Category: Fréttir

Vilt þú verða hluti af samfélaginu á St. Jó?

Lífsgæðasetur St. Jó hýsir fjölbreytta og lifandi starfsemi á sviði heilsu og sköpunar Lífsgæðasetrið er samfélag einstaklinga og fyrirtækja sem eiga það sameiginlegt að auka lífsgæði fólks með forvörnum, heilsurækt, ráðgjöf, fræðslu og sköpun. Lífsgæðasetur St. Jó hýsir í dag fjölbreytta og lifandi starfsemi 17 aðila á sviði heilsu og sköpunar og í byrjun árs […]

Endurbætur á opnum leikvöllum

Í Hafnarfirði eru fjölmargir og fjölbreyttir leik- og sparkvellir og á hverju ári er unnið að viðhaldi og endurnýjun þeirra út frá ákveðinni forgangsröðun. Síðastliðnar vikur hefur m.a. verið unnið að endurbótum á leikvelli milli Álfholts og Eyrarholts og á Akurvöllum.  Á leikvelli á Akurvöllum var kofa og öðrum leiktækjum skipt út fyrir ný leiktæki, […]

Töfrar félagsmiðstöðva og ungmennahúsa

Vissir þú að í Hafnarfirði eru starfræktar 9 félagsmiðstöðvar og 2 ungmennahús? Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikan er haldin hátíðleg dagana 15.-19. nóvember. Vikan hefur það að markmiði að varpa ljósi á mikilvægi og virði þessa vettvangs fyrir börn og ungmenni með hvatningu um að sem flestir (foreldrar, forráðamenn, systkini, vinir og aðrir aðstandendur) kynni sér starfsemi […]

Fjöldatakmarkanir og átak í örvunarbólusetningum

COVID-19: Hertar aðgerðir, 50 manna fjöldatakmarkanir – stórátak í örvunarbólusetningum Heilbrigðisráðherra hefur í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis ákveðið að herða til muna sóttvarnaaðgerðir til að sporna við hraðri útbreiðslu Covid-19. Aðgerðirnar taka gildi á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns en með notkun hraðprófa verður heimilt að efna til viðburða með að hámarki 500 manns […]

75% af heimiluðum hámarksfjölda í sundlaugar

Frá og með laugardeginum 13. nóvember munu allar sundlaugar Hafnarfjarðarbæjar taka á móti 75% af heimiluðum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd 2016 eða síðar teljast ekki með. Er framkvæmdin í samræmi við nýja reglugerð um hertar aðgerðir vegna Covid19, sem tekur gildi á miðnætti og gildir til og með 8. desember. Sundlaugargestir eru beðnir um […]

Mikil innspýting í leikskólastarf í Hafnarfirði

Umtalsverðu fjármagni veitt í aukin hlunnindi og bætt kjör leikskólastarfsfólks Einn helsti áhersluþáttur fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðarbæjar fyrir 2022 er að skapa enn betri og meira aðlaðandi starfsaðstæður í leikskólum bæjarins. Markmiðið er að efla leikskólastigið, ýta undir verðskuldaða virðingu þess, minnka álag og auka áhuga á starfsvettvanginum. Á meðal þeirra aðgerða sem ráðist verður í á […]

Skert opnun í Ásvallalaug um helgina

Íslandsmeistaramót í sundi verður haldið í Ásvallalaug í Hafnarfirði dagana 12. – 14. nóvember. Ásvallalaug verður þar af leiðandi lokuð almenningi alla helgina; föstudag, laugardag og sunnudag. Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning!

Jákvæð afkoma og mikil uppbygging

Skuldaviðmið undir 100% í fyrsta sinn í áratugi Tillaga að fjárhagsáætlun 2022 verður lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag miðvikudaginn 10. nóvember. Áætlaður rekstrarafgangur A- og B-hluta sveitarfélagsins nemur 842 milljón króna á árinu 2022. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 2,5% af heildartekjum eða 886 milljónir króna. Áætlun gerir ráð fyrir […]

Aðgerðir hertar vegna mikillar fjölgunar smita

COVID-19: Innanlandsaðgerðir hertar vegna mikillar fjölgunar smita – mynd Skylt verður að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, fjöldatakmarkanir verða 500 manns, veitingastöðum með vínveitingaleyfi verður skylt að loka tveimur tímum fyrr en nú. Með notkun hraðprófa verður heimilt að halda viðburði fyrir allt að 1.500 manns. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið […]

Samningur um nýjar skíðalyftur í Bláfjöllum

Uppbygging skíðaaðstöðu á Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins Samkvæmt samkomulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir um 5,2 milljarða kr. fjárfestingu í innviðum vegna skíðaiðkunar til ársins 2026. Markmið uppbyggingarinnar er að bæta aðstöðu og þjónustu fyrir alla hópa skíðaiðkenda. Gert er ráð fyrir því að settar verði upp nýjar stólalyftur, Gosi og […]