Category: Fréttir

HEIMA 2022 er í kvöld!

HEIMA er haldin í sjöunda sinn í Hafnarfirði í kvöld en hátíðin var fyrst haldin síðasta vetrardag 2014. Engin hátíð var haldin 2020 og 2021 en nú er komið að HEIMA 2022 – síðasta vetrardag, 20. apríl. Listamennirnir eru þrettán og allir koma fram tvisvar í sitthvoru HEIMA-húsinu í miðbænum. Þrettán fjölskyldur bjóða heim í […]

Sumarið hefst HEIMA í Hafnarfirði

Hafnfirðingar taka fagnandi á móti sumri með fyrstu og lengstu bæjarhátíð ársins Menningar- og þátttökuhátíðin Bjartir dagar hefst í Hafnarfirði á morgun, síðasta vetrardag. Hátíðin hefst á því að nemendur í þriðja bekk syngja inn sumarið á Thorsplani, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar verður útnefndur kl. 17 í Hafnarborg og styrkir til viðburða og menningarstarfsemi veittir samhliða. Hlýlega […]

Átta framboðslistar í Hafnarfirði

Sveitarstjórnarkosningar 2022: Átta framboðslistar í Hafnarfirði Meðfylgjandi er auglýsing frá yfirkjörstjórn Hafnarfjarðar um framboðslista sem verða í kjöri við sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði 14. maí 2022.  Yfirkjörstjórn Hafnarfjarðar hefur veitt viðtöku átta framboðum til sveitarstjórnarkosninga í Hafnarfirði sem fram fara laugardaginn 14. maí nk. Framboðin hafa öll verið úrskurðuð gild en þau eru: Framsókn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn, […]

SAMGUS fundar í Hafnarfirði

Aðal- og vorfundur SAMGUS – Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra – var haldinn í Hafnarfirði dagana 6. – 8.apríl 2022. Fundarhöld í Hafnarfirði hófust með um 80 manna afmælisráðstefnu á fyrsta degi og um 40 manns funduðu áfram alla þrjá dagana. Margir hverjir nýttu tækifærið og hreiðruðu um sig á hafnfirskum hótelum þessa daga og nutu […]

Tökum hoppandi á móti páskunum!

….og hjálpumst að við að halda þeim heilum Loft er komið í alla fjóra ærslabelgina sem settir hafa verið upp í Hafnarfirði. Vinna við gangsetningu eftir vetrardvöl hófst í gær og nú geta börn og ungmenni á öllum aldri tekið hoppandi á móti páskunum. Belgirnir eru yfirleitt opnir í takti við útivistartíma barna og ungmenna, […]

Sjónarhorn – fræðslustundir fyrir eldri aldurshópa

Hafnarborg leggur áherslu á að gefa öllum tækifæri til að kynnast menningu og listum og býður upp á leiðsagnir fyrir alla aldurshópa. Sjónarhorn eru fræðslustundir ætlaðar eldra fólki, sem hefur áhuga á menningu og listum, til að fræðast um starfsemi Hafnarborgar, yfirstandandi sýningar eða einstök verk úr safneign.  Á næstu fræðslustund, miðvikudaginn 13. apríl kl. […]

Tímamótasamingur við öflugt listdansfélag

Hafnarfjarðarbær gerir þjónustusamning við Listdansskóla Hafnarfjarðar Íþróttafélögin í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbær hafa gert samninga sín á milli um þjónustu og rekstur félaganna til að tryggja bæjarbúum aðgengi að fjölbreyttum íþróttum og til að reka íþróttamannvirkin. Nú hefur verið undirritaður samningur við Listdansskóla Hafnarfjarðar sem mun styðja enn frekar þann fjölbreytileika sem ríkir í tómstundum og […]

Afmæli var þemað í ár – Áslandsskóli 20 ára

Menningardagar setja skemmtilegan svip á skólalífið og allt samfélagið í Áslandi  Menningardagar í Áslandsskóla hafa verið árlegur viðburður í Áslandsskóla frá upphafi fyrir utan síðustu tvö ár sem lituð eru af sögulegum heimsfaraldri. Um er að ræða skemmtileg hefð og mikil tilhlökkun hjá bæði nemendum og starfsfólki við allan undirbúning og vinnu. Menningardagar hafa sett […]

Formleg afhending 3ju hæðar í Lífsgæðasetri St. Jó

Ný aðstaða mun valda byltingu í starfsemi samtakanna tveggja  Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowreglunnar á Íslandi afhenti, við formlega athöfn síðastliðinn föstudag, Alzheimersamtökunum og Parkinsonsamtökunum 530 fermetra húsnæði til afnota fyrir starfsemi samtakanna. Bæði samtökin hafa komið sér fallega fyrir á 3. hæð í Lífsgæðasetri St.Jó í Hafnarfirði og eru þegar farin að taka á móti […]

Afkoma umfram áætlanir

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2021 var lagður fram í bæjarráði í dag. Rekstrarafkoma fyrir A og B hluta var neikvæð um 709 milljónir króna á árinu 2021. Áætlanir gerðu ráð fyrir neikvæðri afkomu á tímabilinu og er niðurstaðan 258 milljónum króna betri en áætlað var. Þessi niðurstaða skýrist einkum af 2,3 milljarða króna hækkun lífeyrisskuldbindingar […]