]

Viðurkenningar fyrir faglegt framlag til 25 ára

Vorið er tími uppskeru, viðurkenninga og persónulegra sigra Hafnarfjarðarbær hefur um sjö ára skeið veitt starfsfólki sem starfað hefur hjá bænum í 25 ár viðurkenningu og þakklætisvott fyrir farsæld í starfi, faglegt framlag og störf í þágu sveitarfélagsins. Í ár hlutu 19 starfsmenn viðurkenningu fyrir þennan árafjölda í starfi sem jafngildir 475 árum af samstarfi […]

Sorgarfræðsla fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla

Samfélagsverkefni sem eflir og styður við andlega, líkamlega og félagslega heilsu Sorgarmiðstöðin hefur síðustu vikur og mánuði sótt starfsfólk grunnskóla Hafnarfjarðar heim með fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð barna og ungmenna. Framundan eru heimsóknir til starfsfólks leikskóla. Fulltrúar Sorgarmiðstöðvar miðla í fræðslunni af eigin reynslu og veita starfsfólki ráð og verkfæri sem stuðlað geta að […]

Hafnarfjarðarbær gerist heilsueflandi vinnustaður

Vegferðin hefst með kvöldstund, heilsueflandi tilboðum og kyrrðargöngum  Hafnarfjarðarbær ætlar á næstu tveimur árum að leggja enn frekari áherslu á heilsu og vellíðan starfsfólks og fer því af stað með verkefnið Heilsueflandi vinnustaður á vegum Embættis Landlæknis. Vegferðin hófst með innihaldsríkri og hvetjandi kvöldstund í Bæjarbíó í síðustu viku þar sem Björgvin Franz Gíslason leikari […]

Ásmegin gefur 10 bekki

Samfélagsverkefnið Brúkum bekki fékk á dögunum veglega gjöf frá Ásmegin sjúkraþjálfun þegar afhentir voru tíu bekkir af gerðinni Klettur. Bekkirnir hafa allir verið settir upp í kringum Ástjörn og í næsta nágrenni. Þessi gjöf Ásmegin er stærsta einstaka gjöf í verkefnið frá upphafi. Brúkum bekki verkefnið telur nú rúmlega 55 bekki sem staðsettir eru víðsvegar […]

Stofnframlag til Brynju til kaupa á 10 íbúðum

Brynja og Hafnarfjarðarbær undirrita samning um íbúðir í Hafnarfirði   Brynja, hússjóður Öryrkjabandalags Íslands, og Hafnarfjarðarbær hafa undirritað samning um stofnframlag til kaupa á íbúðum í Hafnarfirði. Samningurinn gildir um kaup á allt að tíu almennum íbúðum. Stofnvirði kaupáætlunar Brynju nemur alls 562 milljónum króna og nemur stofnframlag Hafnarfjarðarbæjar ríflega 67 milljónum króna. Rósa Guðbjartsdóttir, […]

Stafræn sveitarfélög – samstarfsverkefni

Ávinningurinn er að einfalda líf íbúa og bæta skilvirkni og rekstur* Stafræn umbreyting snýst um umbætur á þjónustu og vinnulagi með tækninýjungum. Þetta er mjög stórt breytingaverkefni bæði fyrir hið opinbera sem og einkageirann en ávinningurinn er að einfalda líf íbúa og bæta skilvirkni og rekstur. Umbætur með hagnýtingu tækninnar auðvelda íbúum að sækja þjónustu, […]

Fyrsta áfanga við frágang Norðurbakka lokið

Norðurbakkinn mun verða ein af náttúruperlum Hafnarfjarðar til framtíðar litið Framkvæmdir við frágang á Norðurbakkasvæðinu hafa staðið yfir í rúmt ár. Framkvæmdir hófust í upphafi árs 2021 með hleðslu grjótvarnar á Norðurbakkann og í framhaldinu var grjótvörn sett á Norðurgarð. Endurbygging Norðurgarðs hófst haustið 2021 og þessa dagana er frágangi á yfirborði Norðurbakka að ljúka. […]

Vilja innleiða geðrækt í nám og líf allra barna

Áskorun til stjórnvalda og allra þeirra sem koma að uppeldi og menntun barna Á ráðstefnunni Geðrækt er málið! sem fram fór í vikunni, undirrituðu bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar Rósa Guðbjartsdóttir og Arna Pálsdóttir starfandi formaður stjórnar Píeta samtakanna, áskorun til stjórnvalda og þeirra sem koma að uppeldi og menntun barna, að setja forvarnarstarf í þágu barna á […]

Sjá um rekstur skátamiðstöðvar og tjaldsvæðis

Hraunbúar sjá um rekstur skátamiðstöðvar og tjaldsvæði  Hafnarfjarðarbær og Skátafélagið Hraunbúar skrifuðu í vikunni undir samning um umsjón og rekstur á skátamiðstöðinni Hraunbyrgi og tjaldsvæði á Víðistaðatúni auk skátaskála við Kleifarvatn. Hraunbúar sjá um rekstur á Hraunbyrgi að Hjallabraut 51 og tjaldsvæði á Víðistaðatúni þar með talið skátaheimili, áhaldahúsi, útisvæði, tjaldsvæði, þjónustuhúsi auk grillaðstöðu á […]